Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Blaðsíða 12
sjálfrátt skaut upp í huga Harchufs. Ef þeir ætluðu sér að berjast, mundu þeir sækja fram á móti þeim. En þeir ætluðu ekki að berjast. Bogastrengir þeirra voru slakir. Þeir ætluðu sér ekki að berjast! Sársaukakenndur kippur fór um Harchuf, er honum varð það Ijóst. Þeir voru hólpnir. Blóðið fossar um æðar hans, en hann er stilltur, stilltur og rólegur. Kaldur og rólegur. Nú er ekki nema spjótslengd til negranna. Hörund þeirra er svart og flúrað. Þeir glápa á komumenn, svo að hvítmatar í uppglennt augun, og það er rammur, viðbjóðslegur dýra- þefur af þeim. — Þetta eru þá mennirnir í Jam! Hann stendur kyrr. „Vertu nú með mér, Ra, guð ljóssins," taut- ar hann. Síðan æpir hann upp: ,,Ra, vertu með okkur!“ Og hinir svara. Þeir æpa: ,,Ra, vertu með okkur!“ Þá upplýkst svarti múrveggurinn og rýmir til fyrir einum manni. Hann er skreyttur marg- litum fjöðrum og óhugnanlegur að sjá. Hann ber festi úr mannabeinum um hálsinn, andlit- ið er málað grátt með ösku, augnatóttirnar eru dökkar og stórar — hann réttir í áttina til þeirra langa, sinabera handleggi. Harchuf skilur. Þetta er guðinn þeirra! Galdralæknir flokksins! Og það, sem nú skeður, gerist á einu ein- asta augnabliki, óháðu tímanum, án umhugs- unar, án ásetnings. Ósjálfrátt og með frum- stæðum töframætti. Harchuf, fursti í Elep- hantine, þrífur allt í einu til galdralæknis þess- arar ókunnu, svörtu þjóðar og kippir honum til sín um leið og hann bregður fyrir hann fæti, eins og hann hafði lært, þegar hann var drengur, og fellir hann. Áður en hinn ókunni guð og negrarnir hafa tóm til að átta sig, smýgur sverðsoddur Harc- hufs inn í bak hins fallna manns. Það fara krampakenndir sársaukakippir um líkama hins helsærða manns, hann rís upp, en sverðinu er sveiflað í hálfhring, og með einu, öflugu höggi sníður Harchuf höfuð mannsins frá bolnum. Egyptarnir reka upp rám og ósamstillt sigur- óp, er höfuðlaus líkaminn veltur út af í sand- inn. Negrarnir krjúpa niður. Töfrarnir eru rofnir. Harchuf veit, að nú ríður á að nota tímann vel. Nú má engri sekúndu glata. Menn hans ráðast eins og stormbylur á negrana. Veiti ein hver mótspyrnu, er hann barinn miskunnai' laust. Höfðingjanum einum er þyrmt. Hann húkir inni í leirkofa sínum, fjötraður og undn- ströngu eftirliti, þar sem hann áður sat sem höfðingi í ríki sínu. ★ Leiðangursmenn lögðu af stað heim afturi hlaðnir dýrmætum feng: gulli úr ánum, struts fjöðrum, fílabeini og pardursdýrafeldumi myrru, hinni dýrmætu trjákvoðu til reykelsi^ fórnar og ilmandi trjátegundum. Höfðingin11 1 Jam fékk hinum ókunnu guðum burðarkaHa> eins og Harchuf hafði lofað mönnum sínmn- Fyrir það var honum gefið líf. Eftir átta mán uði kom hinn litli hópur Egypta aftur heill 3 húfi að ánni Níl. Dýrmætasti fjársjóðurinn, sem Harchuf k0lT1 með heim úr förinni til Jam, var svarti, hrukk ótti dvergurinn, sem kunni að dansa furðuleg3 dansa og gat sýnt hin skringilegustu hopP stökk. Harchuf var ekki fyrr kominn ofan að en hann sendi hraðboða á fund konungs sms^ Svarið barst áður en lestin var komin n>® hina ótöldu asnaburði sína alla leið heim bökkum Nílar. Á bréfinu var skrift konungslIlS ekki þó Merneres, því að hann lézt með3^ Harchuf var á för sinni til Jam, heldur var . því barnaleg rithönd eftirkomanda hans, ops, sem þá var á æskuskeiði. Bréfið var á þessa leið: „Innsigli konungslIlS sjálfs*) á ári 2. talningar, 3. flóðmánuði, ^ degi. Konungleg tilskipun til Harchufs, furS^a í Elephantine, einkavinar konungsins og *e angursstjóra. Ég hef lesið bréf þitt, er þú skrifaðir ben unginum til hallar hans, til þess að láta bann vita, að þú værir kominn aftur heill á húfi r9 Jam með hernum, sem með þér fór. Þú sa^jj í bréfi þínu, að þú værir með dverg frá laP *) Bréfið er hér orðrétt. Harchuf var svo stoWur^ þessari viðurkenningu konungsins, að hann lét mel það orðrétt á gröf sína sem grafskrift. Þannig n bréfið varðveitzt fram á okkar daga. HEIMILISBLAÐIÐ 56

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.