Heimilisblaðið - 01.12.1957, Side 28
DORNFORD YATES:
Vilji örlaganna
XI. kafli.
Tómas og Marteinn hnipruðu sig saman í
skurðinum, rétt við vegamótin, og notuðu
augu og eyru vel.
Þeir höfðu yfirgefið höllina um það leyti
sem myrkrið skall á, og Tómas hafði sjálfur
litið eftir því, að hliðið og bakdyrnar væru
rambyggilega læst. Hann hafði skipað svo
fyrir, að Konráð og Jósef væru á verði alla
nóttina, þangað til að þeir kæmu aftur.
Katrín hafði hátíðlega lofað honum, að hún
skyldi ekki fara út fyrir hússins dyr, heldur
halda kyrru fyrir í vinnuherbergi föður síns,
þangað til hún gengi til náða.
Tómas og Marteinn höfðu verið i burtu
í sex klukkustundir, og þótt þeir hefðu farið
víða, höfðu þeir ekki séð neitt til þorpar-
anna. Þeir höfðu skroppið til Ousse og geng-
ið úr skugga um, að bifreiðin væri þar enn-
þá, og í bakaleiðinni höfðu þeir farið svo ná-
lægt höllinni, að Tómas stóðst ekki freist-
inguna að koma þar við til að fullvissa sig
um, að þar væri allt með kyrrum kjörum.
Þeir gáfu sitt venjulega merki, og einni
mínútu síðar hleypti Konráð þeim inn. Hann
sagði, að allt væri með friði og spekt, Jósef
væri í eftirlitsferðum sínum um höllina og
ungfrú Katrín sæti í vinnuherberginu.
Rólegir vegna þessarar vitneskju héldu
þeir áfram ferð sinni inn dalinn, yfir tungl-
skinslýstar engjar, upp að skóginum. Það
var skammt til dögunar, og það leit enn út
fyrir, að allt myndi fara að óskum.
„Þorpararnir eru ef til vill famir burtu,“
sagði Tómaas. ,,En ég trúi ekki öðru en að
þeir hafi skilið einhvern eftir til að fylgjast
með gerðum okkar.“
Þegar þeir héldu til baka yfir engjarnar,
vara farið að birta af degi. Stígurinn, sem lá
upp að höllinni, var dimmur, en það var
orðið nógu bjart til þess, að Tómas gat séð
úr sex skrefa fjarlægð, að maðurinn, sem
lá endilangur þvert yfir stíginn var enginn
6.
hluti þessarar spenn-
andi framhaldssögu
um ástir og baráttu
við óvægan
glæpalýð ....
annar en Konráð. Hann lá þarna með aD
litið á grúfu. Þegar Tómas sneri honum vl
gaf hann frá sér lága stunu og opnaði aUguD
„Fóturinn minn, herra. Hann hefur brot1^
að. Ég rann og datt. Ég ætlaði að fara a
kalla á þorpsbúa mér til hjálpar. Þorpar
arnir sluppu inn.“
„Guð minn góður,“ hrópaði Tómas
yfir sig. „Og Jósef, hvar er hann?“
„Ég er hræddur um að hann sé dáio1^
Hann liggur fyrir neðan gluggann. Éf?
mér ekki tíma til að athuga það.“ .
Tómas hafði það á tilfinningunni
óefni væri komið, og hjartað barðist í brj°s
hans.
„Hvað er með Katrínu?“ ' spurði haDl1
ákafur.
„Ég veit ekki, hvernig ástatt er fr1^
henni, herra. Ég veit bara, að þorpararDir
eru inni hjá henni — ég heyrði Shamer ta ‘
við hana. Þá komst ég að því, að þeir vmrl1
komnir inn.“
Tómas hristi höfuðið eins og manneskJ3,
sem kemur upp á vatnsyfirborðið eftir lan^
varandi köfun.
„Já, en hvernig komust þeir eigird6^!
inn? Fóru þeir inn um gluggann?“ SPU
Tómas. .
„Já, það held ég, herra. Ég get ekki skili_^
að þeir hafi komizt eftir annarri leið, P
hljóta að hafa gefið merki yðar . . . •“ -
Tómas tók til fótanna. Marteinn þrel
handlegg hans.
„Rólegur, Tómas,“ sagði hann. ,,Ef "
248 — HEIMILISBLAÐIÐ