Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 163 jlfARGARET FRANCIS vissi, að hún mundi aldrei verða svo gömul, að hún gleymdi þessum jólum. Meðal annars vegna þess, að þetta voru síð- ustu jólin á ríkisstjórnarárum gömlu drottningarinnar, og svo var þetta dánarár Lizzie frænku, eins og börnin höfðu kallað hana. Lizzie var stjúp- systir Margaret og miklu eldri en hún, en henni hafði alltaf þótt mjög vænt um þessa yngri systur sína. Hún hafði séð um, að Margaret nyti góðrar menntunar, og hún hafði kom- ið henni að í stórri hattabúð í St. Pauls Churchvard. Marg- aret hafði búið hjá Lizzie, þangað til hún kynntist Charl- es Francis, sem þá var bygg- ingaverkstjóri og vann skammt frá húsinu þeirra við Shepli- erdess Walk. En Francis var ættaður frá Norfolk, og þar er það orðtæki, að Norfolk- ungamir leiti alltaf lieim aft- ur á æskustöðvamar, og þeg- ar þau vom gengin í hjóna- band, fluttist Margaret frá æskustöðvunum í London til Heathley, sem er þorp í Breck- land. Þar tók Charles litla jörð á leigu og vann í frí- stundum sínum að smíðum og öðru því, sem hægt var að hafa einhvern aukaskilding fyrir. Ekkert liús var á litlu jörðinni, en þar sem tvær íbúðir voru í einu húsi Grint- ers, sem var bakari og hafði auk þess matvöruverzlun, fékk Francis aðra íbúðina leigða og þóttist hafa komið ár sinni vel fyrir borð með því. Með þeim Margaret og Charles Francis var flest ólíkt. Hún var lítil og fínleg og hafði notið betra uppeldis og um- önnunar, og þótt hún ætti nú orðið fimm böm, hafði hún ekki að öllu leyti vanizt hátt- um og málfæri íbúanna í Breckland. Hún gerði það sem hún gat til þess, að börnin vendust ekki á hinn grófa framburð þorpsbúanna, þótt það bæri lítinn árangur, og hún þrælaði seint og snemma í því augnamiði, að þau gætu verið lireinlega til fara. En Francis var óheflaðri og opin- skárri, og eins og grannar hans sögðu, laglegur, alúðleg- ur, hávaðasamur og örlyndur maður, sem þóttist góður, ef hann gat haldið sér upp úr skuldafeninu. Það var þó ekki svo að skilja, að hann hefði áhyggjur vegna skuldanna. — Ég held þeir geti beðið eftir peningunum sínum, var hann vanur að segja með glað- klakkalegum hlátri. Þeir fá þá einhvem daginn, býst ég við. Og þótt þeir fái þá ekki, standa þeir jafnréttir fyrir því. En Margaret hafði mörg orð og áhyggjur út af því. Þegar illa hafði árað hjá þeim og þau skulduðu Grinter, fyrir- varð hún sig fyrir að láta sjá sig í búðinni, og þá urðu böm- in að sækja brauðið og græn- metið, en þegar skuldirnar voru greiddar að mestu eða öllu leyti, en fyrr ekki, gat hún gengið upplitsdjörf inn í búðina. En þegar efnahag- urinn var með betra móti, var Francis svo ör á fé, að úr hófi keyrði. Lizzie frænka hafði lent í kröggum og Margaret hafði getað sent lienni pen- inga. Og eitt sinn, þegar hag- ur þeirra stóð með blóma, losnaði hinn helmingur litla hússins, svo að Francis tók hann á leigu í viðbót. Þá hafði fjölskyldan fjögur lítil svefn- herbergi til umráða, og þá fékk Margaret loksins setu- stofu. Setustofan var stolt hennar og á sunnudagskvöldin á vetuma, þegar eldur brann á arninum, var setustofan liennar þokkalegasta og lilýleg- asta stofan, sem til var í ná- grenninu. Lizzie dó snemma að vori

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.