Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 38
Við, sem vinnum eldhússtörfin Hér eru nokkrar uppskriftir af mjög fínum kökum, og það væri alveg tilvalið að reyna eina eða fleiri nú þegar. SÍTRÓNUSANDKAKA: 250 gr. smjör 200 gr. sykur 6 egg Safi og raspað hýði af lVi sítrónu 250 gr. hveiti 1% tsk. ger Skreyting: flórsykur Bræðið smjörið og bætið það dálítið áður en sykurinn er þeyttur i. Þeytið vel og lengi og látið eggin eitt og eitt út í, og þeytið vel á milli. Hrærið sitrónusafa og -hýði út í og síið hveiti og lyftiduft og látið út í. Hrærið deigið saman og látið í aflangt form. Látið formið strax í ofn- inn og bakið í 1 klst. við 175° hita. Látið hana vera að minnsta kosti í 10 mín. í forminu eftir að kakan er tekin út úr ofninum. MÖNDLUKAKA 100 gr. smjör 150 gr. sykur 4 egg 200 gr. sætar möndlur 3 stk. bitrar möndlur 1% tsk. lyftiduft 200 gr. hveiti 2 dl. rjómi 4 súr epli 2 msk. aprikósulikjör 2 msk. sykur Hrærið smjör og sykur þangað til það er orðið hvítt og látið eggin út í og eitt í einu. Malið allar möndlurnar í möndlu- kvörninni og blandið þeim saman við hveitið og lyftiduftið. Hrærið út í deigið og blandið með rjómanum, aðeins llh—^ msk. í einu og hrærið vel. Látið deigið 1 velsmurt hringform. Skerið eplin í þunna báta og veltið þeim fyrst upp úr apríkósu- kjörnum og síðan upp úr sykrinum. Sting' ið sneiðunum síðan í kökuna í fallegj mynstur. Bakið kökuna í 1 klst. við 1?5 hita. Látið kökuna vera í forminu í 8—^ mín. eftir að hún er tekin út úr ofninum- 1 staðinn fyrir apríkósulíkjörinn má nota kanel og sykur. VALHNETUKAKAN HENNAR ÖMMU 5 eggjahvítur 250 gr. sykur 350 gr. valhnetukjarnar KREM: 150 gr. smjör 250 gr. síaður flórsykur 1 eggjarauða 50 gr. saxað suðusúkkulaði 1 msk. fínt saxað súkkat Súkkatræmur, hálfir valhnetukjarnar Þeytið eggjahvíturnar þangað til Þ001, eru orðnar stífar og látið þá sykurinn út og síðan malaða valhnetukjarnana. Láú deigið strax í vel smurt form (hringlagaj og bakið kökuna í ca. 45 mín. við 150 Látið hana síðan vera 8—10 mín. í f°rrIV inu, áður en hún er tekin úr forminu kæld. Hrærið smjörið og flórsykurin11, Látið eggjarauðuna út í og hrærið í einf mínútu. Bætið söxuðu súkkulaðinu út ; ásamt súkkatinu. Smyrjið þessu krenii kökuna og skreytið með súkkatræmunu og hálfum valhnetukjörnum. AP19 82 heimilisbl

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.