Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 18

Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 18
vizkan tók að bæra á sér. Hvað myndi Nellie segja? Á meðan ég horfði á eftir honum, langaði mig til að geta tekið orð mín aftur, sem skroppið höfðu út úr mér hugsunarlaust. En töluð orð verða ekki aftur tekin, teningunum var kastað, og þess vegna sagði ég nákvæmlega það sama við Al- bert — síðar varð ég að hugsa um afleið- ingarnar. í kvöld myndi hann og fleiri ræða þessar nýju fréttir hjá Dancevoirs. Ég gat heyrt þá hvísla: „Hafið þið heyrt, að hann Robert Huvenin ætlar að giftast fósturdóttur sinni?“ Já, og sitthvað fleira myndi verða sagt, ekki allt fallegt; ef til vill myndu sumir glotta. Mér kólnaði og hitnaði á víxl við tilhugsunina. — Og hvað um Nellie? Hvernig myndi hún taka þessu? Ég tók að finna upp einhverja af- sökun gagnvart henni. Því var ekki hægt að segja, að þetta væri bráðsnjöll lausn? Ég var þó ekki nema fertugur og hún nítján. — Tuttugu og eins árs aldursmun- ur var raunverulega engin ósköp. Maður heyrði daglega talað um slík hjónabönd. Og ég hafði eins mikið dálæti á Nellie og nokkur maður gat haft á annarri veru. Nei, meira en það. . . . ég elskaði hana. . . . gat ekki lifað án hennar! Skyndilega skiidi ég sjálfan mig til fulls og ástæðuna fyrir afbrýðissemi minni. Bara að Nellie færi nú ekki að skellihlæja, þegar ég segði henni sannleikann. Þegar heim kom, kallaði ég á Nellie inn til mín. „Nellie,“ hóf ég máls, hátíðlegur í bragði. „Ég hef nú í einu og öllu gert það, sem þú fólst mér að gera. Albert og Step- hen hafa fengið að vita allt.“ „Og hvaða ástæðu gafstu þeim?“ „Ég greip til þess, sem mér datt fyrst í hug, og án þess eiginlega að hugsa mig nokkuð um. Ég. .. . ég... .“ Ég gat ekki haldið áfram. Það var eins og orðin sætu föst í hálsinum á mér. Augu Nelliear störðu á mig í spurn. Svo spurði hún brosandi: „Já, hvaða ástæðu gafstu?“ 238 Aftur fann ég til óttans við skellihlátuD en ég sá, að ég gat alveg eins tekið á móú honum eins og óttazt hann endalaust. „Ég hef verið að hugleiða það, Nellie (ég hefði átt að segja: elskan mín, en segJ' um, að hún vildi mig nú ekki; segjum, a^ hún færi að hlæja) ........sjáðu til, mé1 finnst ekki, að við tvö getum skilizt hvoi’1 frá öðru... . við höfum alltaf búið samarl og þótt vænt hvoru um annað. ... (ó, Þvl' líkt mas!) . . . .við, okkur hlýtur að þy^a vænt hvoru um annað, og við getum veri^ svo hamingjusöm . . . .við tvö. .. . (Bar’a að hún vildi eitt andartak hætta að gó*13 svona á mig, í staðinn fyrir að verða meira og meira spyrjandi á svipinn!). . Nellie^ ég. . gætirðu ekki hugsað þér að. . . • “ Skyndilega Ijómaði andlit hennar, augun urðu stór og skær. Hún hljóp í fat1^ mér og lagði armana um hálsinn á mér. „Loksins, loksins hefurðu skilið, hvað e£ var að fara!“ hrópaði hún, „ó, hvað ég eí hamingjusöm, ástin mín — ástin mín. • • •. Ástin mín! Það var hún, sem varð fyrl! til að segja þessi orð, sem ég þorði eK^1 að segja sjálfur. Og hún hló ekki! tm Enskir skólanemendur eru ófeimnir aö taka^ A miklu leikrit Shakespeares sem skólaleikrit- ^ myndinni sjáum við nemendur i hlutver „Romeos og Júliu". heimilisblA01

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.