Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 187 stó5 við skenkiborð og dró tappa úr vínflöskum. Carrick hratt dyrunum upp án þess að hugsa sig um og ætlaði að slá mann þann í andlitið, er stóð við vegginn. Það var hár maður með dökka poka undir augunum og litla, órakaða höku. Carrick hafði einnig séð hann í bardagan- um síðastliðna nótt. — Hæ, hæ, skipstjóri, sagði sá liái og beindi að honum byssu. Þér leggist ekki upp að réttum hafnargarði! Mennirnir við borðið liöfðu staðið á fætur, einnig sá, sem var persónulegur óvinur Carr- icks vegna særða handleggsins. — Það er bezt að ganga úr skugga um, hvort skipstjórinn er með vopn á sér, sagði liann. Og legðu frá þér þennan fall- ega staf, hann getur verið hættulegur fyrir okkur! . Eiim af mönnunum, er var í mjög víðum, rauðum buxum, afvopnaði Carrick. — Ég vissi, að þú fylgdir mér eftir, sagði sjóræninginn hæðnislega. En ég hef ekkert á móti því að ræða við þig í bróðerni, skipstjóri. Joe, af- læstu dyrunum. Við þurfum engin vitni að þessu skemmti- lega móti. Joe liafði verið að leika sér að rýtingnum í staf Carricks. Hann lét þumalfingurinn renna eftir egginni til þess að reyna hversu skörp hún væri. Svo henti liann rýtingnum í attina að borðinu. Rýtingsodd- uriim festist í þykkri borð- plötunni og titraði. Þegar hann hafði aflæst dyrunum °g dregið fyrir gluggann, kom hann aftur. Það varð hálf- dimmt í herberginu, en þó nógu bjart, hugsaði Carrick, til þess að hægt væri að hafa skotmark í þessu litla her- bergi. Svertinginn frammi í eldhús- inu hafði að sjálfsögðu fengið fyrirskipanir, því nú kom hann haltrandi með ljós, er hann setti á mitt borðið. Svo læddist liann aftur burtu. Ljósið kastaði stórum, kynleg- um skuggum af mönnunum á loft og veggi. Stúlkan við skenkiborðið kom og setti flöskur á borðið. — Þú ættir að gæta þín, Benjamín, sagði lmu aðvar- andi röddu við manninn með pokana undir augunum. Hann var sýnilega foringi flokks- ins. Benjamín skipstjóri tók blæ- væng úr þurrum pálmablöð- um, sem lá á borðinu, og veif- aði hægt að sér svala. — Gættu þín sjálf, sagði hann skipandi röddu. Jæja, Carrick skipstjóri, hélt liann áfram í stríðnislegum róm, þér létuð skip niitt finna fyrir ná- vist yðar í nótt. Er yður ljóst, að yður er óheimilt sem skip- stjón á kaupskipi að skjóta eins og þér gerðuð .. . ? — Já, mér er kunnugt um, hvaða lög eru í gildi á sjó, svaraði Carrick. Nú var um að gera að teygja tímann, og það var vissulega liægt með því að spjalla um hlutina. — Svo gangið þér með leyni- vopn, eins og til dæmis rýt- inginn í stafnum. Það er einn- ig ólöglegt. Jæja, við ætlum ekki að láta leika á okkur. Setjizt, skipstjóri! Segið stelp- unni þama, hvað þér viljið drekka. Nei, eins og ég sagði, þá er það ekki heppilegt, að skipstjóri á kaupskipi gangi með leynivopn ... — Hvort sem það er heppi- legt eða ekki, skaut Carrick inn í, þá mundi ég telja það heppilega ráðstöfun að sjá yður dingla í gálganum með snömna um liálsinn! Benjamín yppti öxlum og veifaði blævængnum. — Við skulum geyma að ræða um það, unz við emm orðnir góðir vinir. Málið ligg- ur nefnilega þannig fyrir, skip- stjóri, að við gerðum stórkost- legt axarskaft í nótt. Við ætl- uðum að ná allt öðmm fugli. En Iivor okkar liefur meiri ástæðu til að barma sér yfir leikslokunum ? Ég! Ég missti ágætt skip auk allra mannanna er féllu í bardaganum. En við skulum hlaupa yfir þá hlið málsins. Auðvitað skiptir það mestu máli, að ég olli yður tjóni, skipstjóri! Þér skuluð vita, að ég er sannkristinn maður! Þegar ég kem í land, er alltaf mitt fyrsta verk að fara í kirkju. Mennimir geta borið vitni um það. Carrick liafði setzt beint á móti Benjamín skipstjóra. — Þetta er næstum því eins og gott skemmtiatriði í sirkus, sagði liann. Þér ættuð að fá yður tamdan apa og kenna honum listimar, svo að þér getið notið þeirra sjálfur! Hann sneri sér að stúlkunni og sagði: —- Ég ætla ekki að fá viskí, heldur kaffi, sterkt og sjóð- andi heitt kaffi! -— Það var ekki óhugsandi, að stór kanna með sjóðandi L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.