Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 19
< Fílahúð hættir til að springa og ekki sízt á fótunum. Það verður þess vegna að eyða talsverðum tíma í snyrtingu á fílunum í dýragörðunum. Fæt- urna þarf að þvo, slípa negl- urnar cg smyrja með olíu. Undarlegir farþegar komu til flugvallarins í Diisseldorf. Þetta voru kamelljón, sem afr- ískt flugfélag gaf dýragarðin- um í Diisseldorf. Hér skríða þessi kátu dýr á flugþemunni, sem annaðist þau á ferðinni. > < Hér sést Lundúna-Iögreglu- þjónn vera að handtaka þriggja mánaða gamla Himalaja-björn á Victoríu-stöðinni í Lundún- um. Björninn er verndardýr á auglýsingasýningu fyrir mið- stöðvarhitakerfi, og við kom- una til stöðvarinnar sá húnn- inn sér leik á borði til að strjúka. Það mætti ætla, að þessi mað- ur væri sérlegur kraftakarl, þar sem hann getur borið 1.200 lítra tank.. Tankurinn, sem er framleiddur úr gerfiefni og er þrisvar sinnum léttari en sam- svarandi tankur úr málmi. Hann á að nota undir áburð- arlög. > < Flugfélagið Trans World Airlines hefur látið öllum sín- um flugfreyjum, 1.400 íalsins, í té tvo nýja einkennisbúninga, annan til sumarnotkunar og hinn til vetrarnotkunar. Það er siðarnefndi búningurinn, sem unga stúlkan sýnir hér á myndinni. Háhýsi geta litið vel út, eins og sézt á þessari 26-hæða skrif- stofubyggingu í Sydney í Ástr- alíu, stærstu byggingu í land- inu. Húsið er hitað upp með 1,35 milljónum litra af sjó að vetrinum en kælt á sumrin. > lisblaðið 151

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.