Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ 183 í augnakrókana. John Carrick varð alltaf ergilegur, þegar hann sá konur gráta, en nú gegndi þó öðru máli. — Bon, soir, ma petite ... ! Carrick sneri sér snögglega að dyrunum, en þar voru þessi frönsku orð töluð með greini- legum frönskum framburði. Þar stóð Jaqueline herbergis- þerna, hár, samanrekinn kven- maður með dökka, súkkulaði- brúna húð. Hún bar litla körfu með sáraumbúðum á handleggnum og í hinni hend- inni hélt liún á stórum bolla með rjúkandi jurtatei í. -— Seztu liérna, sagði hún við Rafaelu. Snúðu bakinu að mér, og ég skal búa um þetta meðan þú drekkur teið. Rafaela skalf eins og henni væri kalt, þrátt fyrir liinn kveljandi liita. En hún hlýddi Jaqueline fúslega. — Hvar er markgreifafrúin? spurði Carrick. Jaqueline svar- aði með því að yppta öxlum. — Ég verð að fara, sagði hann, segðu markgreifafrúnni, að ég liafi erindum að sinna. Það var hætt að blæða úr handlegg hans, en liann kenndi til, þegar liann fór í frakkann. Svo lagði hann af stað að heimsækja dómarann, er hafði dæmt Rafaelu. Það var ekki óhugsandi, að honum tækist að semja við þennan vörð lag- anna, og ef til vill rækist hann líka á góða konu, sem vildi taka Rafaelu að sér. Hann vildi ekki, að liún yrði lengi hjá Simone. Rafaela hafði fleiri eðliskosti til að bera og var á hærra siðferðisstigi en ýmsar háttsettar jómfrúr, er hann hafði kynnzt. En hún var þrátt fyrir allt ambátt, er lögin veittu enga vernd. Hann flýtti sér eftir göt- unni. Margir götusalar liróp- uðu á eftir lionum. Þeir báru vörur sínar í stórum körfum — brauð, blóm og ávexti. Ban- anar, appelsínur og gómsætir austurlandaávextir voru þarna fullþroskaðir, jasmínur, nell- ikur og magnolíur gáfu frá sér sætan ilm, alveg eins og daginn fyrir einu ári, þegar hann kyssti Elísabetu í kirkj- unni. Ár var liðið síðan, og þó fann hann í dag til sömu svimandi sælunnar og hafði gagntekið hann þá. Hann gat ennþá heyrt rödd Elísabetar, þegar hún hreytti í liann reiði- yrðum, en þó hafði mátt lesa út úr augum liennar: — Mér geðjast vel að þér! Þegar hann kom út úr kirkj- uimi, liafði hann séð maddömu d’Ivre bíða í skrautvagninum, en liún þekkti hann augsýni- lega ekki aftur. Hann minnt- ist þess einnig, að hann hafði velt því fyrir sér á hvem hátt d’Ivre mundi bregðast við. Ef þeir liáðu einvígi, gæti liann að sjálfsögðu drepið d’Ivre — en það yrðu óheppi- leg málalok. Ef hann neitaði að taka á móti einvígisáskor- un, mundi d’Ivre stimpla hann sem ræfil í blöðunum. En ef d’Ivre virti liann al- gjörlega að vettugi? Það mundi verða mesta móðgun- in. Nei, það væri áreiðanlega heppilegast að lieimsækja Ijón- ið í greni þess. Hann liafði ákveðið að fara þegar í stað til d’Ivre og biðja hann um hönd dóttur lians! Síðan hafði hann snúið aft- ur til skipsins til að snyrta sig dálítið til, og meðan hann var að raka sig, fékk hann skilaboð • um, að kvenmaður óskaði að ná tali af honum. Honum datt í hug, að ef til vill gæti það verið Elísabet. Hann flýtti sér allt hvað af tók að ljúka rakstrinum og hljóp upp á þilfar. En það var ekki Elísabet, lieldur de Toumeau markgreifafrú. Þegar hann liafði heilsað henni, veitti hann athygli negra í þjónsbúningi, er stóð út við borðstokkinn og rétti bréf í áttina til hans. Hann bað markgreifafrúna að afsaka sig um leið og hann opnaði bréfið. I bréfinu vora fáeinar línur. á frönsku, en jafnvel þótt bréfið hefði verið skrifað á ensku, mundi liann ekki hafa getað lesið það, því svo ólæsileg var skriftin. Markgreifafrúin hafði sýni- lega orðið vör við, að hann átti erfitt með að skilja bréf- ið, því liún rétti fram hönd- ina og bauð lionum að lesa það. Hann liafði virt hana fyr- ir sér á meðan hún hljóp yfir línurnar. — Það er miðdegisverðar- boð, sagði markgreifafrúin á ensku, en með greinilegum frönskum framburði. Monsieur d’Ivre biður yður að sýna sér þá ánægju að borða hjá lion- um í dag klukkan 5. Carrick datt fyrst í hug að senda skilaboðin aftur, en í stað þess bað liann þjóninn að skila kveðju frá sér til d’Ivre og segja honum, að það væri sér mikil ánægja að þiggja boð lians.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.