Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 20
fyrir það að kaupa litmyndina af skip- stjóra. Hann borgaði hana með gullpen- ingnum, sem honum hafði þótt svo vænt um, reifaði hana vandlega og þaut af stað með hana heim til sín. Á leiðinni nam hann staðar og kyssti myndina og tárin runnu af augum hans. Maður nokkur kom hlaup- andi á eftir honum; hann var ofursti í flota- liðinu og bjó í nágrenninu; hann hafði líka verið á uppboðsþinginu, og kom of seint til að geta keypt myndina, en langaði mjög til að eiga hana. Hann elti nú kaupandann, náði honum og bauð honum tvöfalt verð fyrir hana — þrefalt — tífalt; en það kom fyrir ekki. ,,Ég sel hana ekki fyrir nokkurn mun“, sagði Andrés einarðlega og þar við sat. Fór hann nú heim til sín með myndina. Að vísu datt honum í hug, að nú ætti hann ekkert skotsilfur til ferðarinnar til borgar- innar Lyon (líong), þar sem hann hefði fargað gullpeningnum sínum. En í sama bili sagði hann við sjálfan sig: „Guð mun eflaust hjálpa mér! Ég et og drekk því minna og fer því hraðar yfir, þangað sem ég get unnið mér eitthvað inn“. — Hann kyssti myndina og hressti upp hugann. En hvert átti hann nú að fara með svo stórt og þungt myndaspjald? Hann varð hug- sjúkur út af þessu. Ekki gat hann tekið hana með sér. En hverjum gat hann trúað fyrir henni þar í þorpinu? Engum, því að honum þótti svo sárt að skilja við svo ást- fólgna mynd. Hann hafði einmitt keypt hana til að hafa hana fyrir augum sér, hugga sig og gleðja við hána. Hann vildi með engu móti sjá af henni, og velti því fyrir sér á allar lundir, hvernig hann mætti hafa hana með sér. Þá kom honum í hug, að losa frá spjald- ið, sem var að baki myndarinnar og taka út línið, sem myndin var prentuð á, vefja það vandlega saman og flytja það með sér. Þegar hann væri búinn að fá sér atvinnu, ætlaði hann að smíða nýja umgerð, hag- lega gerða, utan um myndina og hengja hana síðan á vegginn í herberginu sínu, þegar hann vaknaði og hið síðasta áður en hann sofnaði. ,,Já, þetta er óskaráð“, mælti hann og klappaði lof í lófa. En samt vildi hann ekki láta gömlu umgerðina glatast. ,,Ég ætla“, segir hann, ,,að biðja guðföður minn, barna- skólakenarann (sem hann þá bjó hjá) að geyma hana vandlega, þangað til ég sæki hana sjálfur eða hann sendir mér hana, þegar ég hef fengið einhvers staðar at- vinnu“. Þetta sagði nú Andrés við sjálfan sig og gekk þegar inn í stofuna til húsbónda síns og heimilismanna hans. Hann sýndi hon- um dýrgripinn, sem hann hafði keypt, skýrði honum frá áformi sínu og bað hann að geyma fyrir sig umgerðina og tók hann því vel. Hann sótti nú tól til að ná út lit- myndinni og lagði varlega hönd á verkið. Þegar búið var að losa spjaldið aftan á, þá var pappírinn, sem undir lá, vandlega tekinn burt; en nú fundu þeir bréf mikið, sem náði yfir alla myndina aftan á með þessari utanáskrift: „Til núverandi eiganda þessarar litmyndar“. Þeir Andrés og skólakennarinn undruð- ust mjög. Skólakennarinn setti upp gler- augun, las utanáskriftina í annað sinn, skoðaði nákvæmlega ættarmerkið í annað sinn, en gat þó að lokum engin ráð lagt, þegar Andrés spurði, hvað hann ætti að gera. Samt sem áður réðu þeir af; að láta sækja bæjarfógetann. Þeir skýrðu honum frá, hvar komið væri og báðu hann leggja ráð til, hvað gera skyldi. Bæjarfógetinn brosti og mælti: „Hér er enginn vandi úr að ráða, utanáskriftin er hönd hins frarn- liðna skipstjóra og signetið hans er auð- kennilegt. Ég og margir bæjarmenn erum vottar þess, að Andrés keypti myndina i umgerðinni á uppboðsþinginu og borgaði hana réttilega. Hann er nú vel að henm kominn og að öllu því, sem henni fyl£pr' Bréfið er til hans, og má hann þegar brjóta það upp; vera má, að hinn framliðni haft gert í því einhverjar ráðstafanir, sem ég er viss um, að Andrés framkvæmir, ef hon- um er það unnt.“ (( „Ó, feginn, feginn vil ég gjöra það- hrópaði Andrés, braut upp bréfið og fanm að það var fullt af bankaseðlum. Á miU1 þeirra lá opið bréf, er Senan hafði sjálfur skrifað. Annað skjal var þar líka þess efms- 64 H E I MI L I S B L A Ð 1 Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.