Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Page 14

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Page 14
Kjarkmesta stúlkan Sannur kjarkur er ekki fólginn í því að vinna mikil afrek — það sannaði Mimi í þessari sumarsmásögu eftir JANET GORDON ■ Sólin var að hverfa á bak við Cuniberlands- fjöllin. Dálítill hópur ungs fólks sat á ver- öndinni fyrir framan litla veitingahúsið og horfði á ferðamennina, sem höfðu lcomið með lestinni frá London. Það var spennandi að sjá, hvort nokkur bílanna stanzaði fyrir fram- an veitingahúsið eða héldi áfram til stóra hótelsins lengra út með stöðuvatninu. Þau vonuðu innilega, að þeir mundu halda áfram. Því að Fjalla-flokkurinn, eins og þau kölluðu sig, hafði nú á hverju sumri haft veitingahúsið út af fyrir sig, og þau vildu ógjarna fá félagsskap einhverra óviðkomandi manna. Þau voru fjallgöngumenn af lífi og sál með merki klúbbsins á marglitu skyrtun- um sínum og með mislita hálsklúta vafða kæruleysislega um hálsinn og með þykka ull- arsokka og vatnsleðursstígvél. Jim Allen, Agnes Irving, Steven Anderson og Rut, fal- lega litla konan hans Steve — og Larry Mun- ro. 011 voru þau í góðri þjálfun og hörð af sér. 011 voru þau ungar, fallegar manneskjur — sérstaklega Larry. Sérstaklega Larry — það fannst Agnesi Irving. Ilún sat og dreypti á teinu sínu og gat, án þess að Larry sæi það, látið augna- ráð sitt hvíla á hinum hreina, skarpa vanga- svip hans og fallega vexti, þar sem hann lá og lét fara vel um sig í körfustól. Agnes hafði ákveðið, að hún vildi giftast Larry. Hún var að beygja sig í áttina til eins af hinum til þess að fá eld í vindlinginn sinn, þegar allt í einu hraut af vörum Larrys: „Nú, hver skollinn." Fólksbíl var ekið upp að veitingahúsinu, og ung stúlka var að stíga út úr lionum. Og hvílík stúlka. Hún var lítil og grönn og hrein- asta listaverk á að sjá, með litla hrokkinlokka um allt höfuðið, þrifleg og hnellin. Hún hafði meðferðis fjölbreyttasta fjallgöngu-útbúnað, sem nokkurt þeii'ra, já, jafnvel Larry, hafði séð. Hún var með reipi og svefnpoka og stígvél og ýmiss konar samstæður af járnum, sem reyndir fjallgöngumenn nota í mjög erfiðum tilfellum. Meira að segja leigubílstjórinn frá stöðinni glotti, þegar hann tók það úr bílnum. „Hún er útbúin eins og hún ætli að ganga á fjallið Everest/ ‘ sagði Jim Allen, og þau voru öll að rifna af hlátri. Nú kom hún upp verandartröppurnar til þeirra og þau héldu niðri í sér andanum. Hún var alveg eins og brúða á að sjá, í dökkgrænni dragt með stuttu pilsi og í háum, uppreimuð- um og hælaháum stígvélum, sem náðu upp að hnjám. Og svo var hún með Týrólahatt á 'höfðinu með langri fjöður, sams konar og fólk tók með sér heim, þegar það hafði verið í Sviss, en enginn hafði kjark til þess að ganga með. Hún brosti feimnislega til þeirra og hvarf inn í veitingahúsið. Steven Anderson sagði lausnarorðið: „Eg er að minnsta lcosti feginn því, að hún jóðl- aði ekki.“ Fjallaflokkurinn fór að skellihlæja. í veitingahúsinu borðuðu allir gestirnir við sama borðið. Sú nýkomna beið þegar inni, þegar hópurinn kom í áttina til hennar, og hún sagði: „Ur því að við erum hér saman, finnst mér, að ég verði að kynna mig. Eg heiti Mimi Brown.“ Agnes starði á hana, en Rut, sem var góð- hjörtuð, sá, að Mimi Brown var mjög tauga- óstyrk, og sagði vingjamlega: 190 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.