Heimilisblaðið - 01.12.1964, Qupperneq 28
„Og vegna hr. Róberts, sem liggur hér
ósjálfbjarga, frú.“
„Hryllilegt — hryllilegt, Frost.“
„Það verður að segja honum frá þessu
með ýtrustu gætni, þegar hann kemst til
meðvitundar. Eða hefur frúin hugsað sér
að stöðva þau?“
„Ég veit ekki einu sinni, hvar ég ætti
að leita þeirra, Frost.“
Það er þá þannig, hugsaði hann og svar-
aði: „Þetta er mjög dapurlegt, frú. Ég skal
sjá um, að ekki verði um þetta rætt meðal
starfsfólksins hér.“
„Þakka þér fyrir, Frost. Því minna sem
þetta spyrst út, þeim mun betra.“
Hún gat ekki leynt hinn reynda þjón
gleði sinni og létti, enda gerði hún enga
tilraun til þess. Að sjálfsögðu varð hann
að segja það, sem við átti, en síðan varð
allt að fara á þann veg sem verkast vildi.
Engu að síður var honum fullljóst, að frúin
var hin ánægðasta. Allt nágrennið vissi,
að hún hafði óskað eftir Rinnu sem tengda-
dóttur.
Og þeir voru ekki margir, nágrannarnir,
sem vissu það enn, að Róbert hefði kvænzt.
Tía hafði komið, en farið aftur eftir tvo
daga. Hún hafði ekki valdið svo mikið
sem gáru á hinu rólega yfirborði hins dag-
lega lífs — og myndi ekki heldur fá tæki-
færi til þess héðan af.
En hvað um Róbert. . . . ? Við Rinna
munum áreiðanlega ná á honum réttum
tökum með gagnkvæmri hjálp, hugsaði
hún.
Hún fór niður í dyngju sína, aflæsti, og
hringdi til Rinnu. „Elsku Rinna mín, þetta
er Dahlia. Róbert hefur liðið ágætlega í
nótt. Ertu fáanleg til að skreppa til mín
sem snöggvast?"
„Ég er nýkomin inn úr reiðtúr, og það
fæddist kálfur í nótt. .. .“
„Það er nokkuð skelfilegt, sem ég þarf
að segja þér, elskan mín. Martin er farinn
leiðar sinnar og hefur tekið Tíu með sér.
Hann er á leið með hana suður á eyjuna
sína og óskar þess, að Róbert sæki um
skilnað.“
„Dahlia....!“
„Þau hafa auðsjáanlega lagt af stað
seint í gærkvöld, og í morgun rakst Clara a
bréf til mín frá honum í herberginu hans,
þar sem hann gefur þá skýringu. . . . “
„Ég hefði aldrei trúað því, að Martin
gæti komið fram við þig og Róbert af öðru
eins tillitsleysi. Þegar Róbert liggur hjálp-
arlaus og ófær um að gæta konunnai'
sinnar!“
Þú hljómar eins og samæfð rödd í kói',
hugsaði Dahlia, ég og þú munum áreiðan-
lega komast vel út úr þessu — með sam-
eiginlegu átaki.
Upphátt svaraði hún: „Það er voðalegb
að annað eins og þetta skuli geta gerzt
undir mínu eigin þaki, Rinna. Ég er bein-
línis miður mín. En þú kemur hingað eins
fljótt og þú getur.“
Dahlia sat yfir morgunverðinum, þegaf
tilkynnt var koma Richards Kampe.
„Biðjið herra Kampe að bíða“, svaraði
hún virðulega.
Rinna kom og hitti Dahliu úti í gai’ðin-
um. Rinna hafði ekki gefið sér tíma til
þess að fara úr reiðfötunum, heldur sezt
í bílinn þegar í stað.
„Ö, elskan. . . .!“
„Elsku bezta. . . .!“
Þær léku skopleik hvor framan í annari%
rétt eins og konur af betra tági gera svo
gjarnan, þegar þær skilja hvor aðra út 1
æsar.
„En hræðilegt!" — „En viðurstyggile^a
tillitslaust!“ — „Að Martin skuli geta gelt
annað eins!“ o. s. frv., o. s. frv. í sama
dúr.
„Og nú er þessi ómerkilegheitastrákm
kominn hingað enn einu sinni. — Frost,
látið hann bíða frammi í blómastofun11*'
Þarna stendur hann og glápir hingað út ti
okkar. Vinkaðu til hans,“ sagði Dahlia-
248
HEIMILISBLAÍÚ5