Heimilisblaðið - 01.01.1953, Síða 26
nógu margir farizt í örlaga-
hriðum undir skínandi sól.
En látum þá halda áfram
með nokkurri hófsemi. Dagur-
inn tekur að hniga að kvöldi.
Og bláminn á himinhvelfing-
unni verður rikari en gylling
sólgeislanna. Vindsvalt er á
háfjöllunum. Gamlar hendur
kreppast fast um broddstafinn,
sem stingst gegnum mosann á
hásléttunni; hundurinn leggur
niður rófuna og geigur læðist
í brjóstin. Vorbjört nóttin er
annarleg svona langt frá öllu,
sem heitir byggð. Yfir þögl-
um hrjóstrum, sem komu
seint undan vetrarfönnunum,
hvílir hrollvekjandi dul.
Þá er það, að létt og nærri
hljóðlaust fótatak heyrist að
baki ferðalanganna. Og er þeir
gá að, sjá þeir kisa gamla.
Hann er kominn á eftir þeim,
með mús í kjaftinum, hefur
fundið hana á leiðinni og tímir
ekki að skilja hana eftir. Nú
finna hinir, að þeir eru svangir.
Vorþokan leggst yfir litla hóp-
inn á auðninni.
Fyrst verður hennar vart
inni yfir jökulbungunni. Svo
eru flókar að læðast kringum
hnjúkatindana frammi á dal-
brúninni. En yfir hásléttuna
svífur léttur reykur, sem þétt-
ist smám saman. Snæhetturn-
ar á tindimum reka kollana
upp úr gráu kafinu, eins og
skalla á gömlum tröllkörlum,
sem halda vörð um dalinn, til
að gleypa allt, sem þaðan kem-
ur. Svo hafa þeir sofnað í há-
degisværð, meðan Árni gamli
læddist fram hjá þeim með
fylgdarliði sínu. Og nú eru þeir
að klóra sér á gljúfraskrokk-
unum, bora upp í helliskúta-
nefin og snýta sér, svo að
klettaflygsurnar þjóta í allar
áttir. Grjóthrunið syngur
tröllslega í næturkyrrðinni.
Og nú fer fyrst að koma til-
gangur í söguna, þegar þokan
er svifin á. Árni gamli hefur
alla ævi sína verið ósköp þýð-
ingarlítill maður, að því er
virðist, stefnuleysið í samræmi
við litlar gáfur, eins og til
dæmis þetta núna, að ganga á
vit örmögnunarinnar, þegar
einstæðingskapur og sorgir
ellinnar ætluðu að buga hann.
Viljinn var alltaf mestur í
óskadraumum um gósenlönd
inni í blámóðuþrungnustu hill-
ingum öræfanna. Og þangað
ætlaði hann að flýja frá Grýt-
unni sinni, þegar börnin voru
öll komin út í veröldina og
varginn. En nú á hann allt
í einu voldugt takmark, þar
sem hann er staddur í öræfa-
þokunni, og það er: að snúa
við, læðast aftur fram hjá
hnjúkatröllunum. Þessu tak-
marki nær hann á sömu stund
og honum verður ljóst, að hann
vill keppa að því. Aldrei áður
á sinni löngu ævi hefur hann
verið svona mikil hetja, og
hann skálmar aftur fram á
dalbrúnina. Hvolpurinn er al-
veg ær af gleði yfir stefnu-
breytingunni, og kisi gamli
hefur sleppt músarhræinu og
sett upp stýrið. Árna gamla
varð það ljóst, þegar kisi kom
að elta hann núna, að hann
var ekki einn og yfirgefinn í
ellinni. Þeim þótti vænt um
hann, þessum tveim ferfættu
dýrum. Og var það kannske
ekki nóg, til að lifa ánægður
áfram og annast þessa vini
sína?
ógjarnan vil ég missa sjón-
ar á þeim félögum. En mér
þýðir ekki að sitja í Hliðskjálf
og horfa yfir þokuheim mann-
lífsins úr fjarska, svo að ég
læðist á hæla þeim. Gæti þess
að láta mín ekki verða vart.
Þú getur komið með, lesandi!
Það er háðuleg þátttaka, að
sitja bara við að lesa þetta.
Við heyrum að Árni gamli er
farinn að raula vísu og talar
þess á milli við hundinn og
köttinn.
Þarna hendist karlinn klof-
vega á stafnum ofan í djúpt
og bratt gildrag, og það síð-
asta, sem við sjáum, eru tvö
loðin skott, sem stingast þang-
að fram af líka. Þeir eru horfn-
ir, en urgið í stálbroddinum
heyrist niður allt gil. Einstaka
gelt bergmálar í fjallinu. Það
er litli seppi, sem er að lesa
sínar ferðabænir. En við er-
um orðnir langt á eftir, og bezt
að fara varlega, þangað til
kemur niður úr þokunni.
Loksins tekst það. Við kom-
um niður í bratta hlíð og þoku-
lausa, þar sem gilið gegnum
klettabeltið tekur enda. En
neðan við brekkuna, niðri á
grávíðisholtinu, ris stafurinn
frá jörð, við dálítinn runna
og tvö lítil húsdýr sitja hjá.
Inni í runnanum krýpur Árni
gamli og það er engu líkara
en hann sé að biðjast fyrir. Sé
svo, hefur hann ekki valið sér
óveglegt altari. Og uppi yfir
ljómar kirkjuhvelfingin, sjálf-
ur vornæturhiminninn, að vísu
með svífandi þokuflóka hér og
þar, en þó blár og blíður, djúp-
ur og dulrænn, eins og eilífðin,
sem bíður að baki þessari
stund.
[22]
HEIMILISBLAÐIÐ