Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Qupperneq 18

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Qupperneq 18
stafinn í kverkmmm : „Hún hefur ekki gefið neitt hljóð frá sér alla leiðina." Svo lyftu liprar hendur henni út. úr bíln- um, og skömmu síðar var glasi lialdið að vit- um hennar, og rödd sagði: „Svona, nú fer þetta allt saman að lagast.“ Hún tautaði syfjulega „Larry“ og rétti út höndina. — — — „Ég vorkenni henni auðvitað ákaflega,“ sagði Agnes, „en enginn annar en Mimi hefði getað innt það af hendi að detta á þessum kafla leiðarinnar.“ Hiin var að tala við Rut. Þau voru öll á veröndinni — öll nema Larry og Mimi. Margir dagar voru liðnir, og Mimi hafði legið í rúminu með öklabrot sitt. í dag ætl- aði hún fram úr, og á morgun ætluðu þau öll að lialda brott. Hátíðarmiðdegisverður hafði verið undirbúinn. Skrípalæti, hugsaði Agnes. Rut leið auðsjáanlega ekki vel. Hún sagði feginsamlega: „Þarna er Larry“. Larry stóð í dyrunum út að veröndinni, og andlit hans Ijámaði af gleði, takmarka- lausri gleði, sem hann gat ekki haft taum- hald á. Ilann sagði: „Óskið mér öll til hamingju. Mimi og ég höfum trúlofazt. Ég hefði viljað segja ykk- ur það við miðdegisverðinn, en Mimi var feimin og bað mig um að undirbúa ykkur.“ Agnes varð höggdofa, er hún heyrði þess- ar fréttir, það var eins og ísköld gusa. Hún sagði með hárri og reiðilegri rödd: „Larry, þú hlýtur að vera brjálaður!“ Hann sneri sér snögglega að henni, og nú var Larry reiður. „Hvað átt þú við með því, Agnes?“ Agnes var engin raggeit. Hún horfði beint á hann. „Larry, hún er allt öðruvísi en við. Hún tilheyrir alls ekki okkar hópi. Híin kann ekk- ert.“ „Kann ekkert?“ sagði Larry. „Ég skil ekki enn livað þú átt við. Viltu útskýra þetta?“ Agnes stamaði lítið eitt. „Ég á við útiíþróttir og þess háttar. Það er enginn dugur í henni til neins. Hún hefur hvorki kjark né ...“ Larry greip fram í fyrir henni. „Heyrðu nú, ég veit auðvitað vel, að Mimi er enginn sérfræðingur í fjallgöngum eða í bílaakstri eða sundi eins og þii, Agnes. Bn það hefur ekki heldur neitt gildi í mínum augum. Ég kæri mig ekki um, að hún sé það. En eitt veit ég. Ilún er kjarkmesta stúlka, sem ég þekki.“ Agnes skældi varirnar dálítið. „Kjarkmesta stúlka, segir þú?“ „Já, kjarlanesta. Ef þú hefðir séð, hvernig hún tók því, þegar við bárum hana niður af fjallinu um daginn, þegar liún öklabrotnaði! Það er mesti kjarkur, sem ég hef verið sjón- arvottur að á ævi minni. Hún hlýtur að hafa liðið skelfilegustu kvalir, en hún gaf ekki svo mikið sem hljóð frá sér. Þú mátt ekki halda það eitt andartak, Agnes, að það, sem við hin getum gortað af, komist í samjöfnuð við þann kjark, sem Mimi sýndi. Við gerum þess háttar hluti, af því að það veldur okkur ekki óþægindum. Mimi gerir það sama, þó að það valdi henni mjög miklum óþægindum." „Einmitt það,“ sagði Agnes rólega. Hún stóð andartak kyrr án þess að segja nokkuð. Hún hugsaði um, hvernig Mimi hefði þrælazt og stritað til þess að komast áfram á eftir þeim. Hún hugsaði um hana, er liún lá með brotinn ökkla og sagði: „Það er ekk- ert að.“ Agnes vissi vel, að hún var sjálf ekki kjark- mikil, þegar um sársauka var að ræða. Hfin hafði einu sinni orðið fyrir vöðvasliti, og hún hafði borið sig mjög illa og sagt, að hún gæti ekki þolað það. Það gat verið, að þessi útiíþróttaáhugi, sem borinn var eins og fjöður í hattinum, væri ekki ýkja mikils virði. IJún andvarpaði, og hið einlæga innræti hennar fékk yfirhöndina. „Ég skil þig vel, Larry,“ sagði hún. Hún senri sér við og gekk upp í herbergið til Mimiar. Mimi sat við gluggann og horfði út yfir vatnið. Hún var svo lítil og grönn útlits. Enginn gæti haldið, að þetta væri stúlka. sem Larry gæti orðið ástfanginn af. En hún var auðsjáanlega rétta stúlkan lianda honum- „Larry sagði okkur rétt áðan frá ykkur. Eg vil gjarna óska yður til hamingju.“ Þær liorfðust stundarkorn í augu, og svip- urinn í augum Agnesar kom Mimi til þess að segja: „Það er mjög fallegt af yður.“ Agnes svaraði: „Þýðir það, að við tvær skulum vera vinir.“ „Já.“ . Þær gengu niður stigann saman, og Mimi studdist við liandlegg Agnesar. H E IM ILI S B L A Ð I Ð 194

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.