Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 5
Vesalings ungi maðurinn hafði verið blindur írá fæðingu, og færustu sérfræðingum hafði ekki tekizt að hjálpa honum hið minnsta. En Þar sem verið var að baða hann, rak hann UPP lágt vain og greip höndum fyrir augun. Fyrir kraftaverk hafði hann hlotið sjón, og Þegar dagsljósið barst augum hans í fyrsta sinni, orkaði það þjáningarfullt. Þegar hann fór frá Lourdes, var hann alsjáandi, og Pierre hafði orðið vitni að því sem jafnvel hann í allri sinni tortryggni gat ekki efazt um. Nokkrum vikum síðar var komið með lít- inn sjö ára gamlan dreng til Lourdes. Hann var gjörsamlega lamaður öðrum megin og handleggur og fótur visnir. Eftir fimm daga fór að gerast kraftaverk á drengnum: Pierre varð vitni að því, hvemig smám saman færð- ist líf í hina lömuðu líkamshluta og hvemig Þeir urðu gildari, unz þeir urðu að lokum eðlilegir. Þá var það sem Pierre ákvað að gerast kaþólskur. Hann vildi, eins og hann orðaði Það, eiga hlutdeild í þeim trúarbrögðum sem hjálpuðu og hughreystu alla hina óendanlegu °g þjáðu pílagríma. í Lourdes hafði hann kom- >zt að raun um, hversu framtakssamur og °eigingjarn kristindómurinn getur verið í starfi sínu. Dögum saman hafði hann fylgzt ^ieð því, hvernig tekið var við pílagrímunum °Pnum örmum, án tillits til trúarbragða þeirra, kynþáttar eða hörundslitar. Allir vom vel- komnir, og enginn var spurður þess, hvort hann væri fær um að borga fyrir sig. Vel- Sjörðastarfsemi þessi var þeim mun áhrifa- ^eiri sem hún fór fram af miklum vanefnum, en ekki í neinni auðlegð. Við tókum til dæmis ^ftir því, að sjúkrahúsið með sín 1000 rúm atti varla til nóg af teppum til að breiða yfir sjúklingana. Pierre komst mjög við af þessum skorti, og hann hét systrunum af Nevers-reglunni því, a® hann skyldi kaupa 1000 teppi af beztu tegund og gefa þau sjúkrahúsinu Minnkandi fíárráð okkar gátu alls ekki staðið undir slík- Urn tilkostnaði, svo ég greip fram í fyrir hon- um og útskýrði það, að við yrðum að kaupa 'ePpin í Ameríku og að það tæki langan tíma að fá þau afgreidd og afhent. Það var um þetta leyti sem ánægja Pierre naði hámarki. Hjólastóllinn hans var orðinn ^ElMILISBLAÐIÐ miðdepill stöðugt vaxandi skara af vinum og kunningjum. Við ókum um í litla station-bíln- um okkar, stundum upp til f jallanna, og jafn- vel Baska-fjárhirðarnir urðu góðvinir okkar. Svo undarlegt sem það var, fann ég engu síður til ánægjunnar en Pierre, enda þótt mér væri ljóst að honum hrakaði stöðugt og átti skamt eftir. Ég ein vissi, að sjúkdómurinn myndi senn ná til lungnanna og gera honum erfitt fyrir um andardrátt. Þegar þannig væri komið, yrði ég að fara með hann til Toulouse, þar sem ég hafði komið því svo fyrir, að hann gæti hafzt við í stállunga. En með sjálfri mér var ég þakklát fyrir það, að einmitt síðasta árið skyldi Pierre auðnast að upplifa krafta- verk á sjálfum honum, einmitt það ár sem ella hefði orðið honum langur og þungbær harm- leikur, án vonar. í október var komið með bandarískan dreng, sem var með krabbamein í mjöðm og öðrum fæti. Drengur þessi bjó í sama hóteli og við, og skömmu eftir komuna þangað hitti hann Pierre í forsalnum. Hann haltraði til hans á hækjum sínum og sagði: „Ég heiti John. Hvað heitið þér?“ Óvenjugóð vinátta tókst með þeim Pierre og John. Þeir urðu óaðskiljanlegir. Pierre þótti vænt um allar manneskjur, en tilfinningar hans í garð þessa drengs voru eins og föður til sonar. Þá tóku að gera vart við sig þau sjúkdóms- einkenni, sem ég hafði óttazt. Tími var kominn til að fara til Toulouse. Þegar ég skýrði það fyrir Pierre, að við yrðum að fara, skildist honum áreiðanlega hversu alverlega var komið fyrir honum. Hann bað mig þess eins að fylgja sér að hinum helga stað í hinzta sinni. Þar, í hinum fagra og friðsæla helli, heyrði ég hann biðja í dýpsta innileika: „Ég hef leitazt við að lifa samkvæmt því sem sam- vizka mín hefur boðið mér, og ég hef notið ríkulegs og langs lífs. Góður Guð, nú bið ég fyrir honum John litla, sem er kominn hingað til að leita hjálpar frá þér. Hann á enn allt lífið fyrir höndum, og ég held að hann eigi eftir að geta framkvæmt margt og mikið. Sé það vilji þinn, þá bið ég þig: Tak þú mitt líf — og láttu þennan dreng fá heilsu sína aftur.“ Fáum dögum eftir að Pierre var komið fyrir í stállunganu í Toulouse, var honum veitt við- 201

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.