Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 4
. . . höfrungar eni svo hœndir að mönnum, að þeir bókstaflega scekjast eftir að komast í kynni við okkur . .. hlutverk hafnsögumanns og fiska-„kú- reka“. Hann hefur betri ratar en nýjustu kafbátar. Vísindamaður einn heldur því fram að heili höfrungsins líkist heila mannsins svo mjög að hann ætti að geta lært mál okkar. Það er auðvelt að greina seltuvotan leik- félaga okkar frá u. þ. b. tuttugu öðrum smáhvelum. Þyngd hans er um 185 kíló og lengdin er 2Y>—SVá metri. Öruggustu kennitáknin eru samt málmgrá húðin og „brosandi" andlitið. Brosið, sem stafar af bogalögun munnsins, minnir á breiðmál- aða brosgrettu trúðsins. Líffæralega séð er höfrungurinn það sjávardýr, sem stend- ur manninum næst. 1 vöðvakerfi skrokks- ins finnst vísir að afturfótum og í bægsl- unum eru liðskiptir fingur. Nýfæddur höfrungur er tannlaus. Fyrstu tennurnar koma upp nokkrum vikum síðar og í allt fær hann 44 í hvorn skolt. Unginn er á brjósti í því sem næst hálft annað ár, en fer jafnframt að muðla á kolkröbbum þegar hann er hálfs árs. Höfrungurinn dregur andann í gegnum eina nös ofan á höfðinu — hálfmánalagaða blástursholu, sem lokast þegar hún snertir vatnið. „Rödd- in“ kemur einnig úr blástursholunni, en barmar hennar eru álíka liprir og varir mannsins. Augu höfrungsins, sem eru rétt aftan við munnvikin, geta séð bæði langt og skammt líkt og okkar augu, og með aðstoð hreyfanlegs innra eyra heyrir hann betur en nokkurt annað dýr. Höfrungur getur verið í sex mínútur undir yfirborði vatns- ins áður en hann verður að koma upp til að draga andann. Á þrjátíu ára æviskeiði sínu er hann næstum alltaf á hreyfingu, fær sér aðeins hænublund og marrar þá í kafi og lokar augunum sjaldnast lengur en hálfa mínútu, í hæsta lagi fimm mín- útur. Einn minnisstæðasti atburður, sem ég hef orðið vitni að, er höfrungsfæðing í risa-fiskabúri í Kaliforníu. Vinur minn einn og líffræðingur bauð mér að vera viðstaddan hinn stórkostlega viðburð. Gegnum glerveggi búrsins fylgdumst við með móðurinni sem lá næstum fast við botn. Og það kom að því að við sáum til tæplega eins meters langs unga — fyrst sporðinn, því annars mundi hann drukkna. Fæðingin tók rúma hálfa klukkustund. Allt í einu vatt móðirin upp á skrokkinn til að slíta naflastrenginn og losa ungann frá sér. Innan sekúndu synti nýfæddi höfrungui'- inn upp að yfirborðinu, rak höfuðið. uppúr og andaði djúpt að sér, og hélt síðan aftur til móðurinnar. „Unginn hefur strax fulla sjón,“ sagði líffræðingurinn. „Hann greinir kall móður sinnar og talar sjálfur blístrandi og rýtandi hljóðum.“ Við sáum hvernig nýburðurinn tók mjólk úr tveimur spenum sem sitja í lægð fast við sporð móðurinnar. Hún dró saman kviðvöðvana og dældi mjólkinni í munn ungans. „Taktu nú eftir,“ sagði líffræðingurinn- Nýburðurinn hélt sig í námunda við móð- urina þegar annar fullvaxinn höfrungut birtist skyndilega hjá þeim og tók að synda fram og aftur í kerinu. „Þetta er ljósmóð- irin,“ sagði vinur minn. „Þegar eftir fæð- inguna kemur annar höfrungur til móðui’' innar og ungans. Hann hjálpar til við að ala hann og halda hákarlinum fjarri.“ Ef hákarlinn gerir árás, gefur móðiriu og aðstoðarhöfrungur hennar frá sér snögg blísturshljóð til að kalla á hjálp samtímis

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.