Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 22
Á Wimbleton-leikunum í ár er enska skólastúlkan Eaine Ash- by, 18 ára að aldri, yngsti þátt- takandinn frá 39 löndum. Hún hefur leikið tennis síðan hún var 12 ára. Hún verður nú sennilega ekki meistari, en að fá að taka þátt í leikunum er þó talið eftirsóknarvert. > < Þessi króna er búin til úr 3.000 eggjum. Hún er í þýzka smábænum Kiidringhoven í nánd við Bonn. Þaö eru með- limir ungmennafélags staðar- ins, sem eftir gamalli siðvenju hafa gengið hús úr húsi og safnað eggjum. Síðan gerðu þeir krónima sem tákn frjó- seminnar og hengdu upp í kirkjugarðinum. Þar á hún að hanga þar til uppskerunni er borgið. Sjálfvirkur rafmagnstann- bursti er nú staðreynd í Ame- ríku. Handfangið, sem hinum ýmsu tannburstum fjölskyld- unnar er stungið í, hefur mót- or og rafgeymi. Þegar burst- arnir eru ekki notaðir eru þeir geymdir í veggskáp, þar sem rafhlaðan er hlaðin sjálf- krafa. > < Þessi maður er eiginlega veitingamaður, en hann kunni hina æðri bakaralist, sem kem- ur bezt í ljós af því, að hann var nýlega valinn sykurbak- araprins Frakklands. Hér sézt hann með tákn tignar sinnar og etur af meistarastykkinu. < Þessi kýr er af afrísku naut- gripakyni, Aukole. Litli kálf- urinn leitar sér skjóls hjá móð- ur sinni, því ennþá vantar hann hin miklu hom, til að verja sig með. Fyrir skömrrfc dvaldist Win- ston Churchill í Monte Carlo og varð þá fyrir þvi óhappi að detta og lærbrotna. Hér :;ézt hinn aldraði stjórnmálamaður á heimili sínu í Lundúnum. > 154 HEIMILISBLAÐ11’

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.