Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 42
150 HEIMILISBLAÐIÐ Því næst flýtti hann sér sjálfur niður. En þar sátu vinirnir við lítið borð, þar sem Anna ætlaði að drekka með þeim te, þegar hún hefði skipt um föt. Það virtist ekkert merkilegt liafa farið þeim á milli. Anthony sat og rólaði sér aftur og fram á stólnum, en í rauninni var liann hugsandi út af því að Blake hafði sagt: „Ég fékk skeyti frá Trafford viðvíkjandi mjög merkilegu málefni. Eg þarf að tala um það við þig, þegar við fáum tóm tveir saman“. „Já, gjarnan“, sagði Anthony. Hann var allt af reiðubúinn að ræða við vin sinn um hvaða málefni sem var. „Hvað iná panta handa yður“, spurði hann Morri- son, sem settist í námunda við liann. „Ekkert, þökk fyrir, ég hef ákveðið að drekka te með Onnu, þegar hún kemur niður“. Ekki leið á löngu, áður en Anna kom í ljós efst í stiganum. Og þegar Tulloch stóð upp, til þess að taka á móti henni litu allir þangað, sem þau voru. Þarna voru pör, sem allir hlutu að taka eftir. Einn hinna viðstöddu hafði orð á því, hve frábær þau væru. Það var myndarmaður, með mikið grátt hár, líkast ljónsfaxi, afturkembt frá enninu. Hann hafði komið með morgunlestinni og sat nú við borð í salnum með nokkrum ferðafélögum sínum. „Þetta er einmitt Anthony Tulloch, sem þér æti- ið að hitta, sir“, sagði einn af félögum lians. Gráhærði maðurinn stökk á fætur, eins og snort- inn rafmagni og gekk þvert yfir gólfið áleiðis til Anthony og Önnu. Anna starði alveg undrandi á þennan ókunna herra, sem gekk að unnusta liennai og greip hönd hans og þrýsti lienni innilega og stamaði: „Guð blessi yður, hr. Tulloch. Guð blessi yður, aldrei mun ég geta fullþakkað yður fyrir það af- rek, sem þér hafið unnið. Ég veit þér undrist, en ég endurtek, Guð blessi yður“. Anthony Tulloch vissi ekki hvaðan á sig stóo veðrið. Allt útlit mannsins bar vott um, að hann væri með fullu viti. En framkoma hans var væg- ast sagt undraverð. „Sá óheppni“ braut heilann um, hvar hann hefði getað séð þenna mann áður, en sjálfan sig: „Það getur ekki verið satt“. Og fari maður yfir til Hal- eiwa á norðurströndinni og fari i bát með glerbotni í yfir kórals- granda, þá ofbýður manni aftur bæði litaskrúðið og urmull vaxt- arlagsins, er fyrir augu ber. Loks sýnir ferð með fram beims- frægri Waikiki-strönd manni margvísleg, kátleg dýraforin, sem flóð skola upp og stafa frá kórals- granda, sem liggur frá Honolulu böfn til „Diamond head“, gamla útbrunna gígsins á suðurodda eyj- unnar. Á þessari strönd er baðstaður mjög sóttur og iðkuð þjóðleg bst „surf-riding (brimreið). Hawaj- iskir hafa ætíð verið sundmenn miklir. Oft sér drengi á höfninm klifra upp á björgunarbáta ut- sævareimskipa og steypa sér niður í sjóinn úr 20—25 m. hæð, en einkanlega bafa þeir tamið ser brimreið. Sú list er í því fólgin* að ríða í land á öldu gegnum brim- ið, standandi á Koa-viðarfjöl her um bil 2 m. langri og */2 jn’ breiðri. Ekki nema fárra stunda sigling11 frá Oahu liggur Maui, næststærsta byggðu eyjanna. Eldfjallið, Halea- kala, er á austurhluta bennar, ber um bil 3000 m. liátt. Gígur þess er áreiðanlega stærslur útbrunn- inna gíga í lieimi. Inn í gígnum eru 16 minni og sjálfur aðalgig' urinn er meira en 12 km. langur og um 4 km. á breidd; dýpt lians mesta yfir 880 m. Haleakala virðist útbrunnin al- gerlega og ekki er vitað gos á sögu- tímanum. Eftir 12 stunda siglingu frá Honolulu koma menn til stærstu og merkustu eyjarinnar, sjálfrar Hawaji, sem allur eyjaklasinn er kenndur við. Eins og eyjan sýnir sig þeim, sem siglir inn að norðvestur ströndinni, að Hilo, höfuðstað eyj-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.