Heimilisblaðið - 01.12.1957, Qupperneq 33
-,ann engu síður en mér. Því dreg ég þá
^ktun, að þið séuð vopnaðir. Ég á þó erfitt
að trúa að við séum á hnotskógum eftir
að m'sSerðarmanninum. Ég er að leita
^ ^aunga, sem gengur undir náfninu Rudy
s, Vrðbjóðslegum óþokka. Ég skal taka það
ax fram, að ég er ekki í lögreglunni. Þó
ebbi með öllu óþekktur innan hennar
auda, en ég starfa ekki fyrir hana, ég
g a fyrir sjálfan mig, upp á eigin spýtur.
er á minn hátt þjónn réttlætisins, en hef
gin skipti við lögregluna. Það er líka
1ae'?dUm erna ^iðin til að framfylgja rétt-
bet1UU' bið herrar mínir, vitið kannske
ri ðeili á þeim hlutum en ég?“
>iAlls ekki,“ sagðj Tómas. „Við erum al-
lr viðvaningar í þeim efnum — en við
SjÖt';
vjs m einnig erindrekar réttlætisins á sína
]e U’ tar sem við getum ekki svo auðveld-
i)„a farið með vandamál okkar til lögregl-
6}.^arisel horfði beint framan í hann. „Það
aattulegur leikur.“
við ^ Veit mæta vel,“ sagði Tómas. „En
á erum reiðubúnir til að taka ábyrgðina
i la -)Ur’ ^nn sem Éomið er, eigum við langt
Se U ' Við höfum ekki enn fundið manninn,
við erum að leita að.“
bo”m’uð þjð vissir um, að hann sé hérna í
spurði Mansel.
„If' er enSinn vufi á því,“ sagði Tómas.
(1- 'lUn bauð mér að koma hingað til að verða
ePuin.“
Ókunnugi maðurinn kinkaði kolli. „Borg-
in er hentug til slíkra gerða — hér getur
fólk auðveldlega sálgað óvinum sínum, án
þess að þurfa að hafa áhyggjur af því. Leyf-
ist mér að spyrja, hver sé ástæðan til óvin-
áttunnar?“
„Það er einfaldlega vegna þess, að ég
veit, hver hann er.“
Mansel strauk sér um hökuna. „Haldið
þér ekki, að lögreglan viti það líka?“
Tómas hristi höfuðið. „Mér er af tilviljun
kunnugt um, að svo er alls ekki. Ég gæti
sannað mál mitt. Maðurinn tilheyrir ein-
angruðum samtökum, en fyrir um hálfum
mánuði tók hann við Rochester-demöntun-
um hérna í þessari borg.“
Mansel stóð lengi hreyfingarlaus og velti
fyrir sér þessum upplýsingum. Þá sagði
hann: „Það liggur við, að ég sé hræddur
við að spyrja um nafn hans. Það er að
minnsta kosti mín uppástunga, að þið segið
það ekki of hátt. Ef það er raunverulega
það nafn, sem ég hef í huga, þá má fjand-
inn hirða Rudy, og ég geng ykkur á hönd.“
Tómas hvíslaði nafninu í eyra hans.
Mansel vætti varirnar. „Mér datt það í
hug,“ sagði hann.
„Guð minn góður, góði maður, mig undr-
ar ekki, að hann girnist líf yðar. Þegar ég
hugsa um alla þá menn, sem ég hef reynt
að koma upp um — en mér hefur ekki enn-
þá tekizt að finna glæpamann, sem hefur
þorað að koma upp um hann.“
Mansel leiddi þá út úr borginni, þangað
sem bifreið hans beið hans, og tæpri klukku-
stundu síðar höfðu þeir þremenningarnir
bundizt samtökum og sátu í glæsilegri Rolls
Royce-bifreið. Carsov, þjónn Mansels, ók
bifreiðinni eftir eyðilegum þjóðveginum að
afskekktum búgarði.
Tómas var orðinn örmagna af þreytu og
féll þegar í djúpan svefn og mundi aðeins
óljóst eftir því, að hann hefði verið leiddur
inn í svefnherbergi og verið boðið rúm, sem
hann hafði neitað að leggjast í, í því ástandi,
sem hann var. Hann mundi eftir því, að
Mansel hafði gefið fyrirskipun og Marteinn
sagði: „Hann hefur ekkert sofið í fjóra sól-
arhringa."
Hann vaknaði ekki, fyrr en komið var
undir hádegi daginn eftir og þegar hann
loks settist upp í rúminu, sá hann Martein
HEIMILISBLAÐIÐ —.253