Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Side 35

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Side 35
ViÖ. sem vinnum eldhússtörfin Allar húsmæður þekkja matarleifar, sem tarf að nýta. En hvað á að gera til að gera þær girnilegar? Ágæt lausn er að búa til pie-deig og nota þær leifar sem fyllingu, sem fyrir hendi eru. Fiskréttur í pie-deigi. Veigið: 350 gr. hveiti 250 gr. smjör eða smjörlíki 2 msk. kalt vatn 2 msk. mjólk eða rjómi % tsk. salt 1 egg til að pensla Fylling: 150 gr. hrísgrjón 500 gr. soðinn fiskur 3 liarðsoðin egg steinselja (ef til er) salt Saxið smjörlíki og hveiti saman, bætið salti við ásamt vatni og mjólk. Hnoðið deigið fljótt °g vel saman og látið á kaldan stað í hálf- tíma (gjarnan í kæliskápinn). Sjóðið laus brísgrjón (og síið þau). Blandið hrísgrjón- iinum síðan saman við hreinsaðan fiskinn °g söxuðum harðsoðnum eggjum ásamt sax- aðri steinselju. Kryddið með salti. Klæðið form með pie-deiginu, látið fiskinn út á og tótið deiglok yfir. Pikkið göt á deigíokið og Penslið með samanþeyttu eggi. Bakist við góðan hita ca 250° í 12—15 mín. Það er gott að búa til hollandaisesósu með þessum rétti. ítalskt pie. Pie-deig: 200 gr. amjör eða smjörlíki 250 gr. liveiti 4 msk. vatn Fylling: 2 tómatar 8 ansjósuflök 2 msk. rifinn ostur salt og pipar Saxið smjörlíki og hveiti saman og hnoðið ^eigið fljótt og vel og látið á kaldan stað of- nrlitla stund. Fletjið út lengjur ca 12X30 sm og látið hana á plötu. Raðið niðursneidd- tómötum eftir miðri lengjunni, stráið pip- ar og salti yfir, leggið ansjósurnar á ská yfir fómatana. Stráið rifna ostinum yfir. Brjótið rendurnar til hálfs yfir fyllinguna, báðum megin. Stingið eldspýtum í kantana á með- an verið er að baka, annars geta þeir losn- að frá. Bakist við góðan hita 225—250° í 12—15 mín. Osta-pie. 175 gr. hveiti 100 gr. smjör eða smjörlíki ofurlítið salt 1 msk. kalt vatn Fylling: 3 egg 3 dl. mjólk 100 gr. reykt skinka 1% dl. rifinn ostur lítil dós af niðursoðnum rauðum pipar Ilnoðið deigið eins og venjulega. Klæðið ofn- fast fat með deiginu. Látið rauða piparinn á botninn ásamt ræmum af skinkunni. Þeytið eggin saman, þeytið mjólkina saman við og að síðustu rifna ostinum. Hellið þessari blöndu yfir skinkuna og piparinn. Látið strax inn í ofninn við góðan hita, 250° í um það bil 25 mín. Hér er svo uppskrift af nokkrum góðum og fljótlegum eftirréttum (ábæti). Epla- eða aprikósuábœtir: 1 y2 dl epla eða aprikósumauk 2 eggjahvítur 5 stórar makrónur 1 dl. rjómi Þeytið eggjahvítumar þangað til þær eru alveg stífar og þeytið smámsaman maukið saman við. Þeytið vandlega. Myljið makrón- urnar og leggið í ábætisglös ásamt epla- eða aprikósufroðunni, þannig að fyrst er látið lag af froðu, síðan makrónur og aftur froða o. s. frv. Skrevtið með þeyttum rjóma. Sunnudagaábœtir: % 1. rjómi ofurlítið af negul 150 gr. vínber (helzt bæði blá og græn) 10 marengskökur Stífþeytið rjómann og látið negul út í og HEIMILISBLAÐIÐ 79

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.