Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1957, Síða 36

Heimilisblaðið - 01.12.1957, Síða 36
Saumið jólasvuntuna Þessi svunta mun vekja ánægju hjá öllum telp- um. Hún er ferhyrnd, 43 cm á hæð og 60 cm á breidd, en málið fer auðvitað eftir aldri telpunnar. Þið stangið í saumnál einfaldan saum eftir öllum þremur hliðunum 1 cm innan við brúnina, rekið síðan þræðina úr heim að sauminum. Síðan klippið þið út jólasveinshöfuðið og húfuna eftir meðfylgj- andi uppdrætti. Þið teiknið andlitið á og saumið það með aftursting. Búið til litla slaufu úr sama efni og húfuna og festið hana undir hökuna. í topp húfunnar festið þið lítinn dúsk úr rauðu ullargarni. Að lokum saumið þið mittisbandið við, en lengd þess fer eftir mittisbreidd barnsins. og þrjá litla stokka og helzt einn stóran límið þið á plötuna, þið látið þessa litlu mynda eins og hring kringum þann stóra og festið glansmynd framan á hvern stokk. Við hliðina á stokkunum skrifið þið dag- setninguna, en talan 24 er skrifuð við hlið- ina á stóra stokknum. Ef rúm er, má skreyta með greinum og jólasveinum og um mánaða- mótin er dagatalið hengt upp. Á hverjum morgni opna börnin spennt einn stokkinn, sem þá hefur að geyma eitthvað lítilræði þeim til mikillar gleði og undrunar. 256 — HEIMILISBLAÐIÐ Enginn vafi er á, að þessi svunta mun einnií! vekja ánægju hjá ungri frú eða stúlku, sem myod‘ setja hana upp í hvert skipti, sem hún bæri jól»' kræsingar á borð. Strikið pappírsörk í ferninga og látið hvern m®18 2 cm og rissið upp þessa mynd, fyrst andlitið, sið»n húfuna og slaufuna hvert í sínu lagi. Eftir þessU sniði klippið þið klútana, en bætið við % cm fyr‘r sauminn. Vt Vitið þér . . . . ? að gott er að vinda afþurrkunarklútinn upP úr vatni, sem nokkrum dropum af erini hefur verið hellt í og strauja ha1111 síðan þurran, þá þyrlast rykið ekki upP' heldur festist við klútinn. að gott er að dýfa óhreinni naglaþjöl í spritt og brenna það síðan af, nagl®" þjölin verður sem ný. að sjóða má rauðbiður á 20 mínútum. gerið þér með því að setja þær í skaff pott með góðu loki, látið vatnið rett að' eins hylja þær. Þegar þær hafa soðið 1 tuttugu mínútur, fyllið þér pottinn n’® vatni og látið standa yfir nóttina. U01 morguninn eru rauðbiðurnar meyrar fínar. Með þvi að sjóða þær á þennan hátt verða þær fagurrauðar og safamik1' ar.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.