Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 13
Ástin í aftanskini á Broadway Smásaga eftir Johannes Runoda. Þegar ég var á heimleið úr leikhúsinu varð ástin á vegi mínum. Fundir okkar áttu sér stað á Broadway milli 51. og 52. götu, fyrir Utan hús þar sem í þann tíð stóðu tveir hag- lega gerðir fílar. Ég var vanur að nema stað- ar andartak og virða fyrir mér fíla þessa, sem stóðu þarna og veifuðu rönunum nótt og nýtan dag í þolinmóðri vélrænu. Jafnvel lifandi fílar virka róandi á mann, og þá ekki síður gervifílar. Það var smáskrýtinn og smávaxinn maður, sem gekk í áttina til mín. Ég minnist þess, að hann var klæddur þröngum frakka klæð- skerasaumuðum, sem hæfði honum alls ekki, °g að á höfði bar hann Ijótan grænan hatt, sem var allt of lítill og dinglaði til á hvirfli hans. Maðurinn steig léttum og stuttum skrefum og brosti óaflátanlega, líka þegar hann talaði um dapurlega hluti. Litlaust and- lit hans var bæði ungt og gamalt, og það var við hann eitthvað fallegt og afkáralegt í senn. Hann vingsaði höndum meðan hann talaði, °g handahreyfingamar voru þekkilegar. Þarna gekk hann nú rakleitt að mér, setti fingurna upp í græna hattinn og sagði: ,,Gott hvöld, helmingur." Það er ekki alltaf úrvalsfólk sem óvænt gengur að ókunnugum á Broadway og býður gott kvöld, svo ég lét sem ekkert væri og hélt afram að horfa á fílana. En litli maðurinn stóð kyrr og sagði: ,,Þér munið kannski ekki eftir mér?“ ,,Nei,“ svaraði ég. „Satt að segja minnist ég þess ekki að hafa séð yður fyrr. Hver eruð þér?“ „Ég er Ástin,“ svaraði maðurinn. „Öldungis," sagði ég, „þá þekki ég yður rnætavel. Hvað finnst yður um þessa tvo fíla? “ „Mér finnst allt gott um þá. Þeir gera mér ekki neitt; þeir eru með vél í stað hjarta. En mannfólkið þjakar mig með þess eilífu ást.“ „Ber að skilja það sem svo, að þér hafið eitthvað með miðlun ástar að gera?“ spurði ég. „Ef svo er, þá býst ég ekki við, að þér hafið heppnina með yður.“ „Heppnina," svaraði Ástin, „það væri líka óhugsandi. Annar aðilinn elskar alltaf meira en hinn, og þeim síðarnefnda leiðist.“ „Þetta hef ég lesið í einhverju skrítlublaði,“ sagði ég. „Má vera,“ sagði sá stutti, „en þetta er bara engin skrítla, heldur blákaldur sannleik- ur. Hvernig er það með yður sjálfan?" „O, gengur ágætlega, þakk fyrir ... Hversu lengi hafið þér gegnt þessu núverandi starfi yðar?“ „Frá því ég dó.“ „Svo þér eruð dauður?" „Já, ég lézt þann 28. febrúar árið 1928 í Baltimore,“ sagði litli maðurinn og brosti stórum. „Hvernig vék því við?“ „Það var hún Anitra.“ „Anitra?“ „Já. Hún mölvaði brúna sem ég hafði reist af ýtrustu nákvæmni í það heila ár sem við þekktumst. Hún var með stóra og fallega boga eins og George Washington-brúin, og það var reyndar hún sem batt mig við Anitru. Hún hélt mér líka saman, það er að segja þar sem ég var veikur fyrir. Ég hefði steypzt í djúp- ið, ef ekki hefði verið þessi brú. Hún hafði lofað að heimsækja mig þennan dag. Hún átti að koma í mat klukkan eitt, en hún kom ekki. Ég var að hringja til hennar allan eftirmið- daginn, en enginn svaraði. Það var ekki fyrr en hún svaraði um fimmleytið, og þá með reiðiröddu. Ég spurði hana hvar hún hefði verið, og þá sagði hún að mig varðaði ekkert um það; og þegar ég spurði hvers vegna hún hefði ekki komið eins og við hefðum ákveðið, Heimilisblaðið 209

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.