Heimilisblaðið - 01.01.1953, Page 13
ir mörgum árum, ef til
vill tuttugu árum. Þá hafði
Angelina verið gædd yndis-
þokka hinnar ungu konu og
Edwin verið ungur maður,
sem trúði á lífið og hamingj-
una. En þau voru bæði blá-
fátæk og gátu þess vegna ekki
gift sig. Samt litu þau björt-
um augum á framtíðina, von-
góð og hugrökk. Edwin ákvað
að fara til Suður-Ameríku og
vinna sig þar áfram, koma
síðan heim aftur, þegar hann
■væri orðinn ríkur og giftast
þá unnustu sinni, sem beið
hans þolinmóð. Það mundi
aldrei taka hann nema svona
tvö ár, hámarkið fimm. —
Hvað er það, þegar maður er
tvítugur og hefur allt lífið
framundan? Að sjálfsögðu
mundi Angelina búa hjá móð-
ur sinni á meðan.
t'n margt fer öðru vísi en
æt'að er. Þrátt fyrir að
Edwin vann baki brotnu, var
hann ekkert ríkari eftir fimm
ar, heldur en þegar hann byrj-
aði, og það var aðeins ást
hans á Angelinu og hin ást-
uðlegu bréf hennar, sem veittu
honum styrk til að halda bar-
attunni áfram. Hana langaði
r> ð koma til hans og taka
hátt í hinum erfiðu kjörum
hans, en hún gat ekki yfir-
gefið móður sína, sem átti við
rnikla vanheilsu að stríða. Það
var bví ekki annað að gera
fvrir bau en að vera þolin-
móð. Þannig liðu mörg ár,
Edwin var orðinn gráhærður,
°g Angelina var orðin ljót og
þrevtuleg. Henni var það
rnikið erfiðara, því að hún
hafði ekki annað að gera en
bíða. og einn góðan veðurdag
uoprrötvaði hún, að æska
hennar með hinu glaðværa
hrosi ov marp-víslegu tilhneig-
ingum var með öllu horfin.
HEIMILISBLAÐIÐ
Hún var farin að spyrja
sjálfa sig, jivort hann væri
ekki hættur að elska hana og
hvort hann kæmi nokkurn-
tíma heim aftur. Hún var oft
örvæntingarfull. Tíminn leið
— fimm — tíu — tuttugu ár.
Þá skrifaði Edwin, að allt væri
í lagi, og hann ætti næga pen-
inga, til þess að þau gætu lif-
að áhyggjulausu lífi, það sem
þau ættu eftir ólifað. Ef hún
vildi ennþá giftast honum, þá
mundi hann koma undir eins
heim. Þegar þau mættust eft-
ir að hafa verið svona lengi
fjarvistum, sá Angelina sér
til skelfingar, að Edwin var
eins unglegur og hann hafði
nokkru sinni verið. Að vísu
var hann orðinn gráhærður,
en það fór honum aðeins
betur.
Aftur á móti fannst henni,
að hún sjálf væri eins gömul
og Metúsalem, og hún bauðst
til að hætta við ráðahaginn.
Hann varð náfölur.
— Elskarðu mig ekki leng-
ur? hrópaði hann alveg nið-
urbrotinn.
Þá rann skyndilega upp
liós fyrir henni — ó, hvílík
sæla: —- Hún var hin sama
í hans augum og hún hafði
aUtaf verið.
S’ðan giftust hau.
— Ég trúi ekki einu einasta
orði af hessu. sacrði ég, þegar
unrrfrú Gray hafði ánægð lok-
ið sögu sinni.
— Eg er alveg sannfærð
um að þetta er dagsatt. sagði
hún, og ég efast ekki um, að
hau verða svona hamingjusöm
fram á elliár.
Á meðan ég sagði þeim
bessa skemmtilegu sögu, sem
var algerlega rUnnin frá hinu
auðuga ímvndunarafli ungfrú
Grays, biðum við eftir Craigs-
hjónunum.
— Hafið bér nokkurntíma
[9]
veitt því athygli, að þeir sem
búa mjög nálægt koma nærri
undantekningarlaust of seint?
spurði ungfrú Gray dómarann.
— Nei, það hef ég ekki
gert, anzaði dómarinn fýlu-
lega. Ég hef ætíð verið stund-
vís sjálfur, og ég ætlast til
þess sama af öðrum.
— Ég geri ráð fyrir, að það
sé tilgangslaust að bjóða ykk-
ur cocktail?
— Nei þökk, alls ekki cock-
tail.
— En ég á lögg af sherrý,
sem mér hefur verið sagt að
bragðist ágætlega.
Dómarinn tók flöskuna úr
hendi hennar og horfði á
vörumerkið. Bros lék um
þunnar varir hans.
— Þetta er vín, sem hæfir
menntuðu fólki. Með yðar
leyfi, má ég veita vínið sjálf-
ur? Ég hef ekki ennþá fyrir-
fundið þá konu, sem hefur
kunnað að skenkja vín í staup.
Maður á að halda um mittið
á konu, en um hálsinn á
flösku.
Á meðan hann sat og
dreypti á sherrýinu, starði
ungfrú Gray út um gluggann.
— Jæja, þarna kemur skýr-
ingin á því, hvers vegna þau
koma svona seint. Þau eru
að bíða eftir því, að barnið
komi heim!
Ég leit út og sá, að barn-
fóstran var að fara með vagn-
inn meðfram húsi ungfrú
Grays. Craig lyfti barninu upp
úr vagninum. Sá litli reyndi
að toga í yfirvararskeggið á
honum og bablaði látlaust.
Frú Craig, sem stóð við hlið-
ina á honum, fylgdist með
bessu af miklum áhuga og
brosti, svo að andlit hennar,
sem annars var ólaglegt, varð
geðþekkt. Glugginn var opinn,
svo að við heyrðum, hvað
hún sagði: