Heimilisblaðið - 01.12.1957, Page 35
5!
Yið, SBm Yimium eldMsstöríin
Sitt af hverju fyrir húsmœöur
Jólin eru hátíð barnanna
Ekkert er bömunum meira tilhlökkunar-
efni en jólin, en þegar jólin fara að nálgast
eiSa þau erfitt með að gera sér grein fyrir,
bvað eiginlega séu nú margir dagar þangað
ta.
Hér eru tvser góðar hugmyndir, sem munu
§era bömunum auðveldara að fylgjast með
áögunum til jóla.
aóladagatal, sem má stilla á hina ýmsu
4aga, mun vekja kátínu hjá stærri börnun-
Urai en þau minni munu fyrst og fremst hafa
ahuga á litlu pökkunum, sem mamma dregur
dag hvern til jóla upp úr litla hjartavasan-
urn.
®á nota slcáband), rauða snúru 45 cm, filt-
a%anga og lítið eitt af gulu og brúnu gami
til að sauma með tölustafina og geislana frá
ljósinu og lítinn flatan lista (eða blóma-
pinna) í hólkinn að ofan. Faldið stykkið að
neðan og í hliðunum og saumið hólkinn á,
þið gerið hnappagöt, örlítið breiðari en
bendilinn, báðum megin að neðan, og litið
gat fyrir bandið hvorum megin að ofan,
tölustafina og ljósgeislana teiknið þið a og
saumið með aftursting, þið bryddið hjarta-
vasann með skábandi og saumið hann fast-
an. Klippið út nokkrar litlar myndir úr filti
(fáið afganga hjá hattadömu yðar) og festið
þær yfir vasann, að síðustu dragið þið bendl-
ana gegnum hnappagötin og í endana bindið
þið bómullargarn. Aftan frá má draga í
bandið og stilla bendlann á dagsetninguna.
Loks festið þið snúruna í sem hanka og
dagatalið má festa á vegg.
Þegar jólin eru komin, má nota hjarta-
vasann fyrir kort.
Þar sem börn eru, þar eru yfirleitt líka
tómir eldspýtustokkar, sem börnin hafa
safnað saman. Úr þeim má búa til marga
skemmtilega hluti — öll munum við hvilíka
ánægju við höfðum af dúkkukommóðunni,
sem við áttum í æsku, en í skúffum hennar
geymdum við ýmsa hluti, sem voru okkur
dýrmætir. Þetta jóladagatal geta börnin
auðveldlega búið til sjalf með smávegis
hjálp. Ekkert er því til fyrirstöðu að tæma
nokkra nýja stokka, við getum alltaf sett
eldspýturnar í aðra stokka eftir þörfum.
Sem uppistöðu notið þið stífan pappa,
sem þið klæðið með mislitum pappír. Tutt-
HEIMILISBLAÐIÐ — 255