Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 25
leg föt og dásamlega skartgripi. Hún er glæsileg kona!“ Með þessum orðum kvaddi hún hann og Sekk til dyra, en Rinaldo hélt til herbergis síns. Dvölin í höllinni var mjög leiðigjörn. Hallarvörðurinn var mjög hlédrægur, og helzta tilbreytingin voru samverustundirn- ar með Margalisu. Kunningsskapur þeirra Vai’ð smám saman svo góður, að Margalisa fór að líta gestinn öðrum augum en venju- legan, ókunnan mann. Eitt sinn er þau sátu á tali saman, heyrðu ^au háan dynk. „Hvað er þetta?“ spurði Rinaldo. Margalisa stökk á fætur og hrópaði: ’^Þetta er úr ógæfusalnum!“ Hún flýtti sér a burt. Rinaldo hlustaði í ofvæni, en ekkert bi.lóð heyrðist framar úr salnum. Þau Margalisa áttu saman ánægjulega ^öldstund og hann spurði hana margs. Hann spurði, hvort klaustur væru hér í aániunda og svaraði hún, að bæði væri uettumunkaklaustur skammt frá og svo inustur Klöru-systra. Þau töluðu lengi Saman, játuðu hvort öðru ást sína og urðu ekki fyrir öðrum truflunum en af komu allarvarðarins, sem spurði Rinaldo, hvort ann ætti að flytja hinum aldna Wicanor n°kkur skilaboð frá honum. Þegar Rinaldo var orðinn einn, gekk ann yfir að glugganum og horfði yfir um- verfið. Hann veitti því athygli, að menn, Sarn komu upp til hallarinnar, fóru aftur kfjaðir smákössum. Hallarvörðurinn Wlgdi þeim úr hlaði. Einaldo spurði Margalisu, þegar hún „°m aftur inn í herbergið: „Er bróðir þinn larinn?** »Já.“ »Hvað voru mennirnir að flytja í þessum uiákössum, sem þeir báru niður fjallshlíð- ma?“ »Það veit ég ekki.“ »Bróðir minn segir mér ekkert af gjörð- sínum, en ég veit, að svona kistlar, mmg þungir, eru oft fluttir héðan.“ »Það er undarlegt." ’Há, það er margt undarlegt hér í höll- HEim inni. Bróðír minn segir mér ekkert um leyndardóma sína eða hallarinnar.“ „Veiztu þá heldur ekkert um leyndar- dóma óheillasalarins?“ „Bróðir minn segir mér ekki, hvers vegna hann er ávallt harðlæstur.“ „Trúir þú á afturgöngur ?“ „í landi okkar er því miður nóg af aftur- göngum og galdrakonum.“ „Hve lengi verður bróðir þinn fjarver- andi?“ „Tvo daga.“ „Gætir þú ekki náð í lykilinn að saln- um?“ „Nei.“ „Meðan þau voru að tala saman, heyrð- ist hljóð úr salnum. Þau hlustuðu bæði, og Margalisa skalf af ótta. Hann fylgdi henni til herbergis hennar. Þegar hann var aftur kominn til herbergis síns, varð hann sér úti um verkfæri, sem hann notaði til að opna lásinn á dyrum ógæfusalarins. Þar inni var dimmt, enda gluggatjöld dregin fyrir, svo að ekki naut einu sinni tungl- skinsbirtunnar. Rinaldo komst samt leiðar sinnar gegnum salinn og inn í annan sal, þar sem mörg málverk voru á veggjunum og einnig hálfbrunnin kerti í ljósastikum. „Hér eru þá lifandi verur á ferðinni, því að ekki þarfnast andar neinna ljósa,“ sagði Rinaldo við sjálfan sig. Eftir langa göngu um sali og hvelfingar, rakst hann loks á mannveru, sem varð harla ókvæða við komu hans. Maðurinn var dökkklæddur, en hvítur á hár og skegg. Hann hrópaði til Rinaldos: „Hvað ert þú að gera hér, ógæfusami maður?“ „Hver ert þú?“ spurði Rinaldo kæruleys- islega, að því er virtist. „Ertu hér einn?“ „Rinaldo ætlaði að neyða gamla mann- inn til að segja til sín, en þá komu þrír menn með brugðna branda fram á sjónar sviðið. Sá gamli skipaði þeim að taka árás- armanninn höndum, en Rinaldo, sem kvaðst vera bróðir Ventimigliu greifafrú- ar, sagðist mundu verjast til hins ítrasta. Einn komumanna hrópaði upp yfir sig, er hann heyrði rödd Rinaldos: „Þetta er rödd foringja míns Rinaldinis!“ „Hvað heitir þú?“ spurði Rinaldo. ILISBLAÐIÐ 157

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.