Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Síða 22

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Síða 22
178 HEIMILISBLAÐIÐ að þessi áföll hvort ofan í annaft’ voru aft fara með mig, einkum liið síðara. Pabbi smánaður! Hinn heið- virði og góði faðir minn, sem ekki mátti vamm sitt vita og þekktur að því af öllum, orð- inn sér til minnkunar. Þá hugsun þoldi ég ekki. En gat þetta verið eannleikur? Var þetta ekki misskilningur eða ýkjur? Bróður mínum var nú ekki alltaf treystandi. Eg símaði þá föður mínum og spurðist fyrir um þetta, hvort þetta væri svo í raun og veru, og fékk það svar, að því miður væri það svo. Hvernig mér leið þann dag get ég ekki lýst, en hvað sem um það var, varð að bjarga pabba, og hvað sem það kost- aði. En hvernig? Ég liafði sparað saman eitt þúsund krónur, en livar átti ég að fá það, sem á vantaði? Ég var nýkominn til New York og þekkti engan mann, sem ég gæti leitað til. Hver mundi lána óþekktum manni tvö þús- und krónur út á ráðvendnisvip lians einan saman? Mér tókst að skrapa saman átta liundruð krónur lijá sam- starfsmönnum mínum í bank- anum, en hitt gat ég hvergi fengið. 1 þessum vandræðum mínum reyndi ég livert ör- væntingar-úrræðið af öðru, — leitaði til manna, sem ég ann- ars liefði blygðazt mín fyrir að biftja um lán, en mér var vísað frá einum til annars. Loks liitti ég danskan mann, sem var fús til að lána mér það, sem vantaði, en hann gat það ekki fyrr en eftir þrjá til fjóra daga. Hvað átti ég til bragðs að taka? Mér var ómögulegt að bíða. Faðir minn, smáninni of- urseldur, var stöðugt efst í huga mér. Öttinn og kvíðinn höfðu þegar gert mig ærð- an, svo að ég vissi að lok- um varla hvað ég gerði. Ég ranglaði um göturnar eins og drukkinn maður, en allar hugsanir mínar hringsnerust í höfði mér, en staðnæmdust þó stöðugt við þetta: — Ást- kær faðir minn öreigi og æru- laus. — Ég ráfaði í þessu rangli mínu inn í bankann og inn í skrifstofu mína, aðeins til að vera í næði örlitla stund. Kruse þagnaði andartak og horfðist í augu við konu sína, og var það lionum eins og svaladrykkur úr uppsprettu- lind. Svo hélt hann áfram: — Herra etatsráð, — leyfist mér að segja það við yður — djöfullinn er til. Það reyndi ég á þessari stundu. Og ég var vopnlaus, því að ég þekkti ekki Guð. Öll þau manngæði, sem í mér voru, — allt liið göfugasta og bezta, sem mér liafði verið gefið — megnaði ekki að varðveita mig á þess- ari skelfingarstundu. Skyndilega var ör frá hel- víti skotið í hjarta mitt — nýrri hugsun, gersamlega fjar- lægri mínu unga og hre'ina hugarfari, og svo illri, að ég nötraði allur eins og hrísla, en þó svo ísmeygilegri og tæl- andi hugsun, að liún blind- aði mig á þessari veikleika- stund, svo að ég gat henni ekkert viðnám veitt. Peningarnir eru þarna — inni í skápnum — sem geta bjargað föður þínum frá skömm og smán. — Taktu þá að láni — aðeins þrjá—fjóra daga — svo er allt í lagi. Peningarnir voru sendir. Seinna, þenna sama dag, komu endurskoðendurnir, — alveg óvænt, og ég var settur í fangelsi. Ég get ekki lýst því, livem- ig mér leið komandi tíma. Það var ekki eingöngu smán- in og hegningin, heldur og hitt, að yiku seinna fékk ég tilkynningu um að fósturbróð- ir minn hefði strokið með féð, og að símskeyti lians hefði verið uppspuni. Það var að vísu satt, að faðir minn var gjaldþrota og varð það lians bani. Hann andaðist nokkr- um klukkustundum síðar af hjartaslagi. En það var ekki um neina vansæmd að ræða að því er hann snerti. En vegna dauða hans, gat þessi bróðir minn veitt símskeyti mínu viðtöku og svarað í lians nafni. Gerner hafði setið lireyfing- arlaus undir frásögninni, en tók að ókyrrast undir síðasta hluta liennar. Þegar Kmse þagnaði andartak, spurði hanu skyndilega: — ^TÍét faðir yðar nokkru öðm nafni en Kruse? — Faðir minn hét alls ekki Kruse. Hann hét Möller. Ég skipti um nafn, er ég fór til Norðurálfunnar aftur. —• Möller, já, — ég skil — haldið þér áfram, sagði Gerner eins og ekkert væri. — Ég var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Ó, hve ég kvaldist. Þegar mér verður liugsað til þess tíma, finnst mér það vera alveg einstök

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.