Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 10
í bláa Roadster-bíLnum sínum. Hann rétti mér
höndina og hjálpaði mér upp í bílinn. Þegar við
skömmu síðar sátum yfir smáglasi á gang-
stéttarveitingahúsi við Champs-Elysées, sagði
hann allt í einu: „Segið mér nú alveg í ein-
lægni, hvað finnst yður um hana Solange?
Ég bið yður að segja alveg meiningu yðar,
rétt eins og við værum gamlir vinir.“
Satt að segja skildi ég það ekki, hvers
vegna við ættum að vera að eyða dýrmætum
tíma okkar í það að ræða um þá ómerkilegu
kvensnift, svo ég svaraði dálítið afundin: „Hví
spyrjið þér?“
„Kæra Colette ég er svo vissum þagmælsku
yðar og vináttu í minn garð — að ég hika
ekki við að trúa yður fyrir því, að ég elska
hana og að ætlun mín er að kvænast henni.“
Allt snérist í hring í kringum mig, og það
var eins og umhverfið yrði skyndilega grátt
þótt vorið lægi í loftinu. Svitinn brauzt fram
á enni mér, og hendur mínar urðu nístings-
kaldar. En Henri tók víst ekki eftir neinu, því
hann hélt áfram: „Ég spyr yður vegna þess
að þér hafið auðsýnt mér svo mikla vináttu,
og vegna þess að þér eruð vinstúlka Solange.
Ég veit, að þér viljið henni vel. Er Solange
í tygjum við nokkurn annan? Og haldið þér
ekki, að henni þyki ekki dálítið vænt um
mig?“
Meðan hann sagði þetta, hafði ég endur-
heimt andlegt jafnvægi mitt. „Vinur minn,“
sagði ég blátt áfram. „Ég er alls ekki fær
um að veita ráðleggingar í svona máli. Ég
get aðeins svarað spurningu yðar þannig: Ef
kona segist elska yður, þá megið þér trúa
orðum hennar. En hvort hún í rauninni gerir
það, verður tíminn einn að leiða í ljós.“
Ég stóð upp og kvaddi þennan „vin“, sem
ég hafði misgripið mig svo illilega á. Gáfur
hans voru víst ekki eins afburða miklar og
ég hafði fyrst haldið, og því síður dómgreind
hans. Ef hann vildi láta gabba sig ... þá gott
og vel ... það hlaut að vera hans einkamál.
Allavega kom það ekki mál við mig.
Þegar ég kom heim sagði ég mömmu, að
hún skyldi ekki endurnýja aðgangskort mitt
á tennisleikvanginn ... það fylgir engin gæfa
tennisleik.
Allraunamaður óskasl
Smásaga eftir Richard Connell
Hin unga frú Beaufort tók Dick, lyfti hamr-
inum og sló hann í enið. Dick sálaðist á stað
og stund. Síðan taldi hún peningana með fýlu-
og áhyggjusvip. Þetta voru auvirðilegir smá-
peningar, ófægðir, nánast ryðgaðir af því að
hafa legið jafn lengi í postulínsvömb spari-
grísarins. Frúin taldi þá hvað eftir annað.
Þetta voru þrír dalir sextíu og þrjú sent. Henni
tókst ekki að fá hærri upphæð, hvað oft sem
hún taldi.
Þá komu mjólkurpósturinn og síðan ískarl-
inn, og Beauforts-f jármunirnir skruppu saman
í einn dal og áttatíu og tvö sent.
Hin unga frú Beaufort stillti sig um að
tárast og safnaði saman brotunum af Dick.
Hinar brúðargjafimar voru allar komnar til
veðlánarans. Jafnvel yfirfrakki Tómasar og
giftingarhringurinn hennar. Því að Tommi
var búinn að vera atvinnulaus mánuðum sam-
an.
Eftir þrjár vikur voru jól. Fyrstu jólin þeirra
í hjónabandinu. Hún var að gráti komin, en
hún stillti sig. Þess í stað púðraði hún á sér
söðulnefið, setti fleskbita á pönnu yfir prímus-
inn í baðherberginu og bað til guð um að bras-
fýlan næði ekki þeffærum þeirrar, sem átti
húsið. Því það var stranglega bannað að stunda
matseld inni í herbergjunum, og ef meður átti
erfitt með að greiða húsaleiguna á réttum
tíma, varð maður að fara að öllu með gát.
Á þeirri stund sem frú Beaufort var að
steikja fleskið, var Tómas maður hennar á
leið upp Sjöttu götu og brauzt áfram gegn um
myrkur og hríð. Hann var búinn að vera á
þönum daglangt í öllum kuldanum og haft tal
af að minnsta kosti sextán manns, forstjórum
206
HEIMILISBLAÐI®