Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 11
W. Somerset Maugham
SVO HAMINGJUSÖTVl -
í raún og veru hafði ég eng-
an sérstakan áhuga fyrir
Landon. Hann var meðlimur
í sama klúbbi og ég, og þar
höfðum við oft snætt hádegis-
verð saman. Hann var dóm-
ari við The Old Bailey, og það
á ég honum að þakka, að ég
fékk alltaf gott sæti í réttin-
um, þegar þar var á ferðinni
eitthvert mál, sem ég hafði
áhuga á. Hann var duglegur,
réttlátur dómari en nokkuð
harður í dómum sínum, og
bað snart mig stundum illa,
þegar hann ræddi með sinni
beiskyrtu fyndni um eitthvert
mál, sem hann hafði haft til
meðferðar.
Ég vissi, að honum féll vel
í geð að ræða við mig, en ég
hafði aldrei ímyndað mér, að
hann liti öðru vísi á mig en
hvern annan kunningja úr
klúbbnum. Þess vegna varð
ég mjög undrandi, þegar ég
fékk símskeyti frá honum, þar
sem hann' tilkynnti mér, að
hann ætlaði að dvelja á Riv-
ieraströndinni í leyfi sínu, og
hann langaði til að dvelja tvo
til þrjá daga hjá mér á leið
sinni til Italíu. Ég sendi sam-
stundis skeyti til baka, að
koma hans myndi verða mér
sérstakt ánægjuefni.
Daginn, sem hann kom, bauð
eg vinkonu minni, ungfrú
Grav, til miðdegisverðar. Hún
var komin af æskuskeiði, en
var bó ennþá mjög töfrandi.
Ég lét búa til framúrskarandi
góðan miðdegisverð. Þó að
ég ætti ekkert portvín handa
dómaranum, þá gat ég boðið
heimilisblaðið
honum úr flösku af ágætu
Montrachet og úr annarri af
ennþá betra Mouton Rotschild.
Mér til sérstakrar ánægju
naut hann þeirra beggja, en
þegar ég bauð honum cockt-
ail, hafnaði hann honum nærri
því gramur.
— Ég hef aldrei getað skil-
ið, sagði hann, hvernig fólk,
sem að öðru leyti virðist
nokkurn veginn siðmenntað,
getur haft þennan ósið, sem
ber ekki aðeins vott um
ómenningu, heldur er blátt
áf"am viðbjóðslegur.
Mér er þó óhætt að full-
yrða, að orð hans fengu
hvorki ungfrú Gray né mig
til að neita okkur um dálítið
af Martini.
Miðdegisverðurinn heppnað-
ist ágætlega. Hið ljúffenga vín
og skemmtilega skraf ungfrú
Grays verkuðu þannig á Land-
on, að ég hafði aldrei séð
hann jafn kátan og fjörugan.
Hann virtist una sér vel í ná-
vist kvenmanns. Aðskorni
kjóllinn, sem fór henni sér-
staklega vel, mjög smekkleg
hárgreiðsla, þó að eitt og eitt
hár væri orðið grátt, og smá-
frítt andlitið hjálpuðust að við
að gera ungfrú Grav töfrandi
fagra. Að lokinni máltíð dofn-
aði aðeins yfir dómaranum,
sem drukkið hafði eitt koní-
aksglas til viðbótar, en hann
skemmti okkur prýðilega í tvo
tíma við að segja frá frægum
málaferlum, sem hann hafði
haft til meðferðar.
Það kom mér ekkert á
óvart, hvað Landon var fljót-
[7]
-------------------------------
W. Somerset Maugham
er víöfrœgur ensk
■ur rithöjundur.
Hann hefur sk.rif-
a8 feiknin öll af
smásögum, skáld-
ritum, ferSusög-
um, leikrilum og
ritgerSum og er
dáöur um ullan
heim. Margir
gagnrýnendur álíta hann standa
í fremstu röS brezkra nútíma
höjunda. Kímni hans og kald-
hœðni er viSbrugSiS.
Margar skáldsögur hans hafa
verið þýddar á íslenzku, m. a.
frœgasta bók hans „Fjötrar“, er
hlotið hefur miklar vinsældir
víða um heim. Nokkur leikrit
hans hafa einnig verið leikin hér
á landi.
k.______________________________J
ur að þiggja boðið, þegar ung-
frú Gray bauð okkur til há-
degisverðar daginn eftir.
— Dásamleg kona, sagði
hann, þegar hún var farin.
Hvílíkt andlit, Drottinn minn!
Hún hlýtur að hafa verið mjög
lagleg, þegar hún var ung.
Hvers vegna hefur hún aldrei
gifzt?
— Hún segir alltaf sjálf, að
það sé vegna þess að enginn
hafi beðið sín.
— Þvættingur. Konur eiga
skilyrðislaust að giftast. Það
eru allt of margar konur, sem
þruma um kvenfrelsi. Mér
geðjast ekki að þeim.
f Tngfrú Gray bjó við St. Jean
í lítilli villu, sem sneri út
að sjónum. Það var um tvo
kílómetra frá húsi mínu við
Cap Ferrat. Klukkan eitt dag-
inn eftir ókum við heim til
hennar, og var okkur sam-
stundis boðið inn í dagstofuna.
— Þú munt verða undrandi
að heyra það, sem ég hef að
segja þér, sagði hún við mig
um leið og við komum inn.
Craigshjónin koma.