Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Page 4

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Page 4
76 heimilisblað1*1 sögnum; hann las þær -annað- hvort eða hlýddi á þær sagð- ar, er hann var barn, og þeg- ar hann stækkaði, skrifaði hann þær sjálfur og teiknaði myndir í þær. Honum var mikil raun að því að eignast engin börn, en hann þreytt- ist aldrei á því að leika við börn annarra, teikna karla fyrir þau, segja þeim ævin- týri og leika allar mögulegar listir. Þegar móðir ein, sem hafði miklar áhyggjur út af menntun sonar síns, spurði hann, hvort hann hefði lært nokkuð, er hann var boðinn í te til Chestertons hins mikla, fékk hún þetta svar: ,,Nei, en þú hefðir átt að sjá hann Gil- bert, þegar hann greip boll- urnar á lofti með munnin- um!“ Hann vildi alltaf laða fram hið ótruflaða, hug- myndaríka barnseðli hjá mönnum, og þegar hann átti að útskýra tilveru Guðs fyrir þeim náttúruvísindamönnum samtíðar sinnar, sem héldu því fram, að lifandi máttur ætti sér engan stað í alheim- inum, þar eð hann væri bund- inn órjúfanlegum lögmálum einum saman, hrópaði hann: „Lítið til barnanna! Það er einmitt ofgnótt þeirra af lífs- orku, sem veldur því, að þau óska þess, að hlutirnir endur- taki sig í óbreyttri mynd. „Gerðu það aftur“, er hið sí- fellda viðkvæði þeirra, og fullorðni maðurinn gerir það aftur, þangað til hann er næstum því örmagna, því að fullorðið fólk er ekki nógu sterkt til þess að njóta fá- breytileikans. En ef til vill er Guð nógu sterkur til þess að hafa ánægju af tilbreytingar- leysinu. Ef til vill segir Guð á hverjum morgni „gerðu það aftur“ við sólina og á hverju kvöldi „gerðu það aftur“ við tunglið!“ Hann var mikið út af fyrir sig í skólanum, og höfuðvið- fangsefni hans voru 1 því fólgin að teikna hvar sem auðið var í bækur sínar skop- teikningar af kennurum, áber- andi stjórnmálamönnum og atriði úr leikritum Shakes- peares. Hann var stórvaxinn, hirðuleysislegur og ótrúlega klunnalegur og viðutan, og var hann því mjög ólíkur fé- lögum sínum, bæði andlega og líkamlega. Hann gleymdi öllu „en þó leysir hann starf sitt vel af hendi, þegar hann man eftir því; hann ætti að vera í vinnustofu listamanns en ekki í skóla“, segir yfir- kennarinn í bekknum hans um hann, þegar Chesterton er 13 ára, og þrem árum síðar eru ummælin þessi: „Mjög hugs- unarlaus en mjög skynsam- ur“. En hann tók sig til og varð formaður málfundafélags skólans og skrifaði í hvert einasta tölublað málgagns fé- lagsins, sem Umræður nefnd- ist. Þegar skólafélagar hans héldu til Oxford og Cam- bridge, fór Chesterton í mynd- listarskóla og sótti jafnframt því bókmenntafyrirlestra í háskólann í Lundúnum. Þá virðist hann enn hafa fengizt mest við kappræður og rök- ræður, þar til honum loksins datt í hug að skrifa niður hugsanir sínar. Hann gerðist blaðamaður og taldi sig alla ævi síðan blaðamann, hvað sem leið öllum afrekum ha*1 á sviði ljóðagerðar og srr>a sagna. „Blöðin“, segir haP11 Q0 „eru skóli örðugleikanna hinnar þungbæru auðmýhta' Þau eru mesta afrekið, seI nokkru sinni hefur komið B1^ ir augu manna, án þesS nafns höfundar þess hafi vel ið að nokkru getið, síðan hjn^ ar miklu kristnu dómki''hiu voru reistar". Það er fátt um nákv^1 tímamörk í ævisögu Chest^ tons. Hann vissi sjaldan sla ur, hvaða dagur var. Hao11 di sendi vini sínum svohljóðan leið símskeyti og borgaði nm fyrir svarskeyti: „Var Pa kvöld, sem ég átti að hein sækja þig eða hvenær?1 Sval" ið var á þessa leið: „Ekkj^ dag, sem er þriðjudagur, he ur á miðvikudaginn kemn' Hann mætti ekki, þegar han11 ha’11' sé'' sv°' tröoft' átti að flytja fyrirlestra gíeymdi þeim eða lét aka á þveröfugan stað. Enn el símskeyti frá honum, hljóðandi: „Er í Harbor Hvar á ég að vera?“ Bak j það felst sú staðreynd, að V skipti hann litlu sem e „p máli, að hann flutti árið 1' ^ frá Lundúnum til BeaC°n( field. En hins vegar vi> ^ annað hafa orðið þyng’a •* metunum, sem sé það, ao 1901 kvæntist hann Fi'an Blogg. Hún virðist hafa íe $ þýðingarmiklu hlutverki 1 enda þótt svo vl1- j hans, sem hann hafi aldrei veP sí»' heima, heldur eytt öllum ^ um stundum á litlu knæP ^ um við Fleet Street og St>‘ , , fgflO götur blaðanna og utge> ^ anna og neytt þar °ls

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.