Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 32
Oriane hrópaði: „Hamingjan góða! Ég
hefði þvegið og nuddað mér í tuttugu ár,
ef ég hefði ratað í þá ógæfu, að ræningi
hefði kysst á hönd mína.“
„Sagt er, að hann sé fagur álitum,“ sagði
ein kvennanna.
„Hvernig getur ræningjaforingi verið
fagur álitum?“ spurði Oriane. „En komið
nú með yðar sögu, Marliani greifi. Ég skil
ekki, hvernig á því stendur, að menn eru
svo fúsir að hlusta á sögur af þessum
vonda Rinaldini.,.“
„Svo er sagt í Neapel, að einu sinni væri
Rinaldini í kirkju í Messina, eða hvar það
nú annars var. Hann kraup á bak við konu,
sem bar svarta slæðu og baðst fyrir af
miklum ákafa og upphátt, en hafði gleymt
því, að hún var ekki ein. Rinaldini heyrði,
að hún bað Guð almáttugan um hjálp, ör-
yggi og vernd í fyrirhuguðu ferðalagi. Sér-
staklega bað hún um vernd gegn óaldar-
flokkum Rinaldinis, sem þá óðu alls staðar
uppi, og allir ferðamenn voru hræddir við.
Hann hvíslaði þá í eyra hennar: „Þér getið
nú fengið þessa vernd með auðveldara
móti.“ Þegar hún sneri sér við, fékk hann
henni vegabréf, sem hann var vanur að
gefa ferðamönnum, svo að þeir yrðu ekki
rændir af mönnum hans, stóð því næst upp
og fór út úr kirkjunni."
„Eitt göfugmennskubragðið til!“ sagði
sú frænkan, sem fyrri söguna hafði sagt.
„En þetta er samt ekki sagan, sem þér
ætluðuð að segja áðan,“ mælti Oriane.
„Hún er ekki nærri því eins góð og þær
tvær, sem þið nú hafið heyrt.“
„Þótt hún sé það ekki, þá er hún um þá
persónu, sem við gjarnan viljum heyra
meira um.“
„Ég skal segja ykkur hana við kvöld-
verðinn.“
Konurnar heimtuðu nú að fá kvöldverð-
inn strax á eftir, og Oriane gekk svo á eftir
því að hann stæði við loforð sitt, Rinaldo
leit í kringum sig og hóf sögu sína:
„Einu sinni sat Rinaldini í veizlu á ver-
önd einni ásamt fjórum konum. Þær vissu
ekki hver hann var, og skemmtu sér í fé-
lagsskap hans eins og hann væri einn úr
þeirra eigin stétt. Hann var mjög kurteis
og riddaralegur, stundum dálítið annars
hugar, en það skrifuðu menn á reikning
konunnar, sem sat við hlið hans. „Hann er
ræningi,“ sagði þessi fallegi sessunautui'
hans. „Rétt segir þú!“ sagði Rinaldini og
kyssti hana.
Hann kyssti Oriane. Hún sneri sér undan
og hrópaði skelfd: „Engin gamanmál!“
„Þetta er alvara,“ sagði Rinaldo.
„Alvara?“ hrópuðu frænkurnar.
„Alvara?“ hrópaði markgreifinn, um
leið og hann stökk á fætur.
Rinaldo var hinn rólegasti, benti þeim
að setjast aftur og sagði: „Ég er Rinald-
ini.“
Síðan sneri hann sér að Oriane. „Fyrir-
gefið mér! Með mynd yðar í hjartanu og
koss yðar á vörunum held ég nú aftur til
míns einmanalega staðar. Þar brosir engh1
Oriane við mér.“
Hann stökk á fætur og sagði við mark-
greifann: „Ég veit, að ég er yður skuld-
bundinn fyrir gistivináttu yðar. Ég get
ekki endurgoldið hana, því að enginn gest-
ur kemur í hellinn til mín. Þar er ég ávalk
einn, umsetinn af óróleika, ótta og áhyggj'
um. Þó bið ég yður að þiggja hest minn að
gjöf, sem minningarvott um veru mína
hér.“
Rinaldo gekk til dyra, en markgreifim1
sagði: „Ég get ekki látið yður fara einan
og án fylgdar.“
„Fyrir því er séð.“
Hann gaf merki, og Jordano gekk fram
með tíu vopnaða menn. Markgreifinn hneig
niður í stól sinn. Þjónarnir þyrptust sam-
an. Oriane hélt báðum höndum fyrir aug'
um og kveinaði hástöfum. Frænkurnai'
veinuðu og skulfu.
„Vertu sæl! Oriane!“ hrópaði Rinaldo-
Svo fór hann burt úr garðinum með meM1
sína.
Rinaldo iðraðist mjög hinnar ónærgætm
islegu framkomu sinnar og skrifaði OriaOe
bréf, þar sem hann bað hana fyrirgefning'
ar, en hann fékk aldrei neitt svar.
Skömmu síðar fóru konurnar úr höh
markgreifans, og sjálfur fylgdist hann me^
þeim til borgarinnar. Oriane fór til frænd'
konu sinnar, sem var abbadís í klausti'1
Klörusystra í Sesto.
Dag einn heilsaði henni pílagrímur og
HEIMILISBLAÐl®
104