Heimilisblaðið - 01.12.1964, Page 7
Xinásaga eftir
^ucland Marniur.
Hetja við stýrið
Larry kom gangandi neðan frá bryggj-
Unni. f>ag var gúig ag kveikja á götuljós-
^erunum. Ljósið var eins og þokukennd
ara umhverfis þau, en náði þó að varpa
daufu skini á andlit hans um leið og hann
§ekk fram hjá þeim: sterklegt andlit,
°venjuiega alvarlegt. Hann var þriðji stýri-
jbaður á skipi því, sem nýkomið var til
afnar með hóp skipbrotsmanna um borð.
Hann gekk hvatlega gegnum hinar
ykkjóttu götur hafnarhverfisins og inn
1 hús eitt, þar sem hann hringdi dyra-
íöllu við litla íbúð. Andartak stóð hann
yrr í miklum spenningi. Síðan voru dyrn-
ai opnaðar, og í ljós kom ung stúlka;
'larminn að innan lýsti á hinn hávaxna
aðkornumann. Undrunin sem greip hana,
ekk hana til að hopa eitt skref aftur á
k, en svo stanzaði hún skyndilega.
»Larry!“ stundi hún lágt, hrærðum huga.
Þetta þú!“
”Lú hefur verið að gráta“, sagði hann.
Hún hristi höfuðið, og fölt bros kom á
audlitið. ,,Nei. .. .“ En það fóru örsmáar
Prur um munn hennar. „Ég skrifaði þér,
a þú mættir ekki köma, Larry.“
”Hg þarf að segja þér, dálítið, Marta.“
»Við höfum talað um allt sem tala þarf.
ÞU. . «
^ Hann hristi höfuðið, og nú var það
,ann’ Sem brosti dauft. „Má ég stíga inn
v.. ■ Hann smaug hægt en ákveðið fram-
y. a ^enni og gekk inn. Andartak stóð hann
ri °S sneri í hana baki, en leit í átt til
ö sgans. Þegar hann sneri sér við aftur,
nEl]VtILlSBLAÐIÐ
sat hún í sófahorninu og horfði á hann.
En hvað hún var hugprúð og ákveðin,
hugsaði hann. Hún bar höfuðið hátt og
gerði sér far um að láta grá augun koma
upp um tilfinningar sínar. Hann brosti til
hennar aftur. Hún gat ekki staðizt það
bros. Hjarta hennar kipptist við. „Þú lítur
þreytulega út, Larry,“ sagði hún.
Hann tók ekkert eftir þessari athuga-
semd, heldur kinkaði kolli í áttina að dag-
blaði, sem lá á borðinu. „Ég sé, að þú
hefur lesið þetta.“
„Já, auðvitað.“ Aftur reis á milli þeirra
sá hái múr, sem getur staðið í vegi fyrir
gagnkvæmum skiptum tveggja sálna, þeg-
ar spennan er sem hæst. „Larry — hvers
vegna komstu? Ég bað þig um að gera það
ekki. Ég var búin að segja þér, að það
yrði til einskis gagns. Þú gerir þetta aðeins
erfitt fyrir okkur bæði. Við getum ekki
haldið áfram að kveðja hvort annað þann-
ig í hvert skipti, sem þú kemur í höfn. Ég
afber það ekki, Larry. — Ég afþer það
ekki.“
„Gallinn er sá, að við erum yfirleitt að
kveðjast, Marta, í staðinn fyrir að heils-
ast. Þú hefur verið að gráta, Marta, af því
þú vissir, að skipið mitt var komið í höfn
og þú hefur beðið mig um að heimsækja
þig aldrei framar. En það tjóar ekki. Það
er enginn í heiminum til, nema ég og þú,
— við, hvort fyrir annað, og það veiztu
vel. Þú segist ekki vilja giftast sjómanni.
En þú getur ekki veitt þá mótspyrnu. Því
að við þurfum ekki annað en líta hvort á
227