Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 177 ar 8tunur. Það var hið eina, er rauf þögnina í herberginu. — J á, herra etatsráð, ég verð að segja það eins og það er — ég — hef verið afbrotamaður! Gamla kaupmanninum, með skyggðan skjöldinn sinn, til jafns við livaða aðalsmann sem vera skyldi, hnykkti alvarlega við. Hann spratt upp úr sæti sínu og staðnæmdist frammi fyrir Kruse. Allt fas lians og svipur bar þess ljósan vott, hversu forviða hann var. Hvesst augun, samanbitnar, blóðlausar varirnar og hrukk- umar á enninu, og öll per- sónan virtist eins og æpa: — Hvað segið þér, maður? En Gemer etatsráð mælti aldrei orð frá vörum er hann komst í geðsliræringu, eða úr jafnvægi, lieldur aðeins, þeg- ar hann var rólegur og gat greinilega dæmt um álirifa- gildi þess, er hann mælti. Eng- inn, -— ekki einu sinni neinn af undirmönnum hans, liafði nokkurn tíma lieyrt liann segja óyfirvegáð orð eða ógætilegt. Þetta átti ekki ein- göngu rót sína að rekja til meðfæddrar, viljasterkrar 8kaphafnar hans, drenglyndis og mótaðrar réttlætistilfinn- ingar, heldur var það eimiig árangur af ákaflega ströngu uppeldi og fordæmi föður hans. Hin gullna en erfiða meginregla: — Hugsaðu áður en þú talar — var eins og mótuð inn í hann daglega frá blautu barnsbeini, svo að það var orðið honum órjúfanlegt lögmál. Þess vegna þagði liann einnig nú. — Hann beitti sig sterku vilja-átaki og tók sér aftur sæti, og gaf merki með hendinni, sem skilja mátti sem: — Jæja, haldið áfram! Kmse sat og grúfði andlitið í liöndum sér. Nú, þegar al- vara raunveruleikans var kom- in, reyndist þetta örðugra en hann liafði liugsað sér það. Hann, sem orðinn var hátt- settur og liúsbóndinn liafði metið mikils og sýnt margvís- legan sóma í einu og öðm, hann, sem litið var upp til með virðingu og trausti, liann sat nú þama svo niðurlægð- ur sem mest mátti verða, með flekkað nafn og mannorð og lieiðri sviptur, svo að smánin keyrði hann til jarðar. Þannig sat hann alllengi. Honurn fannst liann ekki geta sagt meira. En allt í einu varð hann þess var, að hendi hans var gripin mjúku taki og liann heyrði livíslað í eyra sér: — Segðu frá öllu, vinur minn! Guð veit um það allt, eins og þú kannast við. Guð! — Þar kom það aftur — þetta volduga orð og mátt- uga. — Já, liann ætlaði að segja frá, — nú gat hann það, og svo lióf hann aftur máls: — Ég átti svo gott lieimili, að fáir eiga það jafn gott, yndislega og elskulega móður, og föður, sem ég virti sem göfugasta og bezta mann, sem ég hef þekkt. Faðir minn var vel efnum húinn og ekkert var tilsparað að því er menntun mína snerti. Ég lauk stúdentsprófi, en af því að liugur minn stóð til kaupsýslustarfa gekk ég í verzlunarskóla og lauk námi þar með ágætu prófi. Þegar ég var búinn að vinna á skrifstofu föður míns í tvö ár fékk ég stöðu hjá fyrirtæk- inu Levin og Sonur í Ham- borg. Þar var ég í þrjú ár. Svo fór ég til New York, því að þar liafði ég fengið vellaunaða gjaldkerastöðu í banka einum. Skömmu seinna kom þetta fyrir. Ég átti fósturbróður, sem foreldrar mínir höfðu tekið að sér, og hann var eins og aðskotadýr í tvennum skiln- ingi í okkar friðsæla reit. Það fór snemma að bera á slæm- um tilhneigingum hjá hon- um; hann varð fíkinn í að spila og drekka. Þar á ofan var liann ólieiðarlegur. Öllu því, er faðir minn kostaði til lians, var eins og kastað á glæ. Hann var latur og sótti slæman félagsskap. Það er sárt að þurfa að segja þetta, en það verður að fylgja því, sem ég verð að segja frá, því að saga þessa bróður míns fléttaðist á raunalegan hátt inn í mína sögu. Kruse varð orðfall um stund og hann greip um hönd konu sinnar. — Svo var það eitt sinn, að ég fékk bréf frá þessum bróður mínum, þar sem liann sagði mér, að faðir minn væri kominn í fjárþrot. Vinur lians einn hafði lent í fjárhagsvand- ræðum og faðir minn gengið í ábyrgð fyrir hann, og á þann hátt misst allt, sem liann átti. Tveim dögum seinna fékk ég svolátandi símskeyti: „Símsendu þrjú þúsund krónur, annars ekki liægt að forða föður okkar frá smán“. Þér munuð geta því nærri,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.