Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 14

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 14
Smásaga eftir Paul-Louis Uervier. ÞRJÚ BÓNORÐ Eftir miðdegisverðinn lét Nellie kennslu- konuna sína, ungfrú Dubiteaux, fara eina út á garðpall, aldrei þessu vant, en þar vorum við vön að drekka kaffið. Hún gekk aftur á móti til mín og spurði mig lágt, hvort ég mætti vera að því að tala við hana einslega. „Við skulum þá koma inn í vinnustofu mína“, svaraði ég. Nellie er skjólstæðingur minn, allt það sem æskufélagi minn og bezti vinur, Jac- ques Boulaine eftirlét mér í arf eftir sinn dag. Hann var mikill ágætismaður, en hafði ekki haft lánið með sér í lífinu. Konan hans lézt eftir eins árs hjúskap, þegar Nellie fæddist, og nokkrum árum síðar missti hann aleigu sína — og reyndar meira til — við gjaldþrot fyrirtækis, sem hann hafði verið ginntur til að taka þátt í. Allt þetta, ásamt versnandi heilsu, gerði út af við hann að lokum. Skömmu fyrir andlát sitt fól hann Nellie einkadóttur sína mér í hendur. Ég lét barnið alast upp úti í sveit, svo að hún gæti notið eins mikils frelsis og útivistar og kostur var, og bæði hún og kennslukonan hennar nutu þess arna í rík- um mæli í stóra húsinu mínu í Lazenay- zur-Auron. — Þegar hún var orðin það stór, að hún fór að ganga í háskólann, lét ég hana fá til umráða meiripartinn af hinni rúmgóðu einkaíbúð minni í París. Að undanförnu hafði Nellie verið undar- lega lokuð, óráðin eins og gáta, vandmeð- farin og að þvi er virtist óánægð, en í kvöld hafði hún verið næstum ofsakát. Hvað gat það verið, sem hún þurfti að trúa mér fyrir og kennslukonan hennar mátti ekki heyra? Ég kveikti mér í sigarettu, hagræddi mér 234 í sæti minu og bað hana að segja mér altt af létta um það, sem henni lægi á hjarta. „Fóstri minn.... veiztu, að þú hefur gert mér dálítið gramt í geði?“ Ég lagði sígarettuna frá mér, því að 3 dauða mínum átti ég von en ekki þessu. „Já. ... jafnvel meira en lítið gramt 1 geði“, hélt hún áfram. „Ef þú hugsar þté vel um, geri ég meira að segja ráð fyrir’ að þú viðurkennir það. Hvers vegna leyfð' irðu mér ekki að vera kyrr uppi í sveit- þar sem mér leið svo vel og þótti svo gah1' an að vera? Hvers vegna kenndirðu mel ekki að vera nægjusöm og lítillát? Hér hef' urðu látið mig búa við dýrustu þægind1 og munað — rétt eins og þú sjálfur gerJ1, Ég þekki alla vini þína, og sumir þeii’1'3 hafa jafnvel auðsýnt mér vináttu, sem er meira en lítið hreykin af. Þú hefur dek1' að við mig og uppfyllt allar óskir mínar' „Já, en yfir hverju í ósköpunum ertu Þ;1 að kvarta, barnið gott? Já, segðu það bara' Þú veizt, að stærsta gleði min er að gelíJ þig hamingjusama." „Heldurðu þá raunverulega, að ég gel? haldið áfram að afbera slíkt líf sem Þetta' Þú brosir af umburðarlyndi.... vegna þesS að ég er dekurbarn, ég veit það vel. p hefur gaman af því að veita mér allt, 36111 mér getur dottið í hug. Ég á minn eig111 smábíl, ég fer á allar frumsýningai’. ^ get farið í bíó hvenær sem ég vil. Ég félagi í fínasta tennisklúbbi borgarinn3^ og á veturna fæ ég að leggja stund ^, íþróttir í Sviss. Ég hef ferðazt með Þer ^ Hollands, Frakklands og Spánar, og 11 hefurðu lofað mér að fara með mig . Egyptalands. En samt sem áður er ég e . nándar nærri eins hamingjusöm og UP HEIMILISBLAP15

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.