Heimilisblaðið - 01.12.1957, Page 27
Charles Laughton, leikar-
inn frægi, sendir hér les-
endum sitt blíðasta bros,
með beztu óskum um
gleðileg jól og gæfuríkt
komandi ár. —>
<— Þessi nýtízkulega brú
er á Italíu, 78 metra löng,
og 4 metra breið, búin
til úr hertu betón og ligg-
ur yfir 160 metra gjá.
Þessir kappar hafa valið
sér skemmtilega íþrótt til
dægrastyttingar: „knatt-
spyrnu" á hestbaki. —>
<— Svona fagrir skip-
stjórar eru fátíðir, en
stúlkan er ítölsk, tuttugu
ára gömul, og lauk ágætu
prófi nýlega.
<— Vegir kvikmynda-
stjarnanna Roberto Ross-
elini og Ingrid Bergman
eru að skilja. Hjónaband
þeirra var á sínum tíma
einhver helzti blaðamat-
ur um heim allan, og
skilnaðurinn kom talsvert
á óvart.
Þessari handhægu hjól-
hestapumpu er ekki hægt
að ræna, né heldur er
hætta á, að maður gleymi
henni heima, því hún er
búin til úr pípunni, sem
hnakkurinn situr á. —»
HEIMILISBLAÐIÐ
247