Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 10
Dularfullt fyrirbœri Eftir Henry Duvernois. Hin fagra og velklædda kona bar með sér angan af dýru ilmvatni, þar sem hún gekk inn á lögreglustöðina. Hún leit út fyrir að vera í nokkurri klípu, og lög- reglufulltrúinn reyndi hvað hann gat til að róa hana, til þess hún gæti útskýrt fyrir honum, hvað henni lægi á hjarta. „Þetta er allt mjög dularfullt,“ sagði hún að lokum, ,,í rauninni alveg óútskýr- anlegt. Ég er algjörlega miður mín, og eft- ir það sem gerðist í gær hef ég séð mig tilneydda að yfirgefa íbúðina mína og búa á hóteli. Hér er nafnspjaldið mitt, ég heiti frú Parcigny. Á heimili mínu er þjónustufólk, sem ég treysti fullkomlega, og húsverð- irnir eru áreiðanlegir og reglusamir menn. Ég verð sömuleiðis að bæta því við, að aðrir íbúar hússins heyra til betri borg- urum. .. . “ Konan, sem var miður sín af geðshrær- ingu, þagnaði andartak til að draga and- ann, en hélt svo áfram: „Fyrir átta dögum var ég boðin í brúð- kaup frænku minnar; það var í Pyrenea- fjöllum. Þjónninn minn og kona hans, sem er eldhússtúlka hjá mér, höfðu fengið leyfi til að fara til Auvergne, en þau eru ættuð þaðan, til þess að heimsækja fjölskyldur sínar og sækja smávegis arf, sem þeim hafði áskotnazt. Ég tók stofustúlkuna mína með mér til Ciboure og læsti húsinu. . . . Ó, herra lögreglufulltrúi. . . . “ „Og þegar þér komuð heim aftur sáuð þér, að innbrotsþjófar höfðu verið í íbúð- inni!“ „Málið er ekki svo einfalt; þvert á móti er það mjög dularfullt. Ég myndi heldur hafa kosið venjulegt innbrot, slíkt er ekki svo hrollvekjandi. Sem sagt: Ég kom heim í gærkvöldi. Strax þegar ég gekk inn úr dyrunum, fann ég það á mér, að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað í íbúðinni. Þetta var beinlínis hugboð.... auk þess sem mér fannst ég finna tóbakslykt. Ég fékk hjartslátt og gekk inn í svefn- herbergið.... Rúmið var umbúið, en ekki á sinn venjulega hátt. .. . það var auðséð, að einhver hafði legið í því.... Allt var á rúi og stúi. Myndin af mér, sem venjulega stendur á arinhillunni, stóð nú á litlu borði við rúmstokkinn. Ég fann líka vasaklút, ómerktan, og ég er með hann hér, ef hann gæti komið yður að gagni við upplýsingu málsins. Ég fann alls staðar einhver merki þess, að karlmaður hafði verið í íbúðinni, eða kannski kvenmaður — ég gat ekki verið alveg viss um, hvort heldur var. Það furðulegasta var, að persónan hafði fengið sér bað í baðkarinu mínu og hafði notað sömu baðsöltin og ilmvötnin og ég sjálf er vön að nota. Það mátti sjá, að eýtt hafði verið verulega úr glösunum. Og persónan hafði tekið sér þrjár eða f jórar bækur úr skápnum til að lesa. • • ■ ‘ „Og stolið þeim!“ „Nei, þær voru settar þar aftur, en bara ekki á sína réttu staði.“ „Funduð þér nokkurs staðar matar- leifar?“ „Nei, aðeins kexboxið hafði verið opn* að.“ „Hafði nokkuð verið drukkið?“ „Nei.“ „Þér hafið þó átt vín heima, var Þa® ekki?“ _ . H „Jú, vín var í íbúðinni. I borðstofunni- 7 7 „Var alls ekki búið að opna flöskurnar. „Nei.“ „Og alls engu hafði verið stolið fra yður?“ „Jú, reyndar. — Mjög þýðingarlausun1 hlut. Gamalli smátösku, sem ég set í sma' dót, þegar ég fer í leikhúsið." „Er það allt og sumt?“ „Já, það er allt og sumt, en þetta el alveg hræðilegt.... Ég er svo hrædd, herra lögreglufulltrúi. Þótt allur heimurinn v®11 í boði, þori ég ekki heim til mín fyrr eV AE)ip 54 HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.