Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1965, Blaðsíða 28
hún getað farið til hans og trúað honum óhrædd fyrir hverju sem var. Hinsvegar var henni orðið það ljóst nú, að hann var hvorki sérlega miskunnsamur eða þolinmóður að eðlisfari, og — það sem var öllu verra — að hann elskaði hana ekki með þeim tilfinningum, sem fyrirgefa allt. Hann hélt henni stöðugt frammi fyrir dómstóli. Hann hafði tekið hana burt með sér í augnabliks hrifnæmi og gremju, en kannski líka af einhverri vorkunnsemi í hennar garð, — en ekki hvað sízt vegna þess, að hann hafði verið fastákveðinn í því að hafa konuefni með sér heimleiðis. Henni hafði ekki tekizt að vinna traust hans, vegna þess að hún gat aldrei fengið sig til að vera fullkomlega einlæg við hann. Líf hennar var orðið sem einn ferlegur lygavefur, — var honum það fullljóst, að lygaflækjan var fyrir hendi? Hin minnsta dul fór ekki framhjá honum, svo merki- legt sem það nú var. Hún hugleiddi það stöðugt, hvaða erindi Róbert og Richard Kampe gætu átt við hana. Hvað bjó þeim í huga? Fyrir kom, að hún hélt að Róbert væri raunverulega ástfanginn af henni á sinn hátt, og að hann ætlaði að elta hana uppi, til þess að taka hana frá Martin Grove. En í hvert sinn sem þessi hugsun hvarflaði að henni, fann hún til aukinnar gremju í garð Ró- berts. Hún kreppti hnefana og sagði við sjálfa sig: ,,Aldrei!“ Hún hataði Róbert. Hún hataði hann. Morgun einn, er hún vaknaði, var henni þetta fullkomlega ljóst: ,,Ég hata hann svo, að ég gæti. .. . “ En hún gat ekki hugsað hugsunina til enda. Jan Huyn tók að senda henni sjaldgæf- ar plöntur í garðinn hennar ásamt textum til útskýringar. Sjálfur kom hann lika nokkuð oft í heimsókn. Svo var að sjá sem hann hefði mikinn áhuga á garðrækt. „Ég mun hrífast af öllu, sem fagurt er í þessum heimi — svo lengi sem ég lifi,“ sagði hann og leit á hana þessum sérkenni- lega glampandi augum sínum. Hún óskaði þess innilega, að Martin y1’®1 til þess að mótmæla þessum heimsóknun1’ en Martin lét þau eiga sig fullkomleg9; Henni var ofurvel ljóst, hvað allt þetta átö að þýða. ,,Ef þú vilt hengja þig, þá f spottinn hérna, veskú,“ sagði hann — aI1 orða. Hún hafði á tilfinningunni, að honuu1 þætti ekki ómaksins vert að bjarga henn1- Og hún fann til meiri auðmýkingar al1 nokkru sinni fyrr. Kvöld eitt, þegar mj°£ var heitt í veðri og umhverfið var lauga° björtu tunglskini, spurði hún hann hisP' urslaust, þar sem þau sátu við matborð1 • „Hvað heldurðu eiginlega um mig, Mal’ tin?“ Þau voru búin að borða. Eins og að venJ11 hafði maturinn verið hinn fullkomnasti '" Sava hafði komið með kaffið og var búin11 að draga sig í hlé. Framundan beið þei1’13 kvöldið, og nóttin, en þótt þau gerðu 11 raun til að leika brúðhjón í augum alin arra, ríkti jafnan á milli þeirra einhve kuldi, sem bar næstum því blæ af borðskurteisi. , Það var sök Martins. Hún var farin a^ viðurkenna fyrir sjálfri sér, að ef til henn ar kasta kæmi, myndi hún ekki fyrir S1 leyti vilja draga sig í hlé frá honUIir þegar þau buðu hvort öðru góða nótt kvöldin. „Hvað heldurðu um mig?“ spurði huh- Hann leit á hana og virti hana fyrir s g hugsi. „Mér finnst þú vera fallegasta u11® kona, sem ég hef augum litið.“ „Já, það hefurðu sagt áður. En ég á V1 að því undanskildu, hvað heldurðu Þa u mig?“ . • kki „Góða bezta, ég þekki þig í rauninm e enn,“ svaraði hann. Hún setti olnbogann á borðið, honum stórum augum sínum og vel, að það var alröng aðferð að einn mann þannig og um slíkan hún gat ekki stillt sig um þetta. „Hvað viltu fá að vita fleira um 111 Martin? Segðu mér það.“ $ „Ekkert, væna mín. Ég æski ekki a að vita neitt,“ svaraði hann. _ . jg Þá hreytti hún út úr sér: „Þú kmr11 1? sneri að vissi ofL11 yfirh/yF hlut. ^n 72 HEIMILISBLA

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.