Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Blaðsíða 16
\ v j a r leiðir í bifreiða- framleiðslu Sérfrœðingar segja: Þessi vagn mun valda byltingu í allri bifreiðasmíði. — Og þessu haldið' þið fram, að hægt sé að aka? Þessi bifreið kollvarpar öllum fyrri fram- leiðsluaðferðum í bifreiðasmíði! Leikmenn þeir, sem voru að skoða stóru, nýstárlegu bifreiðina, hristu höfuðin. Og hinir, sem sérþekkingu höfðu, áttu varla orð til að lýsa vmdrun sinni. — Hvar er kúluliðsásinn ? Hvar er gírkass- inn, gírskiptingin og mismimadrifið? Aftur- öxlarnir tveir eru ekki einu sinni í sambandi hvor við annan. Nei, það getur ekki verið, að hægt sé að aka öðru eins og þessu! Louis Workum, hollenzki verkfræðingurinn, hló við. Þetta var uppfynding hans sjálfs! Hann hafði varið miklu fé til framleiðslu þessarar bifreiðar, og nú var „Hollendingurinn fljúg- andi“ loksins kominn á það stig, að hægt var að sýna hann. Sérfræðingar höfðu gefið honum þetta vottorð: — Þessi vagn kann að boða mestu byltingu í bifreiðasmíði, sem átt hefur sér stað síðan Henry Ford tók færibandið í þjónustu sína! — Það, sem við Evrópubúar þörfnumst, segir Louis Workum, er bifreið eftir amerískri fyrirmynd, sem ekki ofbýður kaupgetu Evrópu- búa. Þessvegna hef ég framleitt „Hollending- inn fljúgandi". á hafinu og loftinu, og við höfum tamið villi- dýr skógarins. En við munum aldrei öðlast hið sanna frelsi og hamingju, fyrr en okkur hefur lærzt að hafa taumhald á sjálfum okkur. 'jc Framleiðslukostnaður hans er lágur, þar sem dýrustu hluta venjulegrar bifreiðar þarf ekki í hann. Ég hef sparað þaU gjöld, sem kúluliðsás, gírkassi og 11118 munadrif valda. Aflvél bifreiðarinnar gengur fyrir hra olíu, og er því reksturskostnaður hennar svo lágur, að neðar verður ekki korniz*" ★ 1 „Hollendingnum fljúgandi“ er rúm ir sex manns, og hraðinn getur orðið allt að 130 km. á klukkustund. Akstur bifreiðarinnar er mjög einfaldm > svo að heita má, að hver maður geti e^ ið henni undirbúningslaust við fyrstu til raun. Ekki þarf að sinna öðru en stýri og olíugjöf. Tenging (kúpling) og gangskiP* ing er úr sögunni. Workum býður okkur í reynsluferð. Han11 þrýstir á ræsinn, og vélin með strokkunum seX fer strax af stað með lágværu ganghlju^u Workum stígur á olíugjöfina, hjólin fara 3 snúast og bifreiðin rennur af stað. Hann eykur hraðann stöðugt með því að auka olíugjöfina' Hraðamælirinn, sem er í miðju stýrishjólsiIlS, þar sem flautan er vön að vera, sýnir 130 k^' hraða. Nú tekur Workum fótinn af olíugje inni, stígur á hemilinn og stöðvar bifreiði®®' Hann færir niður á við handfang á stýrisW® inu, stígur aftur á olíugjöfina, og bifreiðiu e ur hratt aftur á bak. Allt er þetta gert án ÞeSS að breyta tengingu eða sinna gangskiptin£u Ekki þarf að sinna öðru en olíugjöfinni, hem inum og hinu dularfulla handfangi á stýrlS hjólinu. Sé það fært upp á við, ekur áfram, sé það fært niður á við, ekur hún aftur á bak. — Afturhjóladrif! hafði Workum sagt, stutt ur í spuna, meðan á akstrinum stóð. En hveru ig mátti það vera? Hvernig gat verið aftur^ hjóladrif á vagni, þar sem vélin var framun og engin kúluliðsás var fyrir hendi? Venjan er þó sú, að það er kúluliðsásinn, sem flytur aft urhjólunum aflið frá vélinni. — Sjáið þér, hérna! — Workum bendir a grind „Hollendingsins fljúgandi". Hún er ger, úr stálpípum, um það bil tíu sentimetra þvermál. 1 þessum stálpípum er falið leyndar mál afturhjóladrifsins. Þær eru fylltar vökv9’ HEIMILISBLAÐIÐ 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.