Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Page 23

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Page 23
HEIM'I lisblaðið 95 ^enn og skœðir morðingjar, en Svo skorti ykkur hugrekki, þegar a hólminn er komið? Var hann hræddur þessi maður? Pölt andlitið skipti um lit, nasa- v*ngirnir þöndust út. Úr augum Destrys brann eldur, og áhorf- endurnir hörfuðu lengra upp að Veggnum. ^að kenndi enginn lengur í brjósti um þennan mann, bræð- Urnir voru miklu fremur brjóst- nnikennanlegir. Þannig var loftið rafmagnað, unz Clarence Ogden skrækti eins og gönaul kerling: — Eg skal jafna um þig, böiv . . . ^ann var dauður, áður en hann öafði sagt blótsyrðið til enda. Des- try hafði dregið upp skammbyssuna Ur brjóstvasa sínum og hleypt af. Clarence missti fótanna og féll affam. '— Ég ætlaði, tautaði hann með 'ágri röddu, eins og hann væri að gefa skýringu. Svo hné hann hægt ut af eins og fatahrúga. Enginn tók éftir síðustu orðum öans. Bróðir hans hafði tekið upp n'arghleypu og hleypt af. En hann varð broti úr sekúndu of seinn. Des- try hleypti af öðru skoti sínu, og Jud Ogden riðaði og féll með dynk að veggnum. Hann reyndi að ^rölta á fætur eins og froskur á 'andi og samtímis leitaðist hann v>ö að ná marghleypu sinni, sem öann hafði misst á gólfið. úestry sló hann í höfuðið með ^arghleypuskeftinu og beygði sig vt*r hann. Jud lá kyrr. Hin stóra öönd hans lá á gólfinu, hann tók 1 öana, en hún var máttlaus. Lík- at«i hans var allur máttvana og ^reyfingar]aus Eestry stóð á fætur. Úann sagði við vitnin, er stóðu e’ns og límd upp við vegginn: ®g býst við, að þið hafið allir ég gat ekkert gert til að þetta, drengir. Ég var varn- arlaus. Þeir voru hingað ltomnir tlt að taka mig af Jífi, eins og þið vitið! Mér þykir þetta ákaflega eiðinlegt! Hann gekk til mannsins, er stóð y2f - 1 röðinni, næst dyrunum. " Þekkir þú Jerry Wendell? að öindra — Já, mælti maðurinn. — Hvar býr hann? Segðu mér það. Ég hef gleymt því. Maðurinn sagði það stamandi, og Destry gekk til dyranna. Hann sneri sér við hjá dyrunum og leit á mennina tvo hreyfingar- lausa á gólfinu. Svo hló hann! Þeir, sem heyrðu þennan hlátur mundu aldrei gleyma honum. Hljómur hans var slílcur. Svo 'fór Destry út í myrkrið. Gestgjafinn var fyrstur til að átta sig. Hann hljóp að símanum og greip heyrnartólið. — Eitt hundrað fimmtíu og átta, fljótt í hamingjunnar bænum! Enginn af áheyrendunum hreyfði legg né lið. — Ert það þú, Wendell? Þetta er i Last Chance. Ogden-bræðurnir komu hingað til að heimsækja Destry. En þeir eru báðir dauðir, já. steindauðir! Hann er á leiðinni til þín! Þú verður að flýta þér úr bænum! Hann er breyttur. Þetta er ekki gamli Destry. Hann er orðinn að djöfli, tiu sinnum hættulegri en áður! Wendell, flýttU þér úr bænum! Níundi kapítuli. ÞAÐ vár góður vani, sem Benja- mín Dangerfield hafði tamið sér frá fyrstu tíð að fara snemma á fætur. Sólin var ekki komin upp. þegar hann sat við morgunverðar- borðið ásamt dóttur sinni. — Ég hef vist ekki sýnt þér nýja jakkann minn. sagði hann, stóð á fætur og sneri sér í hring fyrir framan hana, um leið og hann stakk upp í sig bita af svíns- læri. Hvernig fer hann mér? — Mjög vel, sagði Charlotte. Niður að hnjám lítur þú eins glæsi- lega út og fjárhættuspilari. En faðir hennar var í venjulegum blá- um verkamannabuxum og á fót- unum bar hann stór reiðstígvél, er ennþá voru eins og þegar þau komu frá verksmiðjunni. Dangerfield settist aftur. — Það skiptir engu máli, hvern- ig ég lít út undir borðum, það eitt skiptir máli, hvernig ég lít út að ofanverðu. Hann slétti úr slifsi sinu á með- an hann talaði og strauk vandlega með fingrunum yfirvararskegg sitt. — Einmitt, sagði stúlkan. Ég er meðmælt öllu því, er hefur hag- nýta þýðingu. Það mundi ekki vekja hrifningu hjá hundunum undir borðinu, ef þeir ættu að þefa af klæðisbuxum. Sama máli gildir um köttinn. — Segjum, að mann langaði til að fara á hestbak, sagði faðirinn. Ætti það við að vera þá í fínum buxum ? — Nei, síður en svo, svaraði hún. Þær yrðu allar hárugar. — Eða ef maður yrði þreyttur á göngu og langaði til að setjast niður, mundi maður þá setjast á jörðina í sparibuxunum ? — Nei, síður en svo. — Og svo hæðist þú að mér, sagði hann. En við vorum að tala um hunda. Mér dettur flekkótti veiðihundurinn í hug. Ég hef'ekki séð hann í morgun. — Hann liggur sjálfsagt við fóta- gaflinn á rúminu þínu, svaraði hún. Þú hefur líklega sett teppið ofan á hann, um leið og þú stóðst upp. — Það hef ég líklega gert, sagði hann. Mose, farðu og gáðu að hundinum. Mose hlýddi og fór. — Þú ert eitthvað svo dauf í dálkinn, .mælti Dangerfield. Þú gaétir þó rétt mér maísbrauðið. Það er orðið kalt! Ég fer inn i eld- húsið einhvern daginn og slæ einn af negrunum í rot, ef þú lætur þá eklii taka sig á þegar í stað við eldamennsliuna. — Hvernig á ég að fara að þvi? spurði stúlkan. Ég hef sagt Elijah hengilmænunni upp sex sinnum, og þú hefur alltaf tekið hann aftur! — í þessari fjölskyldu eru negr- ar ekki reknir sem betur fer, sagði Dangerfield. — Hvers vegna ertu þá að rífast yfir því, þó maturinn sé ekki eins matreiddur og þú óskar eftir? — Það er ekki karlmönnunum í eldhúsinu að kenna, heldur kon- unum. — Ég hef líka sagt heimsku Maríu að fara, mælti Charlotte, en ég get ekki annað en aumkast yfir

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.