Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Side 21

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Side 21
Heimilisblaðið 93 HEFND FANGANS Framhaldssaga eftir Max Brand llVERNIG svo sem á því stóð ■*■ hélt Destry niður í aðalgötu ^jarins. Um leið og hann ætlaði a® ganga inn í „Last Chance" varð tJud Cross á leið hans. Dud kom slangrandi út, þegar Destry nálg- aðist dyrnar. '— Þú ert byrjaður að flakka ain aftur, róninn þinn! hrópaði Cross. Þú ættir heldur að snáfa i'oim til þín! Eða ertu kannske a® bíða eftir þvi að fá verðskuld- aða ráðningu hér í Wham ? Hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann gaf Destry kjaftshögg °g hrakti hann að tjóðurhæli. ^ar stóð hann eins og dauðadæmd- Ur maður, og árásarmaðurinn, hinn °ivaði Dud Cross, bjó sig undir að tlrekja andstæðing sinn á flótta. Það var hreinasta tilviljun að sheriffann bar þar aði Ding Slater tuk í hnakkadrambið á Cross og °taði að honum vísifingrinum eins °g hann héldi á skammbyssu. — Hypjaðu þig heldur heim sjálfur! sagði hann, og Dud Cross i^ddist út í myrkrið. Sheriffinn sneri sér að Destry. ^ann fann bæði til meðaumkunar °8 andstyggðar með þessum manni. ' Harry, sagði hann. Vertu ekki Sa kjáni að sýna þig hérna úti. Ég skal gefa þér heilræði. Farðu held- Ur heim. Heyrir þú það? ~~ Ja-á, sagði Destry lágt, ja-á, é5 geri það. Hann horfði á sheriffann stórum, Jálparvana augum. Ding Slater h°ldi það ekki. Hann snerist á asli 0g gekk niður götuna. í hljóði °rdaemdi hann réttarfarinu í bæn- nm. Destry gekk hægt áfram, rétt 6lns 0g hann væri dáleiddur, opn- aði dyrnar að veitingahúsinu og gekk inn. Það var margt um manninn þar inni. Hópur manna var við barinn, og allra augu litu til dyranna, um leið og sá nýkomni gekk inn. En svo litu allir undan og sneru við honum bak'^u! Hann virtist sljór og skilnings- laus. Um leið og hann settist við innri barendann, þrýsti hann sér upp að veggnum, bað um glas, en gleymdi að bragða á því. Margir af þessum mönnum höfðu drukkið og drabbað með honum í gamla daga. Nú fundu þeir til meðaumkunar með þessari föllnu hetju. Það kom næstum því guð- ræknissvipur á andlit þeirra, ef þeim varð litið á Destry. Og það leið ekki á löngu, unz einn og einn maður fór að tín- ast burtu. Það voru til fleiri stað- ir í Wham, þar sem hægt var að drekka, án þess að hafa Destry fyrir augunum og vera stöðugt vitni að niðurlægingu hans. Gestgjafinn var tilfinninganæmur maður, og auðvitað varð hann ergilegur, þegar hann sá að tekjur kvöldsins virtust ætla að dragast stórlega saman. Hann hagnýtti fyrsta tækifærið sem gafst til að hvísla að Destry: — Þú verður að drekka út og koma þér svo burtu! — Allt í lagi, sagði Destry. Hann horfði á hann með auðmjúkum, óskiljanlegum svip. Maður einn við hinn enda bars- ins hrópaði til gestgjafans: — Láttu hann vera, hann er ekki með öll- um mjalla! — Mér verður leitt af að sjá hann, sagði gestgjafinn og fékk sér þre- faldan skammt og borgaði fyrir hann með því að strika í kassabókina. Maðurinn, sem talað hafði við hinn enda borðsins, flutti sig til Destrys og fór að ræða við hann. — Mér er sagt að Wendell sé hér í bænum? sagði Destry. Hvar skyldi hann búa núna? — í stóra húsinu með greni- trjánum fyrir framan. — Einmitt. Orrin býr þar skammt frá ? — Nei, Orrin er fluttur. Hann býr niður við fljótið, vinstra meg- in við brúna. Cleeves á húsið, sem Orrin átti. — Einmitt, Cleeves var góður vinur Williams. — Þeir hafa alltaf verið góðir vinir. — Er Williams alltaf hérna í bænum ? — Já, hann er hér alltaf. Hann leigir herbergi á Darlington-hóteli, þar sem . . . Hann hætti í miðri setningu með glasið á lofti. Destry sneri sér við og horfði i sömu átt og sessunautur hans. Og það er ómögulegt að segja, að það væri skemmtileg sjón, er blasti við honum í dyrunum. Ogden- bræðurnir spörkuðu upp hurðinni og rigsuðu inn í salinn. Og þeir voru ekki fyrr komnir inn fyrir þröskuldinn en þeir komu auga á Destry, og þeir litu ekki af hon- um, heldur gáfu honum stöðugt gætur. Sumt liggur eins ljóst fyrir og að dagur kemur á eftir nótt. Þeg- ar elgsdýr er fast í snjónum og úlfurinn situr í leyni með lafandi tungu, þá þarf engan speking til að spá því, að sá síðarnefndi muni brátt éta nýtt kjöt. Og það lá ljóst fyrir, þegar Ogden-bræðurnir birtust í dyrum veitingahússins, að þeir voru komnir til að gera út af við Destry! Áttundi kapítuli. GDEN-BRÆÐURNIR gengu að barnum og báðu um viskí. Destry sat kyrr í horni sínu, þög- ull og dreymandi með opin, sljó augu. Gestgjafinn virti hann fyrir sér með augum læknisins, er þekk-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.