Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Qupperneq 29

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Qupperneq 29
101 HEIMILISBLAÐIÐ Willén var bóndi, en upp- skerubrestur hafði verið síð- Ustu árin, og þar að auki kafði hann orðið fyrir tjóni a annan hátt, svo að hann atti i nokkrum f járhagsörðug- ^ikum um þessar mundir. Þá var það einn daginn að ^ibert sagði: — Pabbi, þegar eg er orðinn stór, ætla ég að kappkosta að innvinna mér sern mesta peninga handa svo að hún geti alltaf fengið það, sem hún tarf með. Nei, er það satt? sagði faðir hans brosandi. Má ég spyrja, hvað þú ætlar að ^eSgja fyrir þig? k*á kom áhyggjusvipur á A-lbert. — Ég get ef til vill °S líklegast ekkert unnið, þar sem ég er orðinn örkumla, — nei. því er nú miður, sagði kann dapur og röddin titraði. O, jú, það getur þú sennilega, ef þú hefur fullan ug á því, svaraði faðir hans ughreystandi. Sagði hann Slðan drengnum sínum frá ^Pisurn mönnum, sem bundn- lr kefðu verið við heimili sín Sekum fötlunar eða veiklun- ar líkamans, en samt afrek- rneira til gagns fyrir sam- ^ sína og framtíð en hetj- UrPar miklu, sem ollu dauða °S eyðileggingu á vígvöllun- uPi. Albert hlýddi glaður á frá- s°gn og ummæli föður síns, °g augu hans ljómuðu. — Ég líka að reyna að gera . ltthvert gagn, sagði hann svo kljóðri alvöru. ^ Já, með Guðs hjálp, 1 eilgurinn minn. Minnstu ess ávallt, að kraftinn til þess að gera hið góða, fáum við frá honum. — Já, með Guðs hjálp! endurtók Albert og glitruðu tár í skíru augunum, sem nú mættu augum föðurins með trúnaðartrausti. Oft varð Albert hugsað til þessa samtals þeirra feðganna á þeim löngu dögum, sem hann varð að dvelja innilok- aður í herbergi sínu. Þá hafði hann nægan tíma til íhug- unar og þróaðist þá hjá hon- um sú ákvörðun, að verða öðrum til gleði og uppörvun- ar, þegar hann yrði fulltíða maður. Honum batnaði smám sam- an og vonaði að geta bráð- lega haldið námi sínu áfram hjá Pettersen presti. Honum fannst, að hann hefði nú enn frekari ástæðu til þess en áð- ur, en þegar að því kom, hindraði langvarandi óveður og fannkyngi hann í því, því að allir vegir urðu ófærir vegna snjóa. Hann gat því ekki hugsað til að fara neitt fyrr en veður batnaði og veg- ir yrðu greiðfærari. Þetta varð honum þung raun, eink- um vegna þess að Leonhard og Dóra gátu skemmt sér við að veltast í mjúkum snjón- um, fara á skíðum, byggja snjóhús o. s. frv. Vesalings drengurinn barð- ist hraustlega gegn því að láta hugfallast, eða hryggja for- eldra sína með hugarvíli og kvörtunum. Þó bar það við, einstaka sinnum, er hann var einn, eða yngstu systkinin voru inni hjá honum, að hann lét bugast af sorg sinni. Atti hann aldrei að geta leik- ið sér með öðrum drengjum? Hann þreyttist mjög við sí- felldan lestur, og hann þreytt- ist líka á því að mála og teikna. Auk þess fannst hon- um litlu börnin barnaleg og þreytandi. 0, hve hann þráði sleðann og skíðin. Svo var það einn daginn, er hann var að gráta í hljóði að móðir hans kom inn til hans svo hljóðlega, að hann varð hennar ekki var fyrr en hún lagði hendina á kollinn á hon- um og hvíslaði blíðlega í eyra hans: — Þykir þér þetta þung- bært líf? Albert fól andlitið í hönd- um sér og hágrét. — Þú undrast líklega, hvers vegna Guð leggur á þig svona þungan kross? sagði hún. — Já, mamma. Móðir hans settist hjá hon- um, hallaði honum blíðlega upp að sér og mælti hæglát- lega: — Ég held, að dýrmæt- ur frelsari okkar viti hverjum hann má treysta í því að bera mótlætiskrossinn með þolin- mæði. Honum var kunnugt, að þú óskaðir að verða hetja, og nú vill hann gefa þér tæki- færi til að sýna, að þér hafi verið alvara að því er ósk þína snerti. — Mér hefur alltaf þótt svo gaman að hlaupa og leika mér, svaraði Albert — Vesalings drengurinn minn! Móður hans sveið í hjarta vegna ógæfu drengsins, yndis hennar og eftirlætis. En þá fyrirvarð Albert sig fyrir að hafa orðið til að hryggja móður sína.— Gráttu ekki, mamma, sagði hann.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.