Heimilisblaðið - 01.01.1953, Qupperneq 19
Svo byrjar barningurinn,
þrotlaust hamr gegn trylltum
ofsanum. Við gleymum öllu
— öllu nema árunum og
blöðrusteyptum lófunum. Það
er ekki svo auðvelt að gleyma
sprungnum greipum, þegar
selta og marglitta kraumar í
kvikunni. Þá er maður kval-
inn áfram af pikkjum og
stingjum, og maður rær og
rær eins og svipubarinn gal-
eiðuþræll.
Þannig börðum við allan
guðslangan daginn, þöglir og
trénaðir. Þá fór ofurlítið að
slota, enda komnir í landvar.
Trölllerkaðir dömluðum við
inn á lygna vík, undir hoflög-
uðum hnjúki, létum krökuna
fara og réttum úr kryppunni.
Það var komið kvöld,
stirndur himinn, brag norður-
Ijósa, kringluleitur máni vað-
andi í skýjum.
— Þetta verður ekki löng
hvíld, strákar, köstum bara
mæðinni og áfram svo, sagði
karlinn.
Hann fékk sér ærlega í ran-
ann, lagðist langsum yfir þóft-
una, dró kaskeitið yfir and-
litið og blundaði.
Við erum þöglir, vitum það
af gamalli reynslu, að menn
sofa ekki alltaf, þótt þeir
hrjóti. Nei, það er bezt að tala
sem fæst um þennan róður,
að minnsta kosti hér.
Svo rís karlinn upp, klórar
sér í höfðinu og nuggaraugun.
— Hefur hann lygnt?.
— Ég held ekki, svara ég.
— Víst hefur slegið á. Það
er komin hvíta blíða, mál að
draugast af stað, ef við eigum
að ná háttum í Nesi. Rífið
UPP stjórann.
Við gerðum eins og fyrir
okkur var lagt. Svo er róið
af stað. Við þræðum með fjör-
unum og fjöllin eru svo nálæg
Frh. á bls. 33.
Þórarinn Kristjánsson
VtSUR
MYVATN Í952
Oft í gleði eSa hryggS,
er vor hugsun tryggS.
LangaS mig hefur löngum
afi líta MývatnsbyggS.
FRELSI
Er nokkufi framar frelsi?
Fellur og rís hafalda.
Leiddu hugsun til heilla,
hamingju sanna finnur.
StjórnaSu hug og hendi,
hataSu ei neitt, sem lifir.
AS finna samúS sanna
er sæla mesta lífsins.
JÓLAKVEÐJ A
Yl í hjarta og fógnuS finn,
frjáls sé halur, mœr,
AS Hofi leitar hugurinn
þá hátíSin er nœr.
Fönnin hrein sem fljóS viS lín,
þar finnast engin nöfn.
Þó adressan sé aSeins þín,
til allra er kvéSjan jófn.
ÁRAMÓT
*
AriS eitt er horfiS burt á braut,
búiS hefur okkur sœld og þraut.
ÞaS gaf og tók, þaS gladdi og hryggSi þig,
þaS gjörSi eitthvaS svipaS fyrir mig.
heimilisblaðið
[15]