Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 23
 < Hundur og köttur þurfa ekki ætíð að vera óvinir, eins og sést bezt á þessari mynd. Þetta er niu ára gamall soháfer- hundur enskur, sem hefur fengið kettling fyrir leikfélaga og annast hann með mestu nákvæmni. Bandaríkjamenn gildna stöð- ugt. 1927 voru sætin á áhorf- endabekkjunum í Yankee leik- vanginum í New York 19 tommur á breidd. 1959 varð að hafa sætin á leikvangi, sem reistur var i San Francisco, 22 tommur. í Metropolitan-óper- unni eru sætin 22 tommur. í nýrri óperubyggingu, sem tek- in verður í notkim á næsta ári, verða sætin 23 tommur. > Bandaríski geimfarinn John Glenn á marga aðdáendur víðs vegar um heim. Einn þeirra er hið 75 ára gamla þýzka tón- skáld Armin Hofmann í Thee- sen, skammt frá Bietefeldt, sem hefur nú samið „Oberst John Glenn-mars“ og sent Glenn lagið. Tónskáldið, sem sézt hér á myndinni við píanó- ið, samdi árið 1927 „Sigur- mars“ og tileinkaði Charles Lindbergh í tilefni af Atlants- hafsflugi hans. > < Strangar kröfur eru gerðar varðandi heilbrigði banda- rískra geimfara. Þótt Donald K. Slayton væri búinn að ganga undir margs konar heil- brigðisrannsóknir, komust láeknamir loks að ofurlitlum hjartatruflunum hjá honum og í hans stað var Scott Carp- enter valinn sem geimfari Bandaríkjanna. t ti w il « K « Í1 © | © g ® g .9 [I © |j < Joan Crawford, sem var ein af dáðustu kvikmyndastjörn- um Hollywood á árunum 1930- 40, undirbýr nú endurkomu sína í kvikmyndaheiminn. í fyrstu kvikmyndinni á hún að leika hjúkrunarkonu á geð- veikraspítala. Þegar hinn 17-ára gamli John Taylor lýkur skólanámi sínu á þessu ári, munu að minnsta kosti þrjú fræg knattspyrnu- félög vera fús að ráða hann. Honum er spáð miklum frama sem knattspyrnumanni. Hér sést Taylor leika sér að knett- inum á leið í skólann. > ilisblaðið 155

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.