Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 4
4 orðið. Var þá nokkuð farið að „falla út“ og gott að fara flæðarmálið, sem auðvitað var snjólaust, en ofar var samanbarin snjólirönn. Á Mýrdalssandi eru auk Múlakvíslar og smærri lækja tvær ár með stuttu millibili Blautakvísl og Háöldukvísl. Þær falla í sam- eiginlegum ósi í sjóinn, og er það kallað „Stóra útfalliS“. Höfðum við gott vað á því á „fjöru- broti“, og voru nú engar teljandi torfærur fyrr en kom að útfalli Múlakvíslar. Þá var svo fallið að, að ekki var hægt að fara fjöru- brot, enda nokkuð farið að dimma. Við héld- um því spölkorn upp með ósnum, þar til líklegt þótti að fært væri. Þar var lagt lit í og komst allt heilu og böldnu yfir, þótt vntn- ið væri alldjúpt. Það tók okkur, sem gang- andi vorum, upp undir bringspalir. Nú gekk ferðin tafarlaust, og til Víkur, komum við nokkru eftir að aldimmt var orð- ið. Fengum við þar gistingu og góðan beina hjá kunningjum okkar og urðum fegnir að hvílast. Næsta dag fórum við frá Vík laust fyrir hádegi, nú aðeins tveir saman með pokana á öxlunum. Við fórum sem leið liggur út yfir Reynisf jall og svo beint yfir Dyrhólaós, sem er allstórt stöðulón milli Reynishverfis og Dyrhólahverfis, að norðanverðu við Dyr- hólaey. Við fórum bjá Dyrhólum. Á þeim bæ bjó í fornöld kappinn og göfugmennið Kári Söl- mundarson, tengdasonur Njáls á Bergþórs- hvoli, spekingsins, sem allir kannast við. — Skammt þar fyrir vestan er bær, sem heitir GarSakot. Þangað héldum við og fengum liinar beztu viðtökur og næturdvöl. — í Garða- koti bjó þá Jónatlian Jónsson, sem síðar varð vitavörður í Vestmannaeyjum. Frá Garðakoti fórum við suður að sjón- um til þess að losna við snjóófærðina. Svo komum við að Hvoli. Þar bjó þá Guðmundur Þorbjarnarsori, sem nú er á Stóra Hofi á Rang- árvöllum. Hann var ekki heima, en frú Ragn- hildur gaf okkur góðan kaffisopa. Við spurð- um um árnar, sem nú voru fram undan, og var okkur sagt, að Hafursá væri fær á íshrafli, en Jökulsá befði verið viðsjál síðast þegar af henni fréttist. Jón, tengdafaðir Guðmundar, gekk með okkur út að Hafursá og leiðbeindi okkur hvar HEIMILISBLAÐlB bezt væri að fara. Við kvöddum Jón me virktum, og að skilnaði sagði hann: „Snnl_ þið aftur, drengir, ef ykkur lízt illa á Jökuls8 Við þökkuðum heilræðið og béldum áfra111, Hröðuðum við ferðinni sem mest, enda víJr létt að ganga lábarinn fjörusandinn. Segir nú ekki af förinni, fyrr en við sjáum vatnsfar veg með litlu vatnsrennsli, en ofan við flæðar málið var hár og samanbarinn ísjakaveggur- „Þetta er víst Jökulsá, og ekki fyrirferðar- mikil“, sögðum við og lögðum út í án j)eS® að stanza. Vatnið tók aðeins rúmlega í ',ne og tók ekki langa stund að komast á þurrt hinum megin. En þá lieyrðum við allt í einu mikinn gn>' og gauragang að baki okkar. Varð okkur h^ ið við og sáum livar mikill vatnsflaumur n>e stórjakaburði ruddist fram farveginn, selU við vorum nýkomnir yfir. Þessi flaunn,r fleygðist með miklurn hraða og afli í sjó fralU þar sem brimið tók við og kastaði jökunuU1 í ýmsar áttir. Þögulir horfðum við á jiessar bamfarir 11,11 stund, en gátum ekki lengi orða bundizt °í-r lofuðum Guð og hamingjuna fyrir, livað lliatu' lega við sluppum fram hjá þessari ægile8u torfæru. Eftir að við höfðum hvílt okkur uni stuU og snætt af nestinu, liéldum við áfrain fer inni. Langt var enn til bæja. Var tekið a syrta í lofti, og bráðum fór að bregða birij1- Enn fylgdum við flæðarmálinu, og nú Iur óðum að dimma. Svo sáum við ljós, og J1^ afréðum við að yfirgefa sjóinn og stefna ll eitt ljósið, sem ekki virtist allfjarri. Snj°r inn var liér lieldur minni og auðfundið var’ að frostið var að minnka. Einu sinni urðuUl við þess varir, að mjög veikur ís var un fótum okkar og djúpt vatn. Ekki koin þetta að sök, og áfram héldum við, þar lil við kon1 um að bæ. Þar hittum við mann að máli spurðum hann, hvar við værum staddir. Ma urinn nefndi bæjarnafnið, sem ég man uU óglöggt, minnir að það væri Hólakot. » spurði, hvort langt væri að Eyvindarhól"m' „Það er örskammt héðan“, var svarað. „Þangað ætlum við“, sagði ég. „Þið fáið ykkur að drekka“, sagði inaður inn ^g bauð okkur inn, en við sögðunist e vilja stanza. Var þá komið með mjólk, se,u við drukkum með beztu lyst. Síðan ^°ul

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.