Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Síða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Síða 18
Við erum í straumþungu sundi, brimsorfin skarfafles til vinstri, aflöng eyja með hólum og grasivaxinni hæð til hægri. Upp yfir okkur gnæfir sykurtoppslagaður fjallsstrút- ur með mjótt halalagað nes í togi. Fyrir stafni er hrikaleg hamraey, dökkgrænar lunda- brekkur, hvítkrímótt fugla- björg hið neðra. Það er skammt til miða og enn er strekkings norðurfall. Karlinn leggur upp árarnar, strýkur sveitt ennið og réttir úr trölllerkuðu bakinu. — Undarlegur fjandi, að hinir skyldu ekki hreyfa sig. Það er þó veðrið til að rísla sér hér á brigsunum, og bar- ómetsstaðan, ekki er hún svo dónaleg. Þeir voru frakkari fyrir helgina eins og útlitið var þá, hríðfallandi loftvog og þessi fjárans gásagustur, taut- aði hann. Svo þreif hann vind- lausan kálfsskinnsbelg og blés hann lússteyttan. Við vorum komnir til miða. Lóðin var lögð í þrennu lagi. Hver eftir annan hurfu öngl- arnir í djúpið, þar sem gráð- ugur þorskurinn gein í ein- feldni sinni yfir agninu. Loks er dræsan komin í hafið. Við réttum úr kútnum, vörpum öndinni feginsamlega, því vanalega fylgir línulögn þreytandi erill, nöldur og jafn- vel gifuryrði. Enginn kippir sér hátt upp við slíkt, en lætur það sem vind um eyru þjóta. Þegar endabólið skoppar á bylgjunni, fellur allt í ljúfa löð. Karlinn tekur upp blöndu- kútinn, ber sponsgatið að vör- um sér, svolgrar stórum, styn- ur og dæsir. — Skyldum við fá ’ann í dag, piltar. Ekki er fallið amalegt, dauðaliggjandi, segir hann og skotrar augun- um til baujunnar. Síðan tekur hann úrhjallinn upp úr vestis- vasa sínum og rýnir á hann. Við látum liggja í hálftíma, segir hann, suðurfallið verð- ur seigþungt. Hann sezt á þóftuna, seilist í skrínuna, opnar hana og tek- ur upp vænan blóðmörskepp, ásamt þykkri og matarlegri þrumarasneið. Hann sneiðir sundur keppinn á þóftunni, leggur slátrið ofan á þrumar- ann og stýfir áfergjulega úr hnefa. — Blessaðir, strákar, reynið að fá ykkur eitthvað í gogginn, annars verðið þið grútmáttlausir í andófinu, segir hann. En okkur langar ekki í neitt, klígjar við öllu. — Jæja, þá klára ég þetta, segir hann, tekur upp girni- legan bringukoll, veltir hon- um hýreygur fyrir sér. Þetta gerir gott í kroppinn, segir hann, sker sér væna flís og rennir henni niður án þess að tyggja. Það var eins og hann væri að storka okkur með bitanum. Hann smjattaði og kjamsaði og kjálkarnir gengu svo gífurlega, að við sjálft lá, að þeir færu úr skorðum. — Þetta er fínt kjöt. Mikið helvitis ósköp er þetta gott kjöt, strákar, segir hann og sleikir út um. Það var farið að frísa úr báru og leggja að landinu. Á fjallseggjunum voru gráir kúf- ar, sem kembdu tásum út í stormmattað loftið. — Ég held hann sé að gera hvell. Hann er orðinn ljótur, sagði ég. — Hvell! Nei, fari það bölv- að, sagði karlinn og snarsner- ist við. Jú, ekki ber á öðru. Oft ratast kjöftugum satt á munn. Það er að koma grenj- andi rok. I gallann með ykkur eins og skot, æpir hann eins og óður væri. Við hlýðum. [14] Svo var bambað í baujuna og byrjað að tosa í. Við vorum heldur linir i andófinu eins og karlinn hafði spáð. Það var eins og árablöð- in sætu föst í kvikunni. Karlinn rembdist við drátt- inn, dæsti og leysti vind, en ekkert gekk. Síðast stóð lín- an skáhalt fram fyrir stefni og dró af karlinum, það sem hann var búinn að plokka inn. — Róiði, helvízkir grindamíg- arnir ykkar, - grenjaði hann öskureiður og gerði fast um hnýfilinn. Er ekki nokkur ær- leg kjöttuttla á ykkar graut- fúnu beinum? Við bitum á jaxlinn, spyrnt- um vonzkulega í þóftuna og bölvuðum í hljóði. Ekkert dugði, hvorki bölbænir né strit, báturinn tommaði ekki að lóðinni. Sjórinn vaskaði yfir okkur og við urðumhund- votir, þrátt fyrir sjóklæðin. Sársaltur sjórinn smýgur und- ir sjóhattana, niður um háls- mál stakkanna og rennur nið- ur sveittar hrygglengjurnar, kaldur og hrollfenginn. Karlinn jagast og röflar, stappar niður í skutpallinn svo brothljóðar í. Við erum að þrotum komn- ir, getum ekki meira. Árarnar eru þungar sem blý, og það eru komnar blöðrur í lófa okkar. Hann er orðinn bálhvass, særok og krappur öldudans. — Þetta er ekki til neins, við náum ekki nokkrum öngli, segir karlinn ofurlítið skap- vægari og sleppir tuðrunni. Báturinn leggst á keipa og sýpur sjó. Karlinn er þögull og þursa- legur, þegar hann dragnast aftur í. Hann gripur árarnar þyrrkingslegum tökum, setur undir sig hausinn og tekur löng, sígandi áratog. HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.