Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 16
172 HEIMILISBLAÐIÐ og þær bíða þess í fullu trausti, sem morgundagurinn ber í skauti sínu, því þær vita, að hann hugsar alltaf um, livað þeim sé fyrir beztu“. Á grœnum grundum lœtur hann mig hvílast — „Kindurnar eru á beit frá klukkan bálf fjögur að morgni til klukkan um það bil tíu. Síðan leggjast þær makinda- lega og hvíla sig í þrjá til fjóra klukkutíma“, liélt D’Alf- onso áfram. „Ef kindumar fá að jórtra í makindum, verða þær feitar og þriflegar, og þess vegna rekur góði hirðirinn björð sína alltaf til liinna sneggri beiti- landa fyrst á morgnana. Eftir nokkrar stundir rekur bann síðan hjörðina til betri beiti- landa og svo koll af kolli, þangað til liann lætur liana loksins leggjast til hvíldar snemma að deginum, þar sem skuggsælt er og grasið er sér- staklega vel sprottið og safa- ríkt. Kindurnar em öraggar og ánægðar, ef þær fá að hvíl- ast þannig í þægilegu um- hverfi“. — leuSir mig aS vötnum, þar sem ég má nœSis njóta. „Allir fjárliirðar vita, að kindurnar þora ekki að drekka af rennandi vatni. Á háslétt- unum í Landinu helga er margt um smáuppsprettur, og fæstar þeirra ná að renna lengra en niður í dalina, því þegar þangað er komið, hafa þær þegar gufað upp í steikj- andi sólarhitanum. En kind- umar drekka aldrei af þess- um straumhörðu lækjum, þótt þær séu mjög þyrstar. Fjár- hirðirinn verður að finna stað, þar sem vatnið hefur safnazt fyrir í tjöm við stóra steina eða í dældum svo að smá- tjörn myndist, en annars verð- ur hann að mynda skál með lófum sínum og láta kindum- ar drekka úr hemii“. Hann hressir sál mína, leiSir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. „Kindurnar í Landinu helga eru gæddar ennþá sterkari hjarðhvöt en aðrar kindur. Hver kind skipar sér á sinn ákveðna stað í liópnum að morgninum, og þaðan víkur hún ekki fyrr en sólin gengur til viðar. Þó víkur hver kind af stað sínum einu sinni að deginum og gengur til fjárliirðisins. Og liirðirinn réttir fram hönd sína, þegar kindin nálgast hann með eftirvæntingu í augnaráðinu og trúnaðarjarmi. Þá strýkur hann um snoppu kindarinnar, klórar henni bak við eyrun og undir kverkinni og hjalar ástúðlega við liana. Og meðan á því stendur nýr kindin sér upp við fót lians, en ef hann situr, glepsar liún lauslega í eyra hans og nýr höfðinu upp að andliti hans. — Þegar kindin hefur dvalið stundarkorn hjá húsbónda sínum, snýr hún aftur á beit til hjarðarinnar og fer á sinn stað“. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkerl illt, því aS þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. „Hinn dimmi dalur, Dalur dauðaskuggans, er í raun og vera til í Pale8tínu, og hver einasti fjárliirðir, allt fra Spáni til Dalmatíu, hefur heyrt lians getið“, útskýrði D’Alfonso fyrir mér. „Það er þröng klettagjá, sunnanvert við þjóðveginn mikla, sem liggur frá Jerúsalem um Jeríkó til Dauða liafsins. Fjárhirðamir verða að leita til nýrra beiti- landa að sumrinu vegna lofts- lagsbreytinga, og af þeirri ástæðu verða kindurnar að fara gegnum dal þennan a liverju ári. Hann er sjö kílómetrar á lengd. Brattir klettaveggir lians eru sums staðar allt að 500 metra háir, og dalbotn- inn er aðeins þrír til fjórir metrar að breidd. Það er mjög liættulegt að fara gjá þessa, því hingað og þangað um botn hennar era margra metra djúpar glufur, sem stórrign- ingar liafa grafið. Víða er svo þröngt og lítið um fótfestu, að kindum er jafnvel um megn að snúa við. Þess vegna eru það óskráð lög meðal fjár- hirðanna, að einungis megi reka kindur upp dalinn að morgninum og niður að kvöld- inu, svo að ekki sé liætta á, að hópamir mætist þar sem hann er þrengstur. Aldrei hef- ur tekizt að fara með múldýr um dalinn, en frá því er sög- ur hófust liefur liann verið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.