Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 10

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 10
söluaðferðir, sem hafa eyði- lagt marga góða mynd. Mynd- in „Óboðinn gestur í rykinu“ frá MGM er sígilt dæmi um stórmyndir, sem ekki ná hylli fólksins. Eflaust hefur það valdið því, hversu fór, að myndin var frumsýnd á Broadway-kvikmyndahúsi, þar sem hún fann ekki náð fyrir augum hinna venjulega gesta. Ef hún hefði verið sýnd í ,,lista“-húsi og orðið fólki að umtalsefni, mundi hún varla hafa orðið dæmi um listræn- an sigur samfara fjárhagsleg- um ósigri. ,,Lista“-húsin geta ekki leyst öll þau vandkvæði, sem á vegi kvikmyndanna verða. Það eina, sem við vitum, er, að þau munu tryggja áfram- hald kvikmyndasýninga fyrir hugsandi fólk og um leið verja kvikmyndaiðnaðinn gegn ó- réttmætri gagnrýni manna þess efnis, að hann bregðist menningarhlutverki sínu. Það er mikilvægasta viðfangsefni hvers kvikmyndaframleiðanda, og það atriði, sem ætti að krefjast næstum því allra starfskrafta hans, að uppfylla óskir sýningargestanna og halda framleiðslu sinni á eins háu menningarstigi og unnt er. Hann ætti að gera allt, sem i hans valdi stendur, til þess að efla listagildi myndanna al- mennt. ,,Lista“-húsin eru hvatning til þess að gera til- raunir í þá átt, þar eð þau draga að verulegu leyti úr fjárhagslegu áhættunni. Margar góðar myndir hafa misheppnazt af því, að efni þeirra var ekki nógu ljóst. Efni ,,Hamlets“ og „Hinriks fimmta“ var tekið beint úr leikritum Shakespeares, en þær voru jafn spennandi og leynilögreglumyndir. Sú var tíðin, að ,,lista“- húsin byggðu starfsemi sína eingöngu á erlendri fram- leiðslu, og var það stuðningur þeim skoðunum, að Holly- wood-myndirnar væru mikl- um mun lakari en þær, sem framleiddar voru í Evrópu. Sannleikurinn er sá, að út- gjöld evrópiskra framleið- enda eru mjög lág. Nokkur smáfélög í Evrópu eru fær um að framleiða einstakar mynd- ir, sem frábærar eru að lista- gildi. Amerísku félögin verða að glíma við geysihá útgjöld og verða þess vegna að fram- leiða myndir, sem falla í geð þorra kvikmyndahúsgesta. En þessi skoðun varð að láta algerlega í minni pokann fyrir Stanley Kramer, hinu nýtilkomna undrabarni ame- rískra kvikmynda, sem fram- leiddi myndirnar „Kappinn" og „Heimkynni hetjanna“. Með þeim færði hann sönnur á, að það er einnig hægt að framleiða ódýrar kvikmyndir í Hollywood. Þessar myndir kostuðu, hver um sig, um eða innan við 400 000 dollara, og er það mjög lágur framleiðslukostn- aður nú á tímum, og saman- lagt urðu tekjurnar af þeim 1000 000 dollara. Og það voru ekki ,,lista“-húsin, sem öfluðu Kramer þessara pen- inga. Hægt er að setja upp athyglisverða reglu fyrir hagn- aði af kvikmyndaframleiðslu. Ef kvikmynd á að bera sig, verða tekjurnar af henni að vera framleiðslukostnaðurinn margfaldaður með 1.9, þegar kópíurnar hafa verið sendar til umboðsmannanna. Kramer varð því að fá inn 750 000 dollara fyrir hvora mynd, til þess að greiða tilkostnaðinn, og ætti hann að hagnast á myndinni, varð hann að afla henni mikillar útbreiðslu. At- hygli sú, sem myndum þess- um var veitt í ,,lista“-húsun- um, gerði Kramer mikið gagn, sem hann hefði annars orðið að vera án. Kramer vildi ekki eyða há- launuðum stjörnum, stórfeng- legum sviðsútbúnaði né lita- dýrð í myndir sínar, því að það hefði hækkað framleiðslu- verð þeirra um 600 000 doll- ara. Hann fór aðeins eftir gamalli leikhúsreglu — það er leikritið sjálft, sem á að vinna verkið. Kramer hafði fundið efni, sem náði tökum á fólkinu. Um það var fjallað á raunsæjan hátt, og fólkið kom hópum saman til að horfa á myndirnar. „Lista“-húsin hafa sín áhrif á „snobbað" fólk, og það hef- ur reynzt gróðavænlegt. Menn koma inn í kvikmyndahús með smekkleg málverk í for- dyrinu, og þar gengur stúlka um beina og ber mönnum kaffisopa. Menn eru nýbúnir að kaupa sér dýra aðgöngu- miða, en kaffilyktin kemur þeim i gott skap. Að því af- stöðnu eru menn leiddir í þægilegt sæti innan um úrvals kvikmyndagesti. Sýningin stendur yfir í tvo klukkutima, og menn neyðast ekki til að horfa á þriðja flokks hryllings- og morðreyf- ara eins og þá, sem sýndir eru í kvikmyndahúsum, er sýna tvær myndir fyrir einn og sama aðgöngumiða. Mönnum er sýnd mynd, sem einungis gáfuðu fólki er ætluð, og það er mönnum uppörvun að finna sig mitt á meðal manna, er standi á sama menningarstigi og þeir sjálfir. Árangur sá, sem ,,lista“- húsin hafa náð, sýnir það og sannar, að markaðurinn fyrir listrænar kvikmyndir er í vexti. [6] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.