Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Síða 28
100 HEIMÍLISBLAÐI*1 lega, og honum varð hugsað til þeirra tilrauna, er hann gerði til að verja litlu telpuna. — Það er rétt af þér, dreng- urinn minn, og segðu mér nú hvernig á því stóð, að þú féllst í skurðinn. — Ég skal segja þér það, sem ég get, en ég bið þig að biðja mig ekki að segja meira. Var það ekki rétt af mér, mamma, að lemja stóran strák, sem ekki vildi hætta að mis- þyrma lítilli systur sinni ? Hann hrinti mér ofan í skurð- inn. Það er nú öll sagan. Ég held enn, að ég hafi gert rétt, mamma, í því að verja litlu telpuna, en mér finnst það ekki rétt af mér að segja frá því, hver drengurinn var, heldur þú það ekki líka? Mamma hans gat ekki sam- sinnt honum í því, að hann hefði þurft að berja drenginn, en hún vildi ekki segja það við hann núna. Hún dáðist að hugrekki drengsins síns með sjálfri sér, er sýndi göfugt hug- arfar sitt í þessu, og bað hann að reyna nú að fara að sofa. Þegar hann vaknaði síðar um kvöldið, sá hann, að Leon- hard hafði læðzt inn til hans og stóð við rúmið og horfði á hann. — Mér fannst þú ekki vera nærgætinn að koma ekki á móti mér í kvöld, sagði Albert í hálfnæmingi. Ég hélt að þér væri orðið alveg sama um mig. Fyrirgefðu mér þetta, Leonhard. — Við héldum, að þú værir um kyrrt hjá prestinum. Ó, Albert, hvernig gaztu ímynd- að þér, að mér væri sama um þig? Veiztu ekki, að ég vildi •gjarnan deyja -— ég væri fús til að lofa Bom að skjóta mig aftur og aftur, ef það gæti gef- ið þér fótinn þinn aftur. Þegar ég hugsa til þess, hversu þið hafið öll verið góð við mig frá því fyrsta að ég kom hing- að og hvernig ég svo gerði þér ævarandi tjón, get ég ekki ann- að en hatað sjálfan mig. Ég þoli alls ekki að hugsa um þetta------. Um leið og hann sagði þetta, brast hann í sár- an grát. Albert lagði höndina á öxl hans og sagði: — Fyrirgefðu mér, ég skal aldrei framar ímynda mér að þér sé sama um mig, og nú skal ég segja þér nokkuð. Þú skalt gerast hermaður og keppa eftir að líkjast hetjum þeim, sem við höfum lesið um í sögum. Þú átt að berjast fyrir okkur báða og þá skiptir það litlu, hvort ég er þar með eða ekki. — Já, það vil ég gera, svar- aði Leonhard og brosti í gegn- um tárin. Á hættustundum ætla ég að segja við sjálfan mig: Nú verð ég að sýna hreysti og hugprýði, og berjast fyrir okkur báða, mig og Al- bert. — Já, það er einmitt rétt, sagði Albert þreytulega. Nú skaltu fara, góða nótt. Leonhard sneri til dyranna, en áður en hann náði þangað, sneri hann við og sagði hug- hreystandi: — Ég held að þú verðir hetja, eins og hún frænka var að tala um, Al- bert, já, ég er alveg viss um það, sagði hann af sannfær- ingu. Og ég held það í raun og veru, að þegar á allt er litið, séu þess konar hetjur beztu hetjurnar, samt sem áður. Góða nótt og sofðu rótt. En það var nú eitthvað ann- að en að svefn Alberts vsei'' rólegur. Hann talaði upp U1 svefninum alla nóttina urU hnefahöggin, sem Tómas hafði látið dynja á honum, og ulU það, hvernig hann hefði fallið ofan í hina votu og köldu gröf- — Láttu mig í friði, Tónias. æpti hann, þegar móðir hans laut niður að honum til kyssa hann, og þá vissi hun þegar, hver hafði hrundið hon* um ofan í skurðinn. V. Að bera krossinn. Albert fékk langvarand' sótthita upp úr þessu, sen1 ekki var heldur undarlegt eft' ir að hafa legið jafnlengi 1 þessari votu gröf. Sjúkdómurinn var lang' dreginn og erfiður viðfangs> og óþolinmæði ásótti dreng' inn, þó að hann reyndi að berjast gegn henni af frernsta megni. Móðir hans annaðist hann af nærgætni og ua kvæmni allan þenna tíma kenndi honum að leita hjálp ar hjá Jesú, sem sjálfur val reyndur í öllu, eins og við, eU þó án syndar. I hjarta ungl ingsins tendraðist því sman1 saman innilegur kærleikur ti frelsarans. Foreldrar hans sátu stund um bæði inni hjá honum komst hann þá á snoðir uu1' af samtali þeirra, að ÞaU höfðu áhyggjur að bera, seU1 þau leituðu með til Drottin3,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.