Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 26
„Neró.“
Hann gekk þegar í lið með Rinaldo, en
þá komu fleiri menn í ljós, sem sögðu, að
hermenn hefðu sezt um höllina og þeir væru
glataðir. Nero bað Rinaldo að fylgjast með
sér. Þeim skyldu þeir ekki ná. Neró fór
með hann eftir neðanjarðarhvelfingum,
þangað til þeir komust í helli einn mikinn,
þar sem þeir földu sig.
Þar tóku þeir tal saman, og Rinaldo
spurði, hvernig hann væri hingað kominn.
„Ég var í flokki Entios og var sendur
með bréf til Florios, kaupmanns frá Korfu,
sem staddur var í Marsala. Ég komst þá
að því, að þessi Florio var enginn annar
en öldungurinn okkar kæri frá Fronteja.
Olimpia var hjá honum . . .“
„Olimpia?"
„Ó, já. Hún hafði elzt, en var alltaf jafn
yndisleg og var nú gift. ..“
„Er Olimpia gift?“
„Þannig varð hún Ventimiglia greifa-
frú.“
„Hvað ertu að segja? Er Olimpia Venti-
miglia greifafrú?“
„Sá gamli, sem hún var gift, virtist hæst-
ánægður, en hún virtist hafa gleymt öllum
hinum.“
„Og hvernig gekk þér svo í Marsala?“
„Mér leið ágætlega í húsi greifafrúar-
innar þar, en svo fóru þau greifafrúin og
Florio til þessarar hallar og komu mér svo
í þennan kjallara, sem þér funduð mig í.“
„Og hvað voruð þið hér að gera?“
„Framleiða peninga.“
„Falska peninga?"
Nú vissi Rinaldo, hvers kyns flutningar
þetta voru, sem hann hafði orðið áskynja
um á næturþeli, og Nero sagði honum, að
slíkir flutningar hefðu átt fram að fara á
þessari nóttu, en einhverjir óboðnir gestir
hefðu truflað þá. „Hvernig ætli greifa-
frúnni blessaðri reiði nú af ?“ spurði Neró.
Þeir héldu nú frá þessum stað niður í
dalinn. Á leiðinni rákust þeir á dularfulla
veru, sem reyndist vera sjálfur Lodovico.
Ákveðið var, að þeir Neró og Lodovico
færu til Mascoli til að leita uppi öldunginn
og vinkonu hans, en Rinaldo klæddist föru-
mannsbúningi og hélt áleiðis til Taormina.
Þar komst hann um borð í skip, sem var á
leið til Sardiníu. Þar kastaði hann einsetu-
mannskuflinum og hélt rakleiðis til Cagli'
ari. Þar fékk hann íbúð og hóí gönguíeröii'
um borgina. Dag einn gekk hann fram hja
garði, þar sem hann heyrði söng og gítai’-
leik. Hann fór inn í garðinn, rakst þar á
stúlku eina, þóttist vilja kaupa blóm af
henni. Er hann hafði fengið þau, spurði
hún, hvort honum lægi nokkuð annað a
hjarta. Hann spurði þá um eiganda garðs-
ins og hver hefði verið að leika á gítar-
Hún sagði að það hefði verið Signoi’U
Fiametta, sem væri bæði auðug og ógiff-
Áður en Rinaldo komst út úr garðinurUi
rakst hann í flasið á sjálfri Fiamettu. Hún
missti slæðu, þegar þau hittust og Rinaldo
tók hana upp og fór út úr garðinum. Þegai'
hann fór að athuga slæðuna féll úr henn1
pappírsmiði, sem reyndist vera vegabréf
Rinaldinis sjálfs, en við framvísun þeSs
áttu menn hans að láta vegfarendur fara
óáreitta leiðar sinnar.
Næsta sunnudag sá hann Fiamettu við
messu í dómkirkjunni og notaði tækifæi'ið
til að rétta henni slæðuna, um leið og hú11
gekk úr kirkju. Síðar um daginn gerðist
hann svo djarfur að knýja að dyrum a
heimili hennar og kom þá ókunnug kona til
dyra, Fortunata að nafni. Hún kvaðst vera
aðkomandi í bænum eins og hann. Féll vel
á með þeim. Síðar auðnaðist honum einni^
að kynnast Fiamettu nánar.
Fortunata var frá Korsíku og hafði flúið
til Sardiníu undan yfirgangi Frakka, seö1
héldu föðurlandi hennar í fjötrum. Hún
kvaðst hafa staðið í sambandi við flokk
manna á Sikiley, sem hefðu ætlað að frelsa
ættjörð hennar. Foringi þeirra var hin11
göfugi Nicanor prins.
„Er hann enn á lífi ?“ spurði Rinaldo-
„Ég veit það ekki,“ svaraði hún. Mjö£
þekktur maður átti að stjórna leiðangD11'
um til Korsíku ...“
„Hvað hét hann.“
„Það var Rinaldini. — Hann er dáin11,
Allur flokkurinn í upplausn og leyndarxnúl'
ið upplýst. Mér auðnaðist að flýja og koifl'
ast hingað.“
„Þekkir þú ekki Nikanor prins?“
„Ég á mynd af honum, en ég sá ha1111
aldrei.“
158
HEIMILISBLAÐ10