Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 18
og greinar um ísöldina og ferðaðist víða til
þess að safna nýjum sönnunum fyrir kenning-
um sínum Hann lifði í þeirri bjargföstu trú, að
hann hefði rétt fyrir sér, eins og maður sem
trúir á sannleika, sem enginn annar hefur séð
né viðurkennt.
Og hann ávann sér stuðningsmenn, fyrst og
fremst meðal enskra náttúruvísindamanna.
Að lokum varð Darvin sjálfur sannfærður.
En samhliða þessu urðu persónulegar ástæð-
ur Agassiz stöðugt erfiðari. Þegar hann hætti
fiskirannsóknum sínum hafði hann stofnað
steinprent, og var á kafi í skuldum. Skuld-
heimtumenn umkringdu hann frá öllum hliðum
og kona hans var orðin algjörlega heilsulaus.
Honum var boðið í fyrirlestraferð til Amer-
íku, en hann átti ekki fyrir fargjaldinu þar
til Prússakonungur hljóp undir bagga með
honum og lét hann hafa fé úr eigin vasa.
Agassiz þáði þessa hjálp í nafni vísindanna.
„Hvað sem gerist mun ég, af lífi og sál, helga
mig rannsóknum á náttúrunni", skrifaði hann
einum vini sínum, „og fyrir þann málstað mun
ég fóma öllu — jafnvel því sem manninum
er jafnan kærast.“
Þessi orð voru forspá. Þegar Agassiz kvaddi
Cécile árið 1846, sá hann hana í síðasta sinn.
Hann fór til Ameríku, þar sem náttúran
var ennþá ósnortin, villt og að mestu leyti
ókönnuð, og fólk var sólgið í fróðleik.
Fyrirlestraferðir hans urðu samfelld sigur-
ganga. Hann náði strax tökum á áheyrendum
sínum með ómótstæðilegum persónutöfrum
sínum og æskuþrungnum eldmóði, og hann
talaði skýrt og skilmeriklega og ætíð blaða-
laust.
Blöðin skrifuðu langar og hrifningarfullar
greinar um erindi hans, og stundum voru þau
jafnvel birt í heilu lagi.
Og fyrirlestramir urðu fleiri og fleiri, og
þetta sumarferðalag Agassiz dróst fram á vet-
urinn. Hann kannaði Norður-Ameríku, til þess
að finna þar merki þess, að þar hefðu einhvern
tíma einnig verið jöklar. Og hann fann marga
þeirra þegar hann ferðaðist meðfram Atlants-
hafsströndinni. Og það er Agassiz að þakka,
að nú getur hver sem er fundið þá fyrirhafnar-
lítið.
í norðausturhluta Ameríku sýndu bæði
strandbergin og klettabeltin greinileg merki
þess að ísflákar hefðu runnið niður eftir þeim
úr norðri. Hásléttuvötnin fullvissuðu Agassiz
um að „Vötnin rniklu" höfðu verið grafin af
skríðandi ísjöklum. Sjálft landslagið varð sem
sagt enn ein ný sönnun fyrir kenningum Agas-
siz.
En nú fékk hann þær fréttir að Cécile hefði
andast hinu megin Atlantshafsins. Sonur hans,
Alexander, kom frá Evrópu til að styrkja hann
í yfirbugandi sorg hans, og síðar komu hin
börn hans. Og hjá nýjum vinum sínum, í
þessu framandi landi, mætti hann mikilli sam-
úð og hlýju.
Um þetta leyti hafði Agassiz borist tilboð
um stöðu við Harvardháskólann, og nú hófst
hann handa með auknum ákafa. Þegar hann
kom þangað, kallaði hann skólann „þokka-
legan alþýðuskóla, þar sem maður sáði hálf-
þroskuðum ávöxtum þekkingarinnar“. En þeg-
ar hann fór þaðan, hafði Harvardháskóli unnið
sér þá frægð, sem hann nýtur enn þann dag
í dag. Fyrirlestrar Agassiz voru svo vinsælir,
að heimspekingurinn Ralph Emerson skrifaði
að áhuginn fyrir náttúruvísindum væri að ná
þar algjörlega yfirhöndinni.
Agassiz starfaði í gömlum skúr, sem var
byggður á staurum í forarleðju sem Charles-
fljótið skolaði upp með flóðinu. Hér var hann
ásamt evrópskum samstarfsmönnum sínum,
sem hann greiddi sjálfur laun. Skúrinn var
fylltur af alls kyns dýrum, sem voru krufin
eða geymd í heilu lagi. Innan um þetta voru
handrit, teikningar og prófarkir í stórum stöfl-
um.
í allri þessari ringulreið birtist kona, einn
góðan veðurdag. Hún hét Elizabeth Cary, og
reyndist hún vera rétta manneskjan til þess
að koma skipulagi á alla óreiðuna. En samhliða
því tókst henni að veita gleði inn í líf Agassiz,
sem hafði unnið harmþrunginn frá andláti
Cécile.
Elizabeth var eins góð og hún var hyggin,
og þegar Agassiz giftist henni bjó hún honum
og börnum hans gott og vistlegt heimili. Hún
bar þá bjargföstu trú í brjósti, að konur ættu
rétt á æðri menntun, ekki síður en karlmenn,
og síðar stofnaði hún kvennaháskólann Rad-
cliffe College.
Til að byrja með innréttaði hún háaloftið
í húsi fjölskyldunnar sem skóla fyrir ungar
214
HEIMILISBLAÐIP