Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1969, Side 33

Heimilisblaðið - 01.09.1969, Side 33
náuara um betta. Bezt er að hjónavígslan fari fram í kyrrþey, og úr kirkjunni ökum við beint heim til mín. — Vertu nú sæl, litla stúlkan mín, og mundu nú eftir að bursta vel hárið.“ Svo bandaði læknirinn hendinni og fór, en Hope stóð eftir hugdeig og sorgbitin. — Hún hafði óljósa hugmynd um, að framkoma læknisins væri ekki sem eðlilegust í svona kringumstæðum, en óljóst var henni þó í hverju henni væri áfátt. Fögnuður hennar og fögru draumarnir frá fyrri hluta dagsins voru nú orðnir að engu. Læknirinn ók beint til spítalans til að finna Grace systur. Hann vissi að hennar tími var þá ekki hjá sjúklingunum og fór því beint til herbergis hennar og klappaði á dyrnar. Ungfrúin var heima. Iíún varð dálítið undrandi yfir heimsólminni og sagði, þegar þau höfðu heilsast: „Ég vona, að þér flytjið mér engin slæm tíðindi.“ „Nei,“ sagði læknirinn brosandi, „erindi mitt snertir ekkert sjúklingana eða spítalann, heldur eingöngu sjálfan mig.“ Læknirinn horfði á trén úti í garðinum, þegar liann sagði þetta, og tók því ekkert eftir roðanum, sem hljóp í hinar fölleitu kinnar ungfrúarinnar, eða leiftrinu í augum hennar, þegar hún lieyrði þessi orð. En hún náði sér jafnskjótt aftur og hún svaraði stillt og vingjarnlega: „Mér væri ánægja ef ég gæti gert eitthvað fyrir yður.“ „Ég hef tekið þá ákvörðun, sem mörgúm kann að þykja undarleg,“ sagði hann fremur vandræðalegur. „Ég hef ákveðið að gifta mig.“ Ungfrúin fékk svo ákafan hjartslátt, að hún gat ekkert sagt, og roðinn hvarf alveg úr kinnum hennar af geðshræringunni. Lækn- irinn tók eftir að hún fölnaði, en hann hafði euga hugmynd um hvað valda mundi, hélt það væri þreyta. Hann vissi, að liún hafði °ft mikið að starfa og lilífði sér ekki. „Mig grunaði að þetta mundi vekja hjá yður undrun,“ sagði hann. „Mig furðar líka sjálfan á þessu, en ég held nú samt, að það sé rétt af mér að gera það.“ Ungfrúin heyrði þegar, að læknirinn var ekkert hrifinn af þessari fyrirætlun sinni, og ?at sér því til, að hann mundi ekki vera sér- lega ástfanginn. Hún bældi því niður tilfinn- ingar sínar og svaraði stillilega. „Haldið þér að þetta sé bezt fyrir sjálfan yður eða fyrir konuefnið? Mér finnst þér tala um þetta eins og hvem annan kaup- Skap.“ „Ég held nú líka að þetta sé rétta nafnið á þessari fyrirætlun minni,“ sagði hann dap- ur í bragði. „Þér hafið ef til vill tekið eftir því, eins og-fleiri, sem mér hafa kynnzt, að ég muni ekki hafa mikla tilhn'eigingu til að leggja á mig hjúskaparbönd. Eg hef haft all- an hugann við embætti mitt og starf. En nú er það svo komið, að ég hef ákveðið að gift- ast skjólstæðingi mínum, ungfrú James, dótt- ur konunnar, sem dó hér fvrir skömmu. Þér munið ef til vill eftir því, að ég lofaði að ann- ast dóttur hennar.“ „Já,“ sagði hún, meira gat hún ekki sagt, en starði á lækninn. „Yður furðar mjög á þessu?“ „Já, ég get ekki neitað því,“ og hún dró andann djúpt, því hún fann til skerandi sárs- auka. „Og þér hafið ekki þelckt ungfrú James nema tvær eða þrjár vikur, og svo er hún víst mjög ung, eða er ekki svo?“ og hugur lijúkrunarkonunnar hvarflaði til unglings- stúlkunnar, sem hún hafði heimsótt daginn eftir lát móður hennar, og sem þá hafði ver- ið svo ofsafengin og óstjórnleg í sorg sinni, að engin vinsemd eða hluttekning hafði haft áhrif á hana, og þessi tötralega, unga stúlka eða öllu heldur barn, átti nú að verða lcona Miles Andersons. „Hún er aðeins 18 ára, — og það er ein- mitt það, sem gerir þetta mál fremur erfitt, ég gat eigi tekið hana heim til mín með öðru móti en að giftast henni. Ég ræðst í það til þess að geta séð um hana að öllu leyti, og hún virðist sjálf glöð og ánægð yfir þessari úrlausn málsins.“ Framhald. ☆ HEIMILISBLAÐIÐ 209

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.