Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1946, Blaðsíða 8
8 HEIMILISBLAÐIÐ „Hátíð Sílenusar“ (National Gallery); og „Jarlinn af Arundel og kona lians“ (Mun- clien). Honum leiddist að gera litlar myndir, og liann átti enga þolinmæði til að nostra við slíkt útflúr og smáskreytingar, sem fyrirrenn- urum lians á Niðurlöndum var svo gjarnt að liggja yfir. „Ég játa“, skrifar hann í hréfi til Jakobs Englandskonungs 1621, „að upp- lag mitt er þannig, að það á betur við mig að mála stórar myndir en smáar, sem nostra þarf við. Menn eru svona misjafnlega gerðir. Mér er þannig farið, að stærð og stórvirki æSÍa mér ekki, og erfiðleikar draga ekki úr þreki mínu“. Næsta ár var honum falið verk á licndur, ]>ar sem þetta kom honum næsta vel María-de’Medici, dóttir holdugs bankastjóra 1 Florenz og sjálf næsta þrifleg, — var systir konu hertogans af Manua, fyrrverandi husbónda Rubens. Rubens hafði kynnzt lienni a ltaliu, þegar hin auðuga Mediciætt liafði náð því að gera Maríu þessa að drottningu r rakklands, með kaupskap auðvitað, og gifta hana Hinrik konungi IV. Hún var snotur, undirförul og eftir að hafa missa mann sinn stjornaði hún ríkinu í fjögur ár með aðstoð italska elskhugans síns og sinnar ítölsku liirð- ar Hún deildi og barðist við son sinn, Loð- vik XIII, og þegar Loðvík hafði fest sig í sessi, let hann selja hana í fangelsi og skipaði að taka friðil hennar af lífi. Það tókst að sætta mæðgimn, en sú sætt stóð ekki lengi. María kom ser upp lier og hersveitir konungsins biðu lægra hlut við Pont-Dece, en þá skarst ungur prestur, síðar Richelieu kardínáli í leikinn og friður og sátt var undirskrifuð. Mana fekk að lialda hersveitum sínum í sex f .r’ ,t,ók1 Þá eins °8 siðllr var og venja í Ijolskyldu hennar að gerast verndari og stjórn- andi á sviði listanna. Hún lét rífa niður gamla Luxemhorgar-hótelið og reisa í staðinn mikla holl handá sér, gerða eftir Pitti-höllinni í 1 lorens. Þegar einn hinna stóru saIa eða mót- tokuherbergja var fullgert, var Rubens feug- nin til að skreyta hann með myndum gerðum af atburðum úr liinni viðburðaríku ævi ekkju- drottningarinnar. Frönsku málararnir voru œfir, þegar fenginn var aðkomumaður en gengxð fram hjá þeim, en María vissi hvað hun söng og benti á „að enginn annar málari i Fvropu væn fær um að leysa slíkt stórvirki af liöndum. Málurum Ítalíu og Frakkland® myndi ekki nægja tíu ár til að Ijúka því verkii sem Rubens gerði á fjórum, og gætu auk þess ekki ráðið við myndir af þeirri stærA sem um væri beðið“. Rubens fékk ekki að ráða efni myndanua og fletirnir, sem liann átti að mála voru stór- kostlegir: átján fletir þrettán feta háir og típ feta langir; þrír þrettán feta háir og tutt- ugu og fjögra feta langir og fjöldi af átta feta andlitsmyndum. Áður en hann bvrjaói á verkinu fóru fram langir umræðufundir og mörg ágreiningsatriði þurfti að jafna ínilli málarans og drottningarinnar. Þessi fundarhöld stóðu yfir í sex vikur og þrisvar varð Rubens að koma síðar til enn frekari viðræðna, og í hvert sinn fór liann alla þes®a leiö frá Antwerpen til Parísar ríðandi á hesti- A þrem árum lauk liann þessu verki. Ruben8 gerði alla frumdrætti og fór yfir myndirnar tvisvar, einu sinni heima á vinnustofunni’ og aftur, er þær voru héngdar upp í Luxent- burg- Engum var leyft að koma til að skoð'a, fvrr en síðasti flöturinn hafði verið þakin» „svo allur mikilleikur skreytingarinnar v®ri opinberaður í einu“. Ekkjudrottningin ,,'ar hnfnari en hún hafði nokkurn tíma búiri við að geta orðið, og staðhæfði, að Rubens væri bezti málari heimsins og liellti yfir han» emstæðri hrósyrðadembu“ og Richelieu kard' ínáli, og jafnvel frönsku málararnir sung11 honum lof. „Loðvík XIII. var einnig hinú»' 1 “í’ J)e8ar ilann gekk um salinn í með bt. Ambroise ábóta, sem skýrði myn"' irnar út frá mikilli þekkingu sinni á Iistui»“- Fn sjálfur var Rubens langt frá því að vera anægður. Óhófssemi hirðarinnar hafði f.'-llt hann ógeði og hann hafði ekki fengið fn11® greiðslu fyrir verk sitt. „Þegar ég horfi tú haka yfir þessi ferðalög mín til Parísar1, skrifar hann,. „og tímann, sem þar fór l’1 onytis, se ég, hve starf mitt fyrir ekkjudrottn- mguna hefur verið langt frá því að borga sig“- Myndir þessar eru nú geymdar á safni»u i Louvre í Frakklandi og valda því að saf» þetta her af flestum öðrum söfnum verald' annnar, Sem allegoriskar myndir,* en þannig Allegoriskar myndir eru þær myndir kallaðar, Þar sem hin einstöku atriði myndanna svara til eða tákn" atvik Inns daglega lífs eða vísa til þeirra á táknnJaU sinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.